Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Haukar 89-79 | Stjarnan þurfti ekki að skína skært til að vinna Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke skrifar 18. nóvember 2023 21:00 Stjarnan lagði Hauka. Vísir/Hulda Margrét Stjarnan mætti Haukum í seinni hluta tvíhöfða á milli körfuboltaliða félaganna. Fyrr í dag hafði kvennalið Stjörnunnar unnið góðan sigur og karlaliðið fylgdi á eftir með nokkuð öruggum tíu stiga sigri, 89-79, í áttundu umferð Subway-deildarinnar. Leikurinn fer ekki í neinar sögubækur fyrir skemmtanagildi eða gæðamikinn körfubolta. Stjörnuliðið er með fleiri góða leikmenn heldur en Haukar og sást það frá fyrstu mínútu þó að Haukar hafi náð að halda í við heimamenn fram að lokakafla fyrri hálfleiks. Stjarnan náði að koma muninum upp í níu stig með góðum spretti og skemmst frá því að segja að Haukar náðu aldrei að koma muninum undir níu stigin í seinni hálfleik. Haukar voru ekki með bandarískan leikmann í leikmannahópi sínum þar sem Jalen Moore var látinn fara eftir síðasta leik. Hann samdi við Hamar og lék með Hamri í dag. Haukar bíða eftir leikheimild fyrir Damier Pitts, bakverði sem lék með Grindavík á síðasta tímabili. Sigvaldi Eggertsson var ein af stærstu ástæðunum fyrir því að Stjarnan náði ekki almennilegu andrými fyrr en í seinni hálfleik. Sigvaldi skoraði öll átján stig sín í fyrri hálfleiknum, heimamenn náðu að setja lás á hann í seinni og var þá annað vopn farið úr vopnabúri gestanna. Stjarnan var með átta reynslumikla leikmenn sem allir komu með eitthvað að borðinu á meðan reynslan hjá Haukum er talsvert minni. Daníel Ágúst Halldórsson (2004) var í byrjunarliði Hauka og þeir Hugi Hallgrímsson (2002), Tómas Orri Hjálmarsson (2003) og Hilmir Arnarson (2005) léku allir yfir tíu mínútur í leiknum. Það var einhver doði yfir þessum leik, eins og Stjarnan vissi að liðið myndi vinna leikinn og Haukarnir höfðu ekki almennilega trú á því að þeir gætu unnið. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, sagði í viðtali eftir leik að það væri gott að vinna, en að menn hafi samt verið værukærir. Þriðja tap Hauka staðreynd og liðið situr sem fastast í tíunda sæti deildarinnar. Stjarnan er á toppi deildarinnar ásamt þremur öðrum liðum með fimm sigra og tvö töp. Hverjir stóðu upp úr? Ægir Þór Steinarsson var frábær í leiknum án þess þó að vera eitthvað ofboðslega áberandi. Hann skoraði þrettán stig, klikkaði á einungis einu skoti og tók sjö fráköst. Hann gaf auk þess þrettán stoðsendingar, jafnmargar og allt Haukaliðið, margar hverjar á Kevin Kone sem skoraði 23 stig og var stigahæstur á vellinum. Kone tók einnig tólf fráköst og fimm sinnum var brotið á honum. Hjá Haukum skoraði David Okeke þrettán stig ogt ók ellefu fráköst. Daníel Andri átti flottan leik; skoraði fjórtán stig, hitti úr öllum sex tveggja stiga tilraunum sínum en klikkaði á öllum sex þriggja stiga skottilraununum. Þessi nítján ára bakvörður gaf fimm stoðsendingar og stal tveimur boltum. Eins og kom fram hér að ofan þá var Sigvaldi með átján stig og var hann stigahæstur hjá Haukum. Hvað gekk illa? Það vantaði sýnilega einn leikmann til viðbótar hjá Haukum, eitthvað sóknarvopn til að brjóta upp hlutina. Stjarnan hélt Osku Heinonen í mikilli gæslu allan leikinn og hægt var að loka alveg á Sigvalda í seinni hálfleiknum því ógnin af hinum leikmönnunum var ekki nægilega mikil. David Okeke fékk nokkur fín færi sem hann klikkaði á en einhvern veginn var samt eitthvað lofandi við frammistöðu hans, eins og það vantaði ekki svo mikið