Grindvíkingar ætla sér heim aftur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. nóvember 2023 20:30 Grindvíkingarnir á Syðri Brú í Grímsnes- og Grafningshreppi, sem ætla sér heim aftur til Grindavíkur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Margar fjölskyldur úr Grindavík eru nú í sumarhúsum, fjölbýlishúsum eða í einbýlishúsum á Suðurlandi og reyna að láta fara vel um sig. Íbúarnir ætlar sér heim aftur og leggja áherslu á jákvæðni og hreyfingu við krefjandi aðstæður. Tvær fjölskyldur eru í húsinu á Syðri Brú í Grímsnes- og Grafningshreppi, sem eigendurnir Steinar Árnason og Friðsemd Erla S. Þórðardóttir lánuðu af sinni einskæru góðvild. Fjölskyldurnar segja mjög mikilvægt að vera saman. Steinar Árnason og Friðsemd Erla S. Þórðardóttir á Selfossi, sem eiga þetta glæsilega hús á Syðri Brú lánuðu Grindvíkingnum húsið sitt en þau hafa verið þar síðan á föstudagskvöld.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er búið að bjarga okkur hérna. Við erum búin að taka spilamót, elda góðan mat og bara hlægja og reyna að hafa það gott,” segir Valgerður Vilmundardóttir og bætir við. „Við höfum von og trú og viljum trúa því að eldgosið verði einhvers staðar þar sem verða ekki skemmdir.” Áttu einhver skilaboð til fólks og þjóðarinnar? „Bara stórt knús á alla Grindvíkinga og vona ég að við komumst heim og getum átt gott bæjarlíf aftur,” segir Valgerður. „Við komum aftur heim, við erum Grindvíkingar, við erum sterkust og við komumst yfir þetta sama hvernig þetta fer,” segir Hallgrímur Hjálmarsson. En sálartetrið, hvernig er það hjá fólkinu? „Það er bara helvíti gott, já, ég myndi segja það, ég er ekkert að kvarta og kveina, nei, nei,” segir Kolbrún Einarsdóttir. Og ertu bjartsýn á að þið komist heim? „Já, ég er það. Ég held að Grindavíkin verði alltaf minn staður allavega og okkar allra.” Mjög vel fer um fólkið á Syðri Brú en aldursforsetinn, Kolbrún Einarsdóttir, sem er 80 ára segist ekkert vera að kvarta og kveina yfir ástandinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og fjölskyldurnar eru duglegar að fara út og hreyfa sig, sem þau segja lykilatriði. „Sveitalyktin er best, fjósalykt, „I love it”, segir Valgerður hlæjandi. Kvenfélag Grindavíkur verður 100 ára 24. nóvember næstkomandi og af því tilefni voru þessar servíettur meðal annars útbúnar. Ljóst er að ekkert verður af afmælishátíðarhöldum að sinni í ljósi ástandsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grindavík Grímsnes- og Grafningshreppur Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Tvær fjölskyldur eru í húsinu á Syðri Brú í Grímsnes- og Grafningshreppi, sem eigendurnir Steinar Árnason og Friðsemd Erla S. Þórðardóttir lánuðu af sinni einskæru góðvild. Fjölskyldurnar segja mjög mikilvægt að vera saman. Steinar Árnason og Friðsemd Erla S. Þórðardóttir á Selfossi, sem eiga þetta glæsilega hús á Syðri Brú lánuðu Grindvíkingnum húsið sitt en þau hafa verið þar síðan á föstudagskvöld.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er búið að bjarga okkur hérna. Við erum búin að taka spilamót, elda góðan mat og bara hlægja og reyna að hafa það gott,” segir Valgerður Vilmundardóttir og bætir við. „Við höfum von og trú og viljum trúa því að eldgosið verði einhvers staðar þar sem verða ekki skemmdir.” Áttu einhver skilaboð til fólks og þjóðarinnar? „Bara stórt knús á alla Grindvíkinga og vona ég að við komumst heim og getum átt gott bæjarlíf aftur,” segir Valgerður. „Við komum aftur heim, við erum Grindvíkingar, við erum sterkust og við komumst yfir þetta sama hvernig þetta fer,” segir Hallgrímur Hjálmarsson. En sálartetrið, hvernig er það hjá fólkinu? „Það er bara helvíti gott, já, ég myndi segja það, ég er ekkert að kvarta og kveina, nei, nei,” segir Kolbrún Einarsdóttir. Og ertu bjartsýn á að þið komist heim? „Já, ég er það. Ég held að Grindavíkin verði alltaf minn staður allavega og okkar allra.” Mjög vel fer um fólkið á Syðri Brú en aldursforsetinn, Kolbrún Einarsdóttir, sem er 80 ára segist ekkert vera að kvarta og kveina yfir ástandinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og fjölskyldurnar eru duglegar að fara út og hreyfa sig, sem þau segja lykilatriði. „Sveitalyktin er best, fjósalykt, „I love it”, segir Valgerður hlæjandi. Kvenfélag Grindavíkur verður 100 ára 24. nóvember næstkomandi og af því tilefni voru þessar servíettur meðal annars útbúnar. Ljóst er að ekkert verður af afmælishátíðarhöldum að sinni í ljósi ástandsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Grindavík Grímsnes- og Grafningshreppur Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“