Hvenær eiga stjórnvöld að vera afskiptalítil og hvenær ekki? Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar 16. nóvember 2023 08:00 Afi minn og amma voru af þeirra kynslóð sem tók öllu af æðruleysi – jafnvel alvarlegu veikindum og örkumlun. Velferðarkerfið var ekki til í þeirri mynd sem við þekkjum það í dag og lífsbaráttan var hörð, eins og hún er enn fyrir marga þjóðfélagshópa. Fyrir rúmum 20 árum tók ég viðtal við afa minn, Svein Samúelsson, en kona hans, móðuramma mín og nafna, Unnur Hrefna Guðmundsdóttir, tók mænusótt þegar skæður mænusóttarfaraldur gekk í Reykjavik 1955-6 og lamaðist, fyrst upp að hálsi en með stífum æfingum og endurhæfingu tókst henna að fá máttinn í efri hluta líkamans, komast heim og hugsa um börnin sín fjögur. Afi sagði mér að amma hafi ekki verið orðmörg um hlutskipti sitt. ,,Henni hefur ugglaust liðið illa þó að hún hafi ekki haft mörg orð um það. Á þessum árum tíðkast ekki að fólk væri að barma sér. Lífsbaráttan var hörð, fátæktin og kreppan var fólki enn í fersku minni.” Afi sagði mér að samfélagið hefði brugðist allt öðruvísi við veikindum þá en nú og verið frekar afskiptalítið gagnvart þeim. „Það var ekkert nýnæmi að fólk veiktist alvarlega, missti mátt og þrek eða örkumlaðist. Berklar höfðu lengi verið landlægir hér sem og aðrir alvarlegir sjúkdómar. Það hafði hver sinn djöful að draga. Á þessum árum var í raun og veru ekki til neitt sem hét velferðarkerfi og því varð hver og einn að finna út úr því hann myndi bjarga sér í lífinu eftir að hafa misst heilsuna, hvort sem það var vegna mænusóttar, annarra veikinda eða slysa.” Það hefur margt breyst í íslensku samfélagi og flestir Íslendingar eru stoltir af sínu góða heilbrigðis- og velferðarkerfi. Á því sviði, eins og flestum öðrum í okkar samfélagi hafa framfarir verið miklar frá því á sjötta áratug síðustu aldar. Við fylgjumst vel með nýjustu tækni og vísindum og í heilbrigðiskerfinu starfar fjöldi fólks með fjölbreytta menntun að baki sem það hefur aflað sér hérlendis eða erlendis. Við vitum einnig að enn veikist fólk, vissulega misalvarlega eða lendir í slysum sem vega að heilbrigði þess. En íslensk stjórnvöld eru afskiptalítil þegar kemur að nokkrum hópum í samfélaginu, hópum sem ekki hafa tök á að sækja sér þjónustu og hjálp í okkar góða heilbrigðiskerfi almennt sökum fátæktar. Þessir hópar eru t.d. öryrkjar, lágtekjufólk, einstæðir foreldrar, einhleypir og í einhverjum tilvikum heimili ungra fullorðinna. Greiðsluþak, sem vernda á fólk fyrir of háum heilbrigðiskostnaði svo allir geti nýtt sér þjónustuna, er of hátt fyrir þessa hópa, jafnvel þótt einhverjum finnist greiðslueyririnn ekki sérlega hár. Íslensk stjórnvöld vita vel af vandanum en kjósa að standa afskiptalítil hjá. Ég ætla aðeins að nefna hér nokkur dæmi sem eru úr könnuninni Lífskjör og heilbrigiðsþjónusta á Íslandi sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Rúnar Vilhjálmsson prófessor og ÖBÍ réttindasamtök í apríl á þessu ári. Áætluð bein heildarúgjöld heimila öryrkja vegna heilbrigðismála voru rúm 320 þús. kr. árið 2022. Það segir sig sjálft að þegar tekjur eru aðeins um 300 þús á mánuði (ráðstöfunartekjur eftir skatta) eins og