Fótbolti

Diaz feðgarnir sam­einaðir á ný eftir að föðurnum var sleppt úr haldi

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Feðgarnir Luis Diaz og Luis Manuel Diaz hittust loksins á ný eftir að föður knattspyrnumannsins var sleppt úr haldi mannræningja.
Feðgarnir Luis Diaz og Luis Manuel Diaz hittust loksins á ný eftir að föður knattspyrnumannsins var sleppt úr haldi mannræningja. Mynd/Kólumbíska knattspyrnusambandið

Kólumbíski knattspyrnumaðurinn Luiz Diaz, leikmaður Liverpool, og faðir hans, Luis Manuel Diaz, eru nú loks sameinaðir á ný eftir að föðurnum var sleppt úr haldi mannræningja. Luis Manuel Diaz hafði verið haldið í gíslingu í tólf daga.

Föður knattspyrnumannsins var sleppt úr haldi mannræningja síðastliðinn fimmtudag eftir að skæruliðasamtökin ELN rændu foreldrum Diaz í heimaborg þeirra, Barrancas, laugardaginn 28. október. Móður hans var fljótlega sleppt en faðir hans, Luis Manuel, var áfram í haldi mannræningjana.

Honum hefur nú verið sleppt eftir tólf daga í haldi ELN. Hann var sóttur við Perija fjöllin við landamæri Kólumbíu og Venesúela. Fulltrúar kólumbísku kirkjunnar og Sameinuðu þjóðanna tóku á móti honum og nú eru hafa þeir feðgar loks náð að hittast á ný eftir þessa erfiðu tíma.

Knattspyrnumaðurinn Luis Diaz er staddur í heimalandinu um þessar mundir til að taka þátt í landsliðsverkefni og nýtti hann að sjálfsögðu tímann til að hitta föður sinn. Eins og við var að búast var það tilfinningarík stund þegar þeir feðgar hittust loks á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×