Lee Sharpe sendir Grindvíkingum kveðju: „Mjög sérstakur staður“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. nóvember 2023 13:04 Lee Sharpe fagnar marki í leik með Manchester United. getty/David Davies Lee Sharpe, fyrrverandi leikmaður Manchester United, hefur sent Grindvíkingum kveðju vegna ástandsins þar í bæ. Öllum íbúum Grindavíkur var gert að yfirgefa bæinn á föstudaginn vegna skjálftavirkni á svæðinu. Enn eru taldar miklar líkur á gosi sem yrði að öllum líkindum við kvikuganginn. Grindvíkingum hafa borist baráttukveðjur víða að undanfarna daga. Meðal þeirra sem hafa sýnt bæjarbúum stuðning í þeirri erfiðu stöðu sem þeir eru í er Sharpe. Hann sló í gegn með United í byrjun 10. áratugarins og varð þrisvar sinnum Englandsmeistari með liðinu. Sharpe lék átta landsleiki fyrir England. Eftir að hann yfirgaf United 1996 fjaraði undan ferlinum og hann samdi við Grindavík 2003. Sharpe stoppaði þó stutt við í Grindavík og lék aðeins fimm leiki í deild og bikar með liðinu. Hann er þó ekki búinn að gleyma dvöl sinni í bænum fyrir tuttugu árum og sendi bæjarbúum kveðju á Twitter í dag. „Er að hugsa um magnaða fólkið í Grindavík. Þetta er mjög sérstakur staður,“ skrifaði Sharpe á Twitter. Thinking of the wonderful people of Grindavik. A very special place — Lee Sharpe (@Sharpeyofficial) November 14, 2023 Í sjónvarpsþættinum Foringjarnir viðurkenndi Jónas Þórhallsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur að Sharpe hafi verið of stór biti fyrir félagið. „Enn og aftur var ég efins um þetta. Auðvitað er frábært að fá svona nafn en ég sagði strax að við myndum ekki höndla það, hvorki leikmenn, stjórnarmenn né þjálfarar. Þetta væri bara það stórt nafn og svo kostaði þetta þvílíka fjármuni,“ sagði Jónas. „Það voru tveir bræður sem eru miklir stuðningsmenn og ævintýramenn, yndislegir drengir, sem stóðu að baki þessu. Þeir komu þrisvar og bönkuðu og sögðu að allt væri klárt, að við þyrftum ekki að hafa áhyggjur af því að safna peningunum. Á endanum var þetta samþykkt og það fór eins og það fór. Hann stoppaði bara í tvo til þrjá mánuði.“ Sharpe lagði skóna á hilluna 2004 eftir að hafa leikið með Garforth Town. Hann hefur síðan gert garðinn frægan í sjónvarpi og gerðist atvinnumaður í golfi. Sharpe er búsettur á Spáni í dag. UMF Grindavík Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Vaktin: Enn miklar líkur á gosi sem yrði líklegast við kvikuganginn Þeir Grindvíkingar sem ekki komust heim til sín í gær fá að skjótast eftir eignum í dag. Skjálftavirkni hefur verið á svipuðu róli í tvo sólarhringa. Vísir fylgist með gangi mála vegna skjálftanna og mögulegs eldgoss. 1200 heimili í Grindavík eru mannlaus. 14. nóvember 2023 05:40 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Í beinni: Everton - Arsenal | Skytturnar mæta í síðasta sinn á Goodison Park Enski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fleiri fréttir Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Sjá meira
Öllum íbúum Grindavíkur var gert að yfirgefa bæinn á föstudaginn vegna skjálftavirkni á svæðinu. Enn eru taldar miklar líkur á gosi sem yrði að öllum líkindum við kvikuganginn. Grindvíkingum hafa borist baráttukveðjur víða að undanfarna daga. Meðal þeirra sem hafa sýnt bæjarbúum stuðning í þeirri erfiðu stöðu sem þeir eru í er Sharpe. Hann sló í gegn með United í byrjun 10. áratugarins og varð þrisvar sinnum Englandsmeistari með liðinu. Sharpe lék átta landsleiki fyrir England. Eftir að hann yfirgaf United 1996 fjaraði undan ferlinum og hann samdi við Grindavík 2003. Sharpe stoppaði þó stutt við í Grindavík og lék aðeins fimm leiki í deild og bikar með liðinu. Hann er þó ekki búinn að gleyma dvöl sinni í bænum fyrir tuttugu árum og sendi bæjarbúum kveðju á Twitter í dag. „Er að hugsa um magnaða fólkið í Grindavík. Þetta er mjög sérstakur staður,“ skrifaði Sharpe á Twitter. Thinking of the wonderful people of Grindavik. A very special place — Lee Sharpe (@Sharpeyofficial) November 14, 2023 Í sjónvarpsþættinum Foringjarnir viðurkenndi Jónas Þórhallsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur að Sharpe hafi verið of stór biti fyrir félagið. „Enn og aftur var ég efins um þetta. Auðvitað er frábært að fá svona nafn en ég sagði strax að við myndum ekki höndla það, hvorki leikmenn, stjórnarmenn né þjálfarar. Þetta væri bara það stórt nafn og svo kostaði þetta þvílíka fjármuni,“ sagði Jónas. „Það voru tveir bræður sem eru miklir stuðningsmenn og ævintýramenn, yndislegir drengir, sem stóðu að baki þessu. Þeir komu þrisvar og bönkuðu og sögðu að allt væri klárt, að við þyrftum ekki að hafa áhyggjur af því að safna peningunum. Á endanum var þetta samþykkt og það fór eins og það fór. Hann stoppaði bara í tvo til þrjá mánuði.“ Sharpe lagði skóna á hilluna 2004 eftir að hafa leikið með Garforth Town. Hann hefur síðan gert garðinn frægan í sjónvarpi og gerðist atvinnumaður í golfi. Sharpe er búsettur á Spáni í dag.
UMF Grindavík Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Vaktin: Enn miklar líkur á gosi sem yrði líklegast við kvikuganginn Þeir Grindvíkingar sem ekki komust heim til sín í gær fá að skjótast eftir eignum í dag. Skjálftavirkni hefur verið á svipuðu róli í tvo sólarhringa. Vísir fylgist með gangi mála vegna skjálftanna og mögulegs eldgoss. 1200 heimili í Grindavík eru mannlaus. 14. nóvember 2023 05:40 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Í beinni: Everton - Arsenal | Skytturnar mæta í síðasta sinn á Goodison Park Enski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fleiri fréttir Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Sjá meira
Vaktin: Enn miklar líkur á gosi sem yrði líklegast við kvikuganginn Þeir Grindvíkingar sem ekki komust heim til sín í gær fá að skjótast eftir eignum í dag. Skjálftavirkni hefur verið á svipuðu róli í tvo sólarhringa. Vísir fylgist með gangi mála vegna skjálftanna og mögulegs eldgoss. 1200 heimili í Grindavík eru mannlaus. 14. nóvember 2023 05:40