Bæjarlistamaður = jólaskraut Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar 16. nóvember 2023 09:45 Árið er 2023 og Ísafjarðarbær tilkynnir að ekkert verði af útnefningu bæjarlistamanns Ísafjarðar í ár. Ástæðan er að Mugison sem var valinn af bæjarbúum í 1. sæti yfir þá listamenn sem ættu þennan heiður skilið afþakkar. Engum sögum fer af því hvaða aðrir listamenn hafi verið á vallistanum. Við fáum að vita að ákveðið hafi verið að verja þeim 200.000 krónum sem fylgja heiðrinum til frekari jólaskreytinga í bæjarfélaginu. Það segir allt sem segja þarf um hversu litlir peningar fylgja heiðrinum. Jólaskrautsgjörningurinn er í fullkominni mótsögn við annars vel skrifaða menningarstefnu Ísafjarðarbæjar. Þar segir m.a. „Mikilvægt er að Ísafjarðarbær haldi sínum sessi sem menningarbær. Það gefur sveitarfélaginu jákvæða ímynd og getur haft veruleg áhrif á val einstaklinga um búsetu sem og líðan þeirra sem hér búa. Öflugt menningarstarf hefur einnig jákvæð áhrif á atvinnulíf og eru tónlistar- og leiklistarhátíðir, sem hér eru haldnar, gott dæmi um það. Í Ísafjarðarbæ er fjölmenningarlegt samfélag og ber að endurspegla það í menningarstarfsemi bæjarins.“ Spurningar sem vakna Hér staldrar maður við að þá staðreynd að hátíðum er hampað fyrir jákvæð áhrif á atvinnulíf. Umræddur listamaður, sem hafnaði styrknum, átti frumkvæði ásamt föður sínum að því að koma á laggirnar tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður, sem engum dylst að hefur gríðarlegt aðdráttarafl fyrir Ísafjarðarbæ. Hátíðin hefur aukið viðskipti fjölda fyrirtækja margfalt í bæjarfélaginu um hverja páska sl. 20 ár. Hvarflaði ekki að þeim sem réðu ferð að bjóðast til að láta peninginn renna til þeirrar hátíðar? Hvarflaði heldur ekki að þeim að skoða hvort veita mætti þeim sem var í öðru sæti á lista bæjarbúaa heiðurinn og peninginn? Hvarflaði alls ekki að þeim að endurskoða fyrirkomulagið og ákveða fyrst að þetta gekk ekki sem skyldi í ár þá mætti skoða að tvöfalda eða margfalda upphæðina á næsta ári og til framtíðar svo peningurinn geti leitt til frekari listsköpunar og bætts starfsumhverfis viðkomandi listamanns? Þekking ≠ fagmennska Rannsóknir hafa sýnt að menning og skapandi greinar eru ört vaxandi atvinnuvegur og í kringum hann skapast tækifæri til margvíslegrar nýsköpunar. Í nýlegri samantekt um stöðu skapandi greina á Íslandi sem birtist í skýrslu sem nefnist Sköpunarkrafturinn – orkugjafi 21. aldar kemur fram að efnahagslegur vöxtur menningar og skapandi greina eru miklu hraðari á Íslandi en í t.d. í Ástralíu og Bretlandi. Í menningarstefnu Ísafjarðarbæjar kemur fram góður skilningur á þessari þekkingu. Bærinn vill styðja við faglegt umhverfi lista með því að styrkja aðstöðu listamanna og skapandi framleiðenda. Menning, listir og skapandi greinar eiga að verða stærri hluti af atvinnulífi Ísafjarðarbæjar. Allt hljómar þetta eins og fólk sé mjög upplýst um tækifærin sem felast menningu og skapandi greinum. Hér verður hins vegar ekki betur séð en að stjórnsýsla bregðist í framkvæmd eigin stefnu. Stefnumótun þarf að fylgja metnaður og vilja til að ná markmiðum. Það þýðir ekki að slá slöku við og ákveða að bæjarlistamaðurinn sé á pari við jólaskraut þegar búið er ákveða að það sé hluti af stefnu að veita árlega slíka viðurkenningu. Afhjúpandi myndhverfing Tilkynningin sem Ísafjarðarbær sendi frá sér dregur fram tvennt. Annars vegar er peningaupphæðin svo lág að hún öskrar á endurskoðun. Hins vegar gæti myndhverfingin um að bæjarlistamaðurinn sé sama sem jólaskraut ekki verið meira afhjúpandi. Afhjúpandi um að ennþá leynist sá hugsunarháttur víða í samfélaginu um að menningin sé til skrauts á tyllidögum. Ef maður ætlar að sjá jákvæðu hliðarnar á þessu þá getur Mugison hugsanlega bætt afkomu sína með því að framleiða mugi-jólakúlur árlega og selt á tónleikum á aðventunni. Ef við sem samfélag ætlum hins vegar að taka okkur alvarlega þá hljótum við að gera kröfur um faglegri vinnubrögð á þessu sviði sérstaklega þegar opinberir aðilar eiga í hlut. Höfundur er fagstjóri skapandi greina við Háskólann á Bifröst og kvikmyndagerðarkona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísafjarðarbær Menning Mest lesið Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019 Heimir Örn Árnason skrifar Sjá meira
Árið er 2023 og Ísafjarðarbær tilkynnir að ekkert verði af útnefningu bæjarlistamanns Ísafjarðar í ár. Ástæðan er að Mugison sem var valinn af bæjarbúum í 1. sæti yfir þá listamenn sem ættu þennan heiður skilið afþakkar. Engum sögum fer af því hvaða aðrir listamenn hafi verið á vallistanum. Við fáum að vita að ákveðið hafi verið að verja þeim 200.000 krónum sem fylgja heiðrinum til frekari jólaskreytinga í bæjarfélaginu. Það segir allt sem segja þarf um hversu litlir peningar fylgja heiðrinum. Jólaskrautsgjörningurinn er í fullkominni mótsögn við annars vel skrifaða menningarstefnu Ísafjarðarbæjar. Þar segir m.a. „Mikilvægt er að Ísafjarðarbær haldi sínum sessi sem menningarbær. Það gefur sveitarfélaginu jákvæða ímynd og getur haft veruleg áhrif á val einstaklinga um búsetu sem og líðan þeirra sem hér búa. Öflugt menningarstarf hefur einnig jákvæð áhrif á atvinnulíf og eru tónlistar- og leiklistarhátíðir, sem hér eru haldnar, gott dæmi um það. Í Ísafjarðarbæ er fjölmenningarlegt samfélag og ber að endurspegla það í menningarstarfsemi bæjarins.“ Spurningar sem vakna Hér staldrar maður við að þá staðreynd að hátíðum er hampað fyrir jákvæð áhrif á atvinnulíf. Umræddur listamaður, sem hafnaði styrknum, átti frumkvæði ásamt föður sínum að því að koma á laggirnar tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður, sem engum dylst að hefur gríðarlegt aðdráttarafl fyrir Ísafjarðarbæ. Hátíðin hefur aukið viðskipti fjölda fyrirtækja margfalt í bæjarfélaginu um hverja páska sl. 20 ár. Hvarflaði ekki að þeim sem réðu ferð að bjóðast til að láta peninginn renna til þeirrar hátíðar? Hvarflaði heldur ekki að þeim að skoða hvort veita mætti þeim sem var í öðru sæti á lista bæjarbúaa heiðurinn og peninginn? Hvarflaði alls ekki að þeim að endurskoða fyrirkomulagið og ákveða fyrst að þetta gekk ekki sem skyldi í ár þá mætti skoða að tvöfalda eða margfalda upphæðina á næsta ári og til framtíðar svo peningurinn geti leitt til frekari listsköpunar og bætts starfsumhverfis viðkomandi listamanns? Þekking ≠ fagmennska Rannsóknir hafa sýnt að menning og skapandi greinar eru ört vaxandi atvinnuvegur og í kringum hann skapast tækifæri til margvíslegrar nýsköpunar. Í nýlegri samantekt um stöðu skapandi greina á Íslandi sem birtist í skýrslu sem nefnist Sköpunarkrafturinn – orkugjafi 21. aldar kemur fram að efnahagslegur vöxtur menningar og skapandi greina eru miklu hraðari á Íslandi en í t.d. í Ástralíu og Bretlandi. Í menningarstefnu Ísafjarðarbæjar kemur fram góður skilningur á þessari þekkingu. Bærinn vill styðja við faglegt umhverfi lista með því að styrkja aðstöðu listamanna og skapandi framleiðenda. Menning, listir og skapandi greinar eiga að verða stærri hluti af atvinnulífi Ísafjarðarbæjar. Allt hljómar þetta eins og fólk sé mjög upplýst um tækifærin sem felast menningu og skapandi greinum. Hér verður hins vegar ekki betur séð en að stjórnsýsla bregðist í framkvæmd eigin stefnu. Stefnumótun þarf að fylgja metnaður og vilja til að ná markmiðum. Það þýðir ekki að slá slöku við og ákveða að bæjarlistamaðurinn sé á pari við jólaskraut þegar búið er ákveða að það sé hluti af stefnu að veita árlega slíka viðurkenningu. Afhjúpandi myndhverfing Tilkynningin sem Ísafjarðarbær sendi frá sér dregur fram tvennt. Annars vegar er peningaupphæðin svo lág að hún öskrar á endurskoðun. Hins vegar gæti myndhverfingin um að bæjarlistamaðurinn sé sama sem jólaskraut ekki verið meira afhjúpandi. Afhjúpandi um að ennþá leynist sá hugsunarháttur víða í samfélaginu um að menningin sé til skrauts á tyllidögum. Ef maður ætlar að sjá jákvæðu hliðarnar á þessu þá getur Mugison hugsanlega bætt afkomu sína með því að framleiða mugi-jólakúlur árlega og selt á tónleikum á aðventunni. Ef við sem samfélag ætlum hins vegar að taka okkur alvarlega þá hljótum við að gera kröfur um faglegri vinnubrögð á þessu sviði sérstaklega þegar opinberir aðilar eiga í hlut. Höfundur er fagstjóri skapandi greina við Háskólann á Bifröst og kvikmyndagerðarkona.
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun