Gamla fjárréttin í Ólafsvík hefur verið endurhlaðin Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. nóvember 2023 21:03 Guðrún Tryggvadóttir í gömlu réttinni í Ólafsvík, sem er nú búið að endurhlaða undir hennar röggsömu stjórn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðrún Tryggvadóttir í Ólafsvík lætur ekki deigan síga þegar kemur að endurhleðslu fjárréttanna á staðnum því hún hefur stýrt þar átaksverkefni við að gera réttina upp með því að endurhlaða hana úr grjóti. Guðrún hvetur bæjarbúa að taka að sér einn og einn dilk í réttinni til að sjá um þannig að sómi verði af. Það er Guðrún, sem á heiðurinn af verkinu, sem var átaksverkefni í að endurreisa Ólafsvíkurrétt. Hún hefur reyndar haft góðan hóp fólks með sér en Ari Jóhannesson hleðslumaður frá Hafnarfirði hefur séð um hleðsluna og verið með hleðslumenn sér til aðstoðar. Guðrún var líka lengi í stjórn Skógræktarfélagsins í Ólafsvík, sem byrjaði að planta í Krókabrekku þar sem réttin stendur í kringum 1970. „Við vorum bara að byggja upp fornarétt, sem var hérna fyrir, sem að var lögð af um 1960. Ástandið á henni var bara orðið þannig að hún var orðin uppgróin og þetta virtist vera grjóthrúga og svolítið mikið fyrir okkur,” segir Guðrún. Guðrún tók þá til sinna mála, sótt um allskonar leyfi fyrir endurbyggingu réttanna og þau fengust öll og þá var hafist handa. 21 dilkur er í réttinni. „Ég hef verið að rembast eins og rjúpa við staurinn að fá fjármagn í þetta. Ég hefði aldrei farið út í þetta ef ég hefði vitað hvaða tíma þetta tók og hvað þetta hefði kostað,” segir Guðrún hlæjandi. Mikill sómi er af „nýju“ réttunum, sem heimamenn eru mjög stoltir af.Magnús Hlynur Hreiðarsson En eitthvað vitað hvað margir steinar hafa farið í þetta? „Nei, það er bara gestaþrautin. Þetta er frá náttúrunnar hendi, það þarf lítið að gera þar, þannig að við urðum að punta upp á það með þessu,” segir Guðrún og bætir strax við. „Nú vil ég bara að þetta verði notað, þetta er til dæmis upplagt að grilla hér, engin eldhætta og annað því um líkt af þessu og hægt að gera hér, sem að fólki hugnast. Það er reyndar frá gamalli tíð þá héldu ungu strákarnir hérna tónleika í gamla daga. Ég ætla líka að vona að bæjarbúar bjóðist til að taka að sér einn og einn dilk og halda honum við þannig að þetta verði til sóma í framtíðinni,” segir Guðrún Tryggvadóttir, dugnaðarforkur í Ólafsvík. Snæfellsbær Réttir Landbúnaður Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Þrír frambjóðendur detta út Bein útsending: Landskjörstjórn tilkynnir um gild framboð Sjá meira
Það er Guðrún, sem á heiðurinn af verkinu, sem var átaksverkefni í að endurreisa Ólafsvíkurrétt. Hún hefur reyndar haft góðan hóp fólks með sér en Ari Jóhannesson hleðslumaður frá Hafnarfirði hefur séð um hleðsluna og verið með hleðslumenn sér til aðstoðar. Guðrún var líka lengi í stjórn Skógræktarfélagsins í Ólafsvík, sem byrjaði að planta í Krókabrekku þar sem réttin stendur í kringum 1970. „Við vorum bara að byggja upp fornarétt, sem var hérna fyrir, sem að var lögð af um 1960. Ástandið á henni var bara orðið þannig að hún var orðin uppgróin og þetta virtist vera grjóthrúga og svolítið mikið fyrir okkur,” segir Guðrún. Guðrún tók þá til sinna mála, sótt um allskonar leyfi fyrir endurbyggingu réttanna og þau fengust öll og þá var hafist handa. 21 dilkur er í réttinni. „Ég hef verið að rembast eins og rjúpa við staurinn að fá fjármagn í þetta. Ég hefði aldrei farið út í þetta ef ég hefði vitað hvaða tíma þetta tók og hvað þetta hefði kostað,” segir Guðrún hlæjandi. Mikill sómi er af „nýju“ réttunum, sem heimamenn eru mjög stoltir af.Magnús Hlynur Hreiðarsson En eitthvað vitað hvað margir steinar hafa farið í þetta? „Nei, það er bara gestaþrautin. Þetta er frá náttúrunnar hendi, það þarf lítið að gera þar, þannig að við urðum að punta upp á það með þessu,” segir Guðrún og bætir strax við. „Nú vil ég bara að þetta verði notað, þetta er til dæmis upplagt að grilla hér, engin eldhætta og annað því um líkt af þessu og hægt að gera hér, sem að fólki hugnast. Það er reyndar frá gamalli tíð þá héldu ungu strákarnir hérna tónleika í gamla daga. Ég ætla líka að vona að bæjarbúar bjóðist til að taka að sér einn og einn dilk og halda honum við þannig að þetta verði til sóma í framtíðinni,” segir Guðrún Tryggvadóttir, dugnaðarforkur í Ólafsvík.
Snæfellsbær Réttir Landbúnaður Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Þrír frambjóðendur detta út Bein útsending: Landskjörstjórn tilkynnir um gild framboð Sjá meira