„Þetta gæti hlaupið á tugum hillumetra af skjölum“ Lovísa Arnardóttir skrifar 15. nóvember 2023 11:32 Árni bíður ásamt teymi frá Þjóðskjalasafni og Grindvíkurbæ eftir því að komast inn til að bjarga verðmætum skjölum. Vísir/Vilhelm Starfsfólk Þjóðskjalasafns og Grindavíkurbæjar ætlar að reyna að bjarga sem mestu af skjölum bæjarins í dag. Í forgangi eru skjöl er varða lóðir, barnavernd og fatlaða einstaklinga. Um mjög mikið magn er að ræða að mati skjalavarðar Þjóðskjalasafns. Tíu manns frá Þjóðskjalasafninu eru nú á leið til Grindavíkur til að sækja verðmæt skjöl. Árni Jóhannsson, skjalavörður, segir í samtali við fréttastofu að reynt verði að vinna hratt til að bjarga skjölum bæjarins í tæka tíð. „Við ætlum að reyna að ná sem mestu af skjalasafni bæjarins. Við erum tíu frá Þjóðskjalasafninu ásamt fjórum starfsmönnum bæjarins sem þekkja hvað er mikilvægt að taka. Við munum flytja skjölin til varðveislu á Þjóðskjalasafninu,“ segir Árni sem bíður nú í röð eins og fleiri eftir því að komast inn á svæðið. „Ef allt fer á versta veg verða skjölin trygg.“ Árni segir að lögð verði áhersla á skjöl er varða réttindi einstaklinga fyrst og svo til skjala er varða hag bæjarins. „Til að mynda hvar eignir fasteigna liggja, og lóðir. Svo lítum við til barnaverndar og málefna fatlaðra. Það eru réttindi einstaklinga og hagur bæjarins. Það er forgangsröðunin en við reynum að ná öllu. En fyrst þarf að tryggja réttindi einstaklinganna,“ segir Árni. Hvað heldurðu að þetta séu mörg skjöl? „Það er erfitt að segja en þetta gæti hlaupið á tugum hillumetra af skjölum. Mögulega nálægt hundrað metrum. Kannski aðeins sunnan við það mark. Þetta er talsvert magn þannig við reynum að ná sem mestu.“ Hann segir að reynt verði að vinna hratt en þau vita ekki enn hversu mikinn tíma þau hafa fengið. Unnið er að þessu í nánu samráði við almannavarnir sem úthlutar þeim tíma. „Við buðum fram aðstoð um helgina og nú fáum við vonandi að ná þessu út, í tæka tíð.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Söfn Tengdar fréttir Bíða þess að komast inn til að vökva og sækja erfðabreyttar plöntur Teymi frá ORF líftæknifyrirtæki vonast til þess að geta sótt verðmætar erfðabreyttar plöntur í gróðurhús þeirra í Grindavík í dag. Einnig þarf að fylla á vökvakerfið en það var gert síðasta á sunnudag. Miklar skemmdir voru þá á gróðurhúsinu sem er beint fyrir ofan sprungusvæðið. 15. nóvember 2023 10:35 Grindvíkingar sem fá að skreppa heim þurfa að kynna sér leiðina vel Íbúar Grindavíkur sem Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur haft samband við fá að skreppa heim til sín eftir verðmætum í dag. Tvær leiðir eru aðgengilegar eftir því hvar í bænum fólkið býr. 15. nóvember 2023 09:00 500 skjálftar frá miðnætti en allir í minni kantinum Um 500 skjálftar hafa riðið yfir á Reykjanesi frá miðnætti en flestir í minni kantinum. Stærsti skjálftinn náði ekki þremur stigum. 15. nóvember 2023 07:00 Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira
Tíu manns frá Þjóðskjalasafninu eru nú á leið til Grindavíkur til að sækja verðmæt skjöl. Árni Jóhannsson, skjalavörður, segir í samtali við fréttastofu að reynt verði að vinna hratt til að bjarga skjölum bæjarins í tæka tíð. „Við ætlum að reyna að ná sem mestu af skjalasafni bæjarins. Við erum tíu frá Þjóðskjalasafninu ásamt fjórum starfsmönnum bæjarins sem þekkja hvað er mikilvægt að taka. Við munum flytja skjölin til varðveislu á Þjóðskjalasafninu,“ segir Árni sem bíður nú í röð eins og fleiri eftir því að komast inn á svæðið. „Ef allt fer á versta veg verða skjölin trygg.“ Árni segir að lögð verði áhersla á skjöl er varða réttindi einstaklinga fyrst og svo til skjala er varða hag bæjarins. „Til að mynda hvar eignir fasteigna liggja, og lóðir. Svo lítum við til barnaverndar og málefna fatlaðra. Það eru réttindi einstaklinga og hagur bæjarins. Það er forgangsröðunin en við reynum að ná öllu. En fyrst þarf að tryggja réttindi einstaklinganna,“ segir Árni. Hvað heldurðu að þetta séu mörg skjöl? „Það er erfitt að segja en þetta gæti hlaupið á tugum hillumetra af skjölum. Mögulega nálægt hundrað metrum. Kannski aðeins sunnan við það mark. Þetta er talsvert magn þannig við reynum að ná sem mestu.“ Hann segir að reynt verði að vinna hratt en þau vita ekki enn hversu mikinn tíma þau hafa fengið. Unnið er að þessu í nánu samráði við almannavarnir sem úthlutar þeim tíma. „Við buðum fram aðstoð um helgina og nú fáum við vonandi að ná þessu út, í tæka tíð.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Söfn Tengdar fréttir Bíða þess að komast inn til að vökva og sækja erfðabreyttar plöntur Teymi frá ORF líftæknifyrirtæki vonast til þess að geta sótt verðmætar erfðabreyttar plöntur í gróðurhús þeirra í Grindavík í dag. Einnig þarf að fylla á vökvakerfið en það var gert síðasta á sunnudag. Miklar skemmdir voru þá á gróðurhúsinu sem er beint fyrir ofan sprungusvæðið. 15. nóvember 2023 10:35 Grindvíkingar sem fá að skreppa heim þurfa að kynna sér leiðina vel Íbúar Grindavíkur sem Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur haft samband við fá að skreppa heim til sín eftir verðmætum í dag. Tvær leiðir eru aðgengilegar eftir því hvar í bænum fólkið býr. 15. nóvember 2023 09:00 500 skjálftar frá miðnætti en allir í minni kantinum Um 500 skjálftar hafa riðið yfir á Reykjanesi frá miðnætti en flestir í minni kantinum. Stærsti skjálftinn náði ekki þremur stigum. 15. nóvember 2023 07:00 Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira
Bíða þess að komast inn til að vökva og sækja erfðabreyttar plöntur Teymi frá ORF líftæknifyrirtæki vonast til þess að geta sótt verðmætar erfðabreyttar plöntur í gróðurhús þeirra í Grindavík í dag. Einnig þarf að fylla á vökvakerfið en það var gert síðasta á sunnudag. Miklar skemmdir voru þá á gróðurhúsinu sem er beint fyrir ofan sprungusvæðið. 15. nóvember 2023 10:35
Grindvíkingar sem fá að skreppa heim þurfa að kynna sér leiðina vel Íbúar Grindavíkur sem Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur haft samband við fá að skreppa heim til sín eftir verðmætum í dag. Tvær leiðir eru aðgengilegar eftir því hvar í bænum fólkið býr. 15. nóvember 2023 09:00
500 skjálftar frá miðnætti en allir í minni kantinum Um 500 skjálftar hafa riðið yfir á Reykjanesi frá miðnætti en flestir í minni kantinum. Stærsti skjálftinn náði ekki þremur stigum. 15. nóvember 2023 07:00