upp á svo álíka leikur hjá honum væri stórleikur. Hvað gerist næst? Haukar mæta Tindastól á Króknum næsta fimmtudag og Stjarnan fer austur á Egilsstaði. Mate Dalmay: Það er vandamál sem þarf að kafa dýpra í Maté Dalmay, þjálfari Hauka.Vísir/Anton Brink „Því miður var þetta ekki nógu gott. Fyrstu viðbrögð eru þau að við erum ekki nógu góðir, Stjarnan er betra lið en við,“ sagði Mate Dalmay, þjálfari Hauka, eftir leik. Haukar voru án Bandaríkjamanns í leiknum, Damier Pitts er ekki mættur til liðs við liðið. „Það náttúrulega vantar eitt púsl, við vitum það, en það var samt ekki málið. Okkar skásti maður í dag var örugglega bara Daníel Ágúst sem var að fylla leikstjórnandastöðuna. Þetta var ekki gott, og það er í raun rosalega margt sem er vont í dag sem leikstjórnandi er ekki að fara laga.“ Eins og hvað? „Fráköst, ákvarðanatökur hjá hinum leikmönnunum, hvernig við leysum ekki neitt varnarlega án þess að þurfa að taka leikhlé og tala um það. Þeir [Stjörnumenn] hlaupa einhver kerfi og þeir eru kannski búin að hlaupa þau kannski þrisvar sinnum án þess að það sé komið svar frá okkur. Það er vöntun á því að finna lausnir, Stjarnan er reynslumikið lið og þeir finna sjálfir lausnir á hlutunum inni á vellinum. Mér fannst það vanta hjá okkur, það er vandamál sem þarf að kafa dýpra í. Þeir nýttu sér það mjög vel að sumir okkar eru ungir og litlir.“ Á tímapunkti í öðrum leikhluta var staðan 13-4 í villum talið Haukum í lið. Var lausnin varnarlega að brjóta á Stjörnumönnum? „Nei, en auðvitað ætluðum við að koma út og láta finna fyrir okkur. Við erum ekki þar sem við viljum vera í deildinni. Við vildum koma fastir fyrir út í leikinn. En hvers vegna Stjarnan fær ekki villu... mig minnir að í stöðunni 18-5 hafi ég bent mönnum á Stjörnumenn væru ekki svona prúðir. En við vitum alveg hvernig þetta er, við vitum alveg að Hlynur og Ægir mega pönkast meira heldur en Hilmir eða einhver útlendingur. En það var ekki leikurinn í dag. Það var ekki þar sem leikurinn fór frá okkur, þeir voru bara miklu grimmari í lausum boltum og fráköstum.“ Jalen Moore var látinn fara í liðinni viku. Kom ekki til greina að halda honum á meðan beðið væri eftir heimild fyrir næsta Bandaríkjamanni? „Nei. Ég er miklu ánægðari með liðið í dag heldur en í síðasta leik, þó svo að við höfum þá tapað í tvöfaldri framlengingu. Þú sérð stigadreyfinguna okkar í dag, sóknarleikur var jú ömurlegur í seinni hálfleikur þegar Stjarnan fór að herða á varnarleiknum, en það mun opnast þegar við fáum öðruvísi leikstjórnanda,“ sagði Mate og staðfesti að Damier Pitts verði með liðinu gegn Tindastól í næstu umferð. „Með honum kemur meiri reynsla, vonandi er hann maður sem tekur liðið saman og stýrir mönnum. Hann er búinn að vera atvinnumaður í 10-12 ár og hefur séð þetta allt saman, kann að loka leikjum í lokin. Hann vill vinna, er ekki einbeittur á eigin tölfræði.“ Gerðist eitthvað hjá Sigvalda í seinni hálfleik? Af hverju skoraði hann engin stig? „Þeir spiluðu betri vörn á hann. Nákvæmlega eins og þegar Hákon Hjálmarsson skoraði 25 stig í fyrra á móti Stjörnunni í fyrri hálfleik. Þeir komu svakalega grimmir út í seinni hálfleik og við vorum ekki með nægilega mikil gæði og vopn sóknarlega til að komast nálægt þeim. Við vorum þessum 10-14 stigum á eftir þeim en manni leið eins og munurinn væri tuttugu stig.“ „Nei, ég hef ekki áhyggjur af stöðunni. Ég er mjög spenntur að fá nýjan mann og byggja ofan á það að menn voru að láta finna fyrir sér í dag. 2-5 lítur ekki vel út, þannig að við þurfum að vinna næsta leik og koma okkur í miðjumoð fyrir áramót,“ sagði sá ungverski að lokum. Subway-deild karla Stjarnan Haukar
Stjarnan mætti Haukum í seinni hluta tvíhöfða á milli körfuboltaliða félaganna. Fyrr í dag hafði kvennalið Stjörnunnar unnið góðan sigur og karlaliðið fylgdi á eftir með nokkuð öruggum tíu stiga sigri, 89-79, í áttundu umferð Subway-deildarinnar. Leikurinn fer ekki í neinar sögubækur fyrir skemmtanagildi eða gæðamikinn körfubolta. Stjörnuliðið er með fleiri góða leikmenn heldur en Haukar og sást það frá fyrstu mínútu þó að Haukar hafi náð að halda í við heimamenn fram að lokakafla fyrri hálfleiks. Stjarnan náði að koma muninum upp í níu stig með góðum spretti og skemmst frá því að segja að Haukar náðu aldrei að koma muninum undir níu stigin í seinni hálfleik. Haukar voru ekki með bandarískan leikmann í leikmannahópi sínum þar sem Jalen Moore var látinn fara eftir síðasta leik. Hann samdi við Hamar og lék með Hamri í dag. Haukar bíða eftir leikheimild fyrir Damier Pitts, bakverði sem lék með Grindavík á síðasta tímabili. Sigvaldi Eggertsson var ein af stærstu ástæðunum fyrir því að Stjarnan náði ekki almennilegu andrými fyrr en í seinni hálfleik. Sigvaldi skoraði öll átján stig sín í fyrri hálfleiknum, heimamenn náðu að setja lás á hann í seinni og var þá annað vopn farið úr vopnabúri gestanna. Stjarnan var með átta reynslumikla leikmenn sem allir komu með eitthvað að borðinu á meðan reynslan hjá Haukum er talsvert minni. Daníel Ágúst Halldórsson (2004) var í byrjunarliði Hauka og þeir Hugi Hallgrímsson (2002), Tómas Orri Hjálmarsson (2003) og Hilmir Arnarson (2005) léku allir yfir tíu mínútur í leiknum. Það var einhver doði yfir þessum leik, eins og Stjarnan vissi að liðið myndi vinna leikinn og Haukarnir höfðu ekki almennilega trú á því að þeir gætu unnið. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, sagði í viðtali eftir leik að það væri gott að vinna, en að menn hafi samt verið værukærir. Þriðja tap Hauka staðreynd og liðið situr sem fastast í tíunda sæti deildarinnar. Stjarnan er á toppi deildarinnar ásamt þremur öðrum liðum með fimm sigra og tvö töp. Hverjir stóðu upp úr? Ægir Þór Steinarsson var frábær í leiknum án þess þó að vera eitthvað ofboðslega áberandi. Hann skoraði þrettán stig, klikkaði á einungis einu skoti og tók sjö fráköst. Hann gaf auk þess þrettán stoðsendingar, jafnmargar og allt Haukaliðið, margar hverjar á Kevin Kone sem skoraði 23 stig og var stigahæstur á vellinum. Kone tók einnig tólf fráköst og fimm sinnum var brotið á honum. Hjá Haukum skoraði David Okeke þrettán stig ogt ók ellefu fráköst. Daníel Andri átti flottan leik; skoraði fjórtán stig, hitti úr öllum sex tveggja stiga tilraunum sínum en klikkaði á öllum sex þriggja stiga skottilraununum. Þessi nítján ára bakvörður gaf fimm stoðsendingar og stal tveimur boltum. Eins og kom fram hér að ofan þá var Sigvaldi með átján stig og var hann stigahæstur hjá Haukum. Hvað gekk illa? Það vantaði sýnilega einn leikmann til viðbótar hjá Haukum, eitthvað sóknarvopn til að brjóta upp hlutina. Stjarnan hélt Osku Heinonen í mikilli gæslu allan leikinn og hægt var að loka alveg á Sigvalda í seinni hálfleiknum því ógnin af hinum leikmönnunum var ekki nægilega mikil. David Okeke fékk nokkur fín færi sem hann klikkaði á en einhvern veginn var samt eitthvað lofandi við frammistöðu hans, eins og það vantaði ekki svo mikið upp á svo álíka leikur hjá honum væri stórleikur. Hvað gerist næst? Haukar mæta Tindastól á Króknum næsta fimmtudag og Stjarnan fer austur á Egilsstaði. Mate Dalmay: Það er vandamál sem þarf að kafa dýpra í Maté Dalmay, þjálfari Hauka.Vísir/Anton Brink „Því miður var þetta ekki nógu gott. Fyrstu viðbrögð eru þau að við erum ekki nógu góðir, Stjarnan er betra lið en við,“ sagði Mate Dalmay, þjálfari Hauka, eftir leik. Haukar voru án Bandaríkjamanns í leiknum, Damier Pitts er ekki mættur til liðs við liðið. „Það náttúrulega vantar eitt púsl, við vitum það, en það var samt ekki málið. Okkar skásti maður í dag var örugglega bara Daníel Ágúst sem var að fylla leikstjórnandastöðuna. Þetta var ekki gott, og það er í raun rosalega margt sem er vont í dag sem leikstjórnandi er ekki að fara laga.“ Eins og hvað? „Fráköst, ákvarðanatökur hjá hinum leikmönnunum, hvernig við leysum ekki neitt varnarlega án þess að þurfa að taka leikhlé og tala um það. Þeir [Stjörnumenn] hlaupa einhver kerfi og þeir eru kannski búin að hlaupa þau kannski þrisvar sinnum án þess að það sé komið svar frá okkur. Það er vöntun á því að finna lausnir, Stjarnan er reynslumikið lið og þeir finna sjálfir lausnir á hlutunum inni á vellinum. Mér fannst það vanta hjá okkur, það er vandamál sem þarf að kafa dýpra í. Þeir nýttu sér það mjög vel að sumir okkar eru ungir og litlir.“ Á tímapunkti í öðrum leikhluta var staðan 13-4 í villum talið Haukum í lið. Var lausnin varnarlega að brjóta á Stjörnumönnum? „Nei, en auðvitað ætluðum við að koma út og láta finna fyrir okkur. Við erum ekki þar sem við viljum vera í deildinni. Við vildum koma fastir fyrir út í leikinn. En hvers vegna Stjarnan fær ekki villu... mig minnir að í stöðunni 18-5 hafi ég bent mönnum á Stjörnumenn væru ekki svona prúðir. En við vitum alveg hvernig þetta er, við vitum alveg að Hlynur og Ægir mega pönkast meira heldur en Hilmir eða einhver útlendingur. En það var ekki leikurinn í dag. Það var ekki þar sem leikurinn fór frá okkur, þeir voru bara miklu grimmari í lausum boltum og fráköstum.“ Jalen Moore var látinn fara í liðinni viku. Kom ekki til greina að halda honum á meðan beðið væri eftir heimild fyrir næsta Bandaríkjamanni? „Nei. Ég er miklu ánægðari með liðið í dag heldur en í síðasta leik, þó svo að við höfum þá tapað í tvöfaldri framlengingu. Þú sérð stigadreyfinguna okkar í dag, sóknarleikur var jú ömurlegur í seinni hálfleikur þegar Stjarnan fór að herða á varnarleiknum, en það mun opnast þegar við fáum öðruvísi leikstjórnanda,“ sagði Mate og staðfesti að Damier Pitts verði með liðinu gegn Tindastól í næstu umferð. „Með honum kemur meiri reynsla, vonandi er hann maður sem tekur liðið saman og stýrir mönnum. Hann er búinn að vera atvinnumaður í 10-12 ár og hefur séð þetta allt saman, kann að loka leikjum í lokin. Hann vill vinna, er ekki einbeittur á eigin tölfræði.“ Gerðist eitthvað hjá Sigvalda í seinni hálfleik? Af hverju skoraði hann engin stig? „Þeir spiluðu betri vörn á hann. Nákvæmlega eins og þegar Hákon Hjálmarsson skoraði 25 stig í fyrra á móti Stjörnunni í fyrri hálfleik. Þeir komu svakalega grimmir út í seinni hálfleik og við vorum ekki með nægilega mikil gæði og vopn sóknarlega til að komast nálægt þeim. Við vorum þessum 10-14 stigum á eftir þeim en manni leið eins og munurinn væri tuttugu stig.“ „Nei, ég hef ekki áhyggjur af stöðunni. Ég er mjög spenntur að fá nýjan mann og byggja ofan á það að menn voru að láta finna fyrir sér í dag. 2-5 lítur ekki vel út, þannig að við þurfum að vinna næsta leik og koma okkur í miðjumoð fyrir áramót,“ sagði sá ungverski að lokum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti