Forstjóra Landspítalans gert viðvart um alvarlegt atvik í sundlaug Jón Þór Stefánsson skrifar 15. nóvember 2023 07:01 Atvikið sem málið varðar á að hafa átt sér stað í sundlaug á höfuðborgarsvæðinu. Forstjóra Landspítalans hefur verið gert viðvart. Vísir/Vilhelm Læknadeild Háskóla Íslands hefur gert formanni Læknafélags Íslands, forstjóra Landspítalans og öðrum stjórnendum sjúkrahússins viðvart um atvik sem á að hafa átt sér stað í sundlaug á höfuðborgarsvæðinu. Þetta staðfestir Þórarinn Guðjónsson, forseti læknadeildar HÍ, í samtali við Vísi. Þá hafa allir læknanemar deildarinnar, sem telja í hundruðum, fengið póst vegna málsins. „Þetta er bara alls ekki í lagi,“ segir Þórarinn, sem tekur fram að málið sé litið alvarlegum augum. „Læknanemar skrifa undir þagnareið á fyrsta ári og svo er þetta ítrekað oft við þá. Þannig að við tökum þessu alvarlega.“ Mannlíf greindi frá umræddu atviki í gær en samkvæmt lýsingu miðilsins ræddu þrír læknanemar um sjúkrasögu einstaklinga og nafngreindu einhverja þeirra. Sumar lýsingar þeirra eiga að hafa verið niðrandi. Atvikið er sagt hafa átt sér stað í heitum potti í sundlaug í Reykjavík og að á annan tug sundlaugargesta hafi verið viðstaddir samræðurnar. Þórarinn tekur fram að ekki sé vitað hvaða læknanemar hafi átt í hlut. Í raun hefur Þórarinn það bara eftir blaðamanni Mannlífs hvað hafi átt sér stað en sá virðist hafa verið sjálfur í heita pottinum. Þá segir Þórarinn að það sé erfitt að reyna að komast að því hvaða læknanema um ræðir. Ólíklegt sé að einhver stígi fram. Hann geti í raun ekki einu sinni verið viss um að þeir stundi námið við Háskóla Íslands. „Við gerum okkar besta í að fyrirbyggja að svona gerist,“ segir Þórarinn sem bætir við að ef það kemur í ljós hverjir umræddir einstaklingar séu þá verði þeir teknir tali og frekari aðgerðir teknar til skoðunar. Heilbrigðismál Landspítalinn Sundlaugar Persónuvernd Skóla - og menntamál Háskólar Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sjá meira
Þetta staðfestir Þórarinn Guðjónsson, forseti læknadeildar HÍ, í samtali við Vísi. Þá hafa allir læknanemar deildarinnar, sem telja í hundruðum, fengið póst vegna málsins. „Þetta er bara alls ekki í lagi,“ segir Þórarinn, sem tekur fram að málið sé litið alvarlegum augum. „Læknanemar skrifa undir þagnareið á fyrsta ári og svo er þetta ítrekað oft við þá. Þannig að við tökum þessu alvarlega.“ Mannlíf greindi frá umræddu atviki í gær en samkvæmt lýsingu miðilsins ræddu þrír læknanemar um sjúkrasögu einstaklinga og nafngreindu einhverja þeirra. Sumar lýsingar þeirra eiga að hafa verið niðrandi. Atvikið er sagt hafa átt sér stað í heitum potti í sundlaug í Reykjavík og að á annan tug sundlaugargesta hafi verið viðstaddir samræðurnar. Þórarinn tekur fram að ekki sé vitað hvaða læknanemar hafi átt í hlut. Í raun hefur Þórarinn það bara eftir blaðamanni Mannlífs hvað hafi átt sér stað en sá virðist hafa verið sjálfur í heita pottinum. Þá segir Þórarinn að það sé erfitt að reyna að komast að því hvaða læknanema um ræðir. Ólíklegt sé að einhver stígi fram. Hann geti í raun ekki einu sinni verið viss um að þeir stundi námið við Háskóla Íslands. „Við gerum okkar besta í að fyrirbyggja að svona gerist,“ segir Þórarinn sem bætir við að ef það kemur í ljós hverjir umræddir einstaklingar séu þá verði þeir teknir tali og frekari aðgerðir teknar til skoðunar.
Heilbrigðismál Landspítalinn Sundlaugar Persónuvernd Skóla - og menntamál Háskólar Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sjá meira