Sigurbergur í Fjarðarkaupum látinn Jakob Bjarnar skrifar 17. nóvember 2023 11:56 Sigurbergur Sveinsson andaðist 90 ára að aldri. Hann var Hafnfirðingur í húð og hár og lét til sín taka í bæjarfélaginu. aðsend/vísir/vilhelm Sigurbergur Sveinsson kaupmaður, sem lengstum var kenndur við Fjarðarkaup í Hafnarfirði, lést á Landspítalanum Háskólasjúkrahúsi 12. nóvember síðastliðinn, 90 ára að aldri. Sigurbergur var áberandi í Hafnarfirði í sinni tíð, hann hafði mikinn áhuga á íþróttum; hann var einn af stofnendum Golfklúbbsins Keilis og mikill stuðningsmaður Knattspyrnufélagsins Hauka. Þá lét hann borðtennis, stundaði stangaveiði og var góður skákmaður. Hann var félagi í Kiwanisklúbbnum Eldborg í Hafnarfirði og studdi Skógræktarfélag Hafnarfjarðar og fleiri félög í heimabyggð sinni. Þá kemur fram í tilkynningu frá ættingjum að hann hafi verið mikill áhugamaður um varðveislu kirkjunnar í Selárdal. „Sigurbergur hafði mikla ánægju af lestri góðra bóka og var fróðleiksfús enda fjölfróður og minnugur.“ Sigurbergur var borinn og barnfæddur Hafnfirðingur, fæddist þar 15. apríl 1933, sonur Sveins Þorbergssonar og Jónínu Bjargar Guðlaugsdóttur. Frá 6 ára til 15 ára aldurs ólst hann upp að Húsum í Selárdal hjá hjónunum Ólafi Waage og Ingibjörgu Þórðardóttur. Hann lauk landsprófi frá Flensborgarskóla 1952, stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1955 og útskrifaðist viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands 1962. „Árið 1955 hóf Sigurbergur störf hjá Slökkviliði Keflavíkurflugvallar og var aðstoðarslökkviliðsstjóri árið 1968 þegar hann hætti. Hann rak eigið bókhaldsfyrirtæki þar til hann stofnaði verslunina Fjarðarkaup ásamt eiginkonu sinni Ingibjörgu Gísladóttur og hjónunum Bjarna Blomsterberg og Valgerði Jónsdóttur árið 1973. Sigurbergur og Ingibjörg tóku alfarið við rekstrinum árið 1993 ásamt fjölskyldu sinni,“ segir í tilkynningu. Eins og áður segir var eiginkona Sigurbergs Ingibjörg Gísladóttir, þau kynntust árið 1952 en hún lést árið 2009. Börn þeirra eru Hjördís, Rósa, Sveinn og Gísli, barnabörnin og barnabarnabörnin eru 24 talsins. Eftirlifandi sambýliskona Sigurbers er Kolbrún Svavarsdóttir. Útför Sigurbergs fer fram frá Víðistaðakirkju miðvikudaginn 22. nóvember klukkan 15. Andlát Hafnarfjörður Verslun Matvöruverslun Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Sjá meira
Sigurbergur var áberandi í Hafnarfirði í sinni tíð, hann hafði mikinn áhuga á íþróttum; hann var einn af stofnendum Golfklúbbsins Keilis og mikill stuðningsmaður Knattspyrnufélagsins Hauka. Þá lét hann borðtennis, stundaði stangaveiði og var góður skákmaður. Hann var félagi í Kiwanisklúbbnum Eldborg í Hafnarfirði og studdi Skógræktarfélag Hafnarfjarðar og fleiri félög í heimabyggð sinni. Þá kemur fram í tilkynningu frá ættingjum að hann hafi verið mikill áhugamaður um varðveislu kirkjunnar í Selárdal. „Sigurbergur hafði mikla ánægju af lestri góðra bóka og var fróðleiksfús enda fjölfróður og minnugur.“ Sigurbergur var borinn og barnfæddur Hafnfirðingur, fæddist þar 15. apríl 1933, sonur Sveins Þorbergssonar og Jónínu Bjargar Guðlaugsdóttur. Frá 6 ára til 15 ára aldurs ólst hann upp að Húsum í Selárdal hjá hjónunum Ólafi Waage og Ingibjörgu Þórðardóttur. Hann lauk landsprófi frá Flensborgarskóla 1952, stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1955 og útskrifaðist viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands 1962. „Árið 1955 hóf Sigurbergur störf hjá Slökkviliði Keflavíkurflugvallar og var aðstoðarslökkviliðsstjóri árið 1968 þegar hann hætti. Hann rak eigið bókhaldsfyrirtæki þar til hann stofnaði verslunina Fjarðarkaup ásamt eiginkonu sinni Ingibjörgu Gísladóttur og hjónunum Bjarna Blomsterberg og Valgerði Jónsdóttur árið 1973. Sigurbergur og Ingibjörg tóku alfarið við rekstrinum árið 1993 ásamt fjölskyldu sinni,“ segir í tilkynningu. Eins og áður segir var eiginkona Sigurbergs Ingibjörg Gísladóttir, þau kynntust árið 1952 en hún lést árið 2009. Börn þeirra eru Hjördís, Rósa, Sveinn og Gísli, barnabörnin og barnabarnabörnin eru 24 talsins. Eftirlifandi sambýliskona Sigurbers er Kolbrún Svavarsdóttir. Útför Sigurbergs fer fram frá Víðistaðakirkju miðvikudaginn 22. nóvember klukkan 15.
Andlát Hafnarfjörður Verslun Matvöruverslun Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Sjá meira