Mótmæla við Útlendingvastofnun vegna brottflutnings Venesúelabúa Lovísa Arnardóttir skrifar 17. nóvember 2023 11:00 Mikill fjöldi fólks hefur flúið bágar aðstæður í Venesúela síðustu ár og komið til Íslands. Á þessu ári hafa í það minnsta rúmlega 1.300 manns komið til landsins frá Venesúela. Vísir/Vilhelm Töluverður fjöldi fólks mótmælir nú fyrir utan skrifstofu Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði vegna fjöldaflutnings Venesúelabúa í vikunni. Flogið var með alls 180 einstaklinga, þar af 25 börn, til Venesúela í beinu flugi frá Íslandi í vikunni. Fólkið var allt umsækjendur um alþjóðlega vernd en hafði annaðhvort fengið synjun eða dregið sína umsókn til baka. Eftir að fólkið kom til landsins greindi margt þeirra frá því að hafa verið yfirheyrt og komið fyrir í úrræði. Þau dvelji sex saman og fái ekki að yfirgefa úrræðið. Dómsmálaráðuneytið sagði í tilkynningu í gær að ráðuneytið væri með málið til skoðunar. Í tilkynningu á vef dómsmálaráðuneytisins sagði í gær að Útlendingastofnun og embætti ríkislögreglustjóra, í samvinnu við Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu (Frontex), hafi í gær aðstoðað 180 venesúelska ríkisborgara við að snúa aftur heim til Venesúela „í sjálfviljugri heimför“ en í henni felst, meðal annars, að að fólk er styrkt til fararinnar og greitt fyrir flugfar. Mikill fjöldi fólks er nú við Útlendingastofnun til að mótmæla aðgerðum dómsmálaráðuneytisins og brottflutningi Venesúelabúa frá Íslandi. Vísir/Vilhelm „Flugið gekk vel og farþegarnir gengu heilu og höldnu frá borði og inn í flugstöð á miðvikudagskvöld að íslenskum tíma. Þar skildu leiðir Venesúelabúanna og starfsfólksins frá Frontex og Íslandi. Síðar bárust þær fregnir frá einstaklingum innan hópsins að fólkið hafi ekki fengið að fara frjálst ferða sinna. Fólkið safnaðist saman við skrifstofu Útlendingastofnunar í morgun til að mótmæla.Vísir/Vilhelm Íslensk stjórnvöld og Frontex vinna nú að því að afla nánari upplýsinga um fólkið og stöðu þeirra og verða veittar nánari upplýsingar um leið og hægt er,“ sagði enn fremur í tilkynningunni. Fleiri myndir af mótmælunum má sjá hér að neðan. Um friðsamleg mótmæli er að ræða. Vísir/Vilhelm Fólk ræðir málin þó af nokkrum hita. Vísir/Vilhelm Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Venesúela Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Tengdar fréttir Óttast um afdrif bróður síns í Venesúela Ungur Venesúelamaður segist dauðhræddur um hálfbróður sinn, sem er einn af 180 Venesúelamönnum sem sneru aftur til landsins í gær. Frásagnir af fjandsamlegum móttökum við heimkomuna hafa skotið fólki skelk í bringu. 16. nóvember 2023 22:07 Kanna hvort vegabréf og peningar hafi verið haldlögð Íslensk stjórnvöld og Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu vinna að því að kanna afdrif 180 Venesúelamanna sem synjað var um alþjóðlega vernd hér á landi. Fólkinu var flogið í beinu leiguflugi til Venesúela í gær. Talið er að fólkið sé í haldi lögreglu í Venesúela. Vegabréf þess hafi verið handlögð. 16. nóvember 2023 15:20 Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Rannsókninni miðar vel áfram Innlent Fleiri fréttir Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Sjá meira
Flogið var með alls 180 einstaklinga, þar af 25 börn, til Venesúela í beinu flugi frá Íslandi í vikunni. Fólkið var allt umsækjendur um alþjóðlega vernd en hafði annaðhvort fengið synjun eða dregið sína umsókn til baka. Eftir að fólkið kom til landsins greindi margt þeirra frá því að hafa verið yfirheyrt og komið fyrir í úrræði. Þau dvelji sex saman og fái ekki að yfirgefa úrræðið. Dómsmálaráðuneytið sagði í tilkynningu í gær að ráðuneytið væri með málið til skoðunar. Í tilkynningu á vef dómsmálaráðuneytisins sagði í gær að Útlendingastofnun og embætti ríkislögreglustjóra, í samvinnu við Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu (Frontex), hafi í gær aðstoðað 180 venesúelska ríkisborgara við að snúa aftur heim til Venesúela „í sjálfviljugri heimför“ en í henni felst, meðal annars, að að fólk er styrkt til fararinnar og greitt fyrir flugfar. Mikill fjöldi fólks er nú við Útlendingastofnun til að mótmæla aðgerðum dómsmálaráðuneytisins og brottflutningi Venesúelabúa frá Íslandi. Vísir/Vilhelm „Flugið gekk vel og farþegarnir gengu heilu og höldnu frá borði og inn í flugstöð á miðvikudagskvöld að íslenskum tíma. Þar skildu leiðir Venesúelabúanna og starfsfólksins frá Frontex og Íslandi. Síðar bárust þær fregnir frá einstaklingum innan hópsins að fólkið hafi ekki fengið að fara frjálst ferða sinna. Fólkið safnaðist saman við skrifstofu Útlendingastofnunar í morgun til að mótmæla.Vísir/Vilhelm Íslensk stjórnvöld og Frontex vinna nú að því að afla nánari upplýsinga um fólkið og stöðu þeirra og verða veittar nánari upplýsingar um leið og hægt er,“ sagði enn fremur í tilkynningunni. Fleiri myndir af mótmælunum má sjá hér að neðan. Um friðsamleg mótmæli er að ræða. Vísir/Vilhelm Fólk ræðir málin þó af nokkrum hita. Vísir/Vilhelm
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Venesúela Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Tengdar fréttir Óttast um afdrif bróður síns í Venesúela Ungur Venesúelamaður segist dauðhræddur um hálfbróður sinn, sem er einn af 180 Venesúelamönnum sem sneru aftur til landsins í gær. Frásagnir af fjandsamlegum móttökum við heimkomuna hafa skotið fólki skelk í bringu. 16. nóvember 2023 22:07 Kanna hvort vegabréf og peningar hafi verið haldlögð Íslensk stjórnvöld og Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu vinna að því að kanna afdrif 180 Venesúelamanna sem synjað var um alþjóðlega vernd hér á landi. Fólkinu var flogið í beinu leiguflugi til Venesúela í gær. Talið er að fólkið sé í haldi lögreglu í Venesúela. Vegabréf þess hafi verið handlögð. 16. nóvember 2023 15:20 Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Rannsókninni miðar vel áfram Innlent Fleiri fréttir Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Sjá meira
Óttast um afdrif bróður síns í Venesúela Ungur Venesúelamaður segist dauðhræddur um hálfbróður sinn, sem er einn af 180 Venesúelamönnum sem sneru aftur til landsins í gær. Frásagnir af fjandsamlegum móttökum við heimkomuna hafa skotið fólki skelk í bringu. 16. nóvember 2023 22:07
Kanna hvort vegabréf og peningar hafi verið haldlögð Íslensk stjórnvöld og Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu vinna að því að kanna afdrif 180 Venesúelamanna sem synjað var um alþjóðlega vernd hér á landi. Fólkinu var flogið í beinu leiguflugi til Venesúela í gær. Talið er að fólkið sé í haldi lögreglu í Venesúela. Vegabréf þess hafi verið handlögð. 16. nóvember 2023 15:20