hjá öryrkjum og jafnvel fleirum af ofangreindum hópum þá er við ramman reip að draga. Tæp 43% öryrkja frestuðu læknisþjónustu sem þörf var fyrir síðustu 6 mánuðina áður en könnunin var gerð og rúm 26% örykja sótti ekki lyf sem þeim hafði verið ávísað. Nýlega var góðu heilli samið við sérfræðilækna en enn á eftir að semja við sjúkraþjálfara. Ferðir öryrkja til þessara tveggja heilbrigðistétta eru mun fleiri en annarra borgara og kostnaðarinn sem þeir bera sömuleiðis meiri. Því er brýnt að semja við sjúkraþjálfara sem fyrst. Það er ljóst að umtalsverður hópur einstaklinga býr við verulega kostnaðarbyrði vegna heilbrigðisútgjalda og getur ekki nýtt sér okkar góða heilbrigðiskerfi. Við erum fljót að gleyma. Ætla íslensk stjórnvöld virkilega að standa afskiptalítið hjá? En hvað er hægt að gera? Er þetta núverandi kerfi greypt í stein? Langt í frá, ef nokkrir heilar leggja í púkk má áreiðanlega finna gagnlegar lausnir eins og t.d. tekjutengd heilbrigðiskort þannig að enginn ætti að vera í þeirra stöðu að þurfa að neita sér um heilbrigðisþjónustu. Þetta hafa nokkrar þjóðir reynt í Evrópu, t.d. Hollendingar. Í tillögu til þingsályktunar sem lögð var fram á 149. löggjafarþingi 2018-2019 um heilbrigðisstefnu til ársins 2030 kemur fram að ,,almenningur á Íslandi skuli búa við örugga og hagkvæma heilbrigðisþjónustu þar sem aðgengi allra landmanna sé tryggt.” Sú er ekki raunin. Afskiptaleysi stjórnvalda í þessum efnum er því ekki boðlegt. Ef einhvern tímann hefur verið þörf fyrir ríkisafskipti þá er það nú! Höfundur er kennari, blaðamaður og öryrki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Félagsmál Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Afi minn og amma voru af þeirra kynslóð sem tók öllu af æðruleysi – jafnvel alvarlegu veikindum og örkumlun. Velferðarkerfið var ekki til í þeirri mynd sem við þekkjum það í dag og lífsbaráttan var hörð, eins og hún er enn fyrir marga þjóðfélagshópa. Fyrir rúmum 20 árum tók ég viðtal við afa minn, Svein Samúelsson, en kona hans, móðuramma mín og nafna, Unnur Hrefna Guðmundsdóttir, tók mænusótt þegar skæður mænusóttarfaraldur gekk í Reykjavik 1955-6 og lamaðist, fyrst upp að hálsi en með stífum æfingum og endurhæfingu tókst henna að fá máttinn í efri hluta líkamans, komast heim og hugsa um börnin sín fjögur. Afi sagði mér að amma hafi ekki verið orðmörg um hlutskipti sitt. ,,Henni hefur ugglaust liðið illa þó að hún hafi ekki haft mörg orð um það. Á þessum árum tíðkast ekki að fólk væri að barma sér. Lífsbaráttan var hörð, fátæktin og kreppan var fólki enn í fersku minni.” Afi sagði mér að samfélagið hefði brugðist allt öðruvísi við veikindum þá en nú og verið frekar afskiptalítið gagnvart þeim. „Það var ekkert nýnæmi að fólk veiktist alvarlega, missti mátt og þrek eða örkumlaðist. Berklar höfðu lengi verið landlægir hér sem og aðrir alvarlegir sjúkdómar. Það hafði hver sinn djöful að draga. Á þessum árum var í raun og veru ekki til neitt sem hét velferðarkerfi og því varð hver og einn að finna út úr því hann myndi bjarga sér í lífinu eftir að hafa misst heilsuna, hvort sem það var vegna mænusóttar, annarra veikinda eða slysa.” Það hefur margt breyst í íslensku samfélagi og flestir Íslendingar eru stoltir af sínu góða heilbrigðis- og velferðarkerfi. Á því sviði, eins og flestum öðrum í okkar samfélagi hafa framfarir verið miklar frá því á sjötta áratug síðustu aldar. Við fylgjumst vel með nýjustu tækni og vísindum og í heilbrigðiskerfinu starfar fjöldi fólks með fjölbreytta menntun að baki sem það hefur aflað sér hérlendis eða erlendis. Við vitum einnig að enn veikist fólk, vissulega misalvarlega eða lendir í slysum sem vega að heilbrigði þess. En íslensk stjórnvöld eru afskiptalítil þegar kemur að nokkrum hópum í samfélaginu, hópum sem ekki hafa tök á að sækja sér þjónustu og hjálp í okkar góða heilbrigðiskerfi almennt sökum fátæktar. Þessir hópar eru t.d. öryrkjar, lágtekjufólk, einstæðir foreldrar, einhleypir og í einhverjum tilvikum heimili ungra fullorðinna. Greiðsluþak, sem vernda á fólk fyrir of háum heilbrigðiskostnaði svo allir geti nýtt sér þjónustuna, er of hátt fyrir þessa hópa, jafnvel þótt einhverjum finnist greiðslueyririnn ekki sérlega hár. Íslensk stjórnvöld vita vel af vandanum en kjósa að standa afskiptalítil hjá. Ég ætla aðeins að nefna hér nokkur dæmi sem eru úr könnuninni Lífskjör og heilbrigiðsþjónusta á Íslandi sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Rúnar Vilhjálmsson prófessor og ÖBÍ réttindasamtök í apríl á þessu ári. Áætluð bein heildarúgjöld heimila öryrkja vegna heilbrigðismála voru rúm 320 þús. kr. árið 2022. Það segir sig sjálft að þegar tekjur eru aðeins um 300 þús á mánuði (ráðstöfunartekjur eftir skatta) eins og hjá öryrkjum og jafnvel fleirum af ofangreindum hópum þá er við ramman reip að draga. Tæp 43% öryrkja frestuðu læknisþjónustu sem þörf var fyrir síðustu 6 mánuðina áður en könnunin var gerð og rúm 26% örykja sótti ekki lyf sem þeim hafði verið ávísað. Nýlega var góðu heilli samið við sérfræðilækna en enn á eftir að semja við sjúkraþjálfara. Ferðir öryrkja til þessara tveggja heilbrigðistétta eru mun fleiri en annarra borgara og kostnaðarinn sem þeir bera sömuleiðis meiri. Því er brýnt að semja við sjúkraþjálfara sem fyrst. Það er ljóst að umtalsverður hópur einstaklinga býr við verulega kostnaðarbyrði vegna heilbrigðisútgjalda og getur ekki nýtt sér okkar góða heilbrigðiskerfi. Við erum fljót að gleyma. Ætla íslensk stjórnvöld virkilega að standa afskiptalítið hjá? En hvað er hægt að gera? Er þetta núverandi kerfi greypt í stein? Langt í frá, ef nokkrir heilar leggja í púkk má áreiðanlega finna gagnlegar lausnir eins og t.d. tekjutengd heilbrigðiskort þannig að enginn ætti að vera í þeirra stöðu að þurfa að neita sér um heilbrigðisþjónustu. Þetta hafa nokkrar þjóðir reynt í Evrópu, t.d. Hollendingar. Í tillögu til þingsályktunar sem lögð var fram á 149. löggjafarþingi 2018-2019 um heilbrigðisstefnu til ársins 2030 kemur fram að ,,almenningur á Íslandi skuli búa við örugga og hagkvæma heilbrigðisþjónustu þar sem aðgengi allra landmanna sé tryggt.” Sú er ekki raunin. Afskiptaleysi stjórnvalda í þessum efnum er því ekki boðlegt. Ef einhvern tímann hefur verið þörf fyrir ríkisafskipti þá er það nú! Höfundur er kennari, blaðamaður og öryrki.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun