Í tilkynningu segir að sen einn af lykilstjórnendum Advania muni hún leiða samstarf innan félagsins til að tryggja að þarfir og ánægja viðskiptavina verði alltaf í forgrunni.
„Anita Brá er sálfræðingur að mennt með sérhæfingu í upplifunar- og þjónustuþróun. Hún starfaði áður við sölu- og þjónustustýringu hjá BIOEFFECT og NOVA. Þar að auki hefur Anita starfað sjálfstætt við ráðgjöf í þjónustuupplifun og innleiðingu þjónustumenningar,“ segir í tilkynningunni.