Fótbolti

Dæmdur fyrir að gera grín að sex ára stuðnings­manni sem lést

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Bradley Lowery var mikill stuðningsmaður Sunderland. Hann lést úr krabbameini árið 2017, aðeins sex ára gamall.
Bradley Lowery var mikill stuðningsmaður Sunderland. Hann lést úr krabbameini árið 2017, aðeins sex ára gamall. Tony McArdle/Everton FC via Getty Images

Dale Houghton, 32 ára gamall stuðningsmaður Sheffield Wednesday, hefur verið dæmdur í tólf vikna skilorðsbundið fangelsi fyrir að gera grín að Bradley Lowery, sex ára gömlum stuðningsmanni Sunderland, sem lést úr krabbameini árið 2017.

Houghton var ákærður fyrir óspektir á almannafæri með þeim tilgangi að áreita og valda vanlíðan eftir viðureign Sheffield Wednesday og Sunderland í ensku B-deildinni í lok september á þessu ári. 

Houghton hafði þá fundið mynd af Lowery í símanum sínum og þegar myndavélin á vellinum beindist að honum sýndi hann myndina og hló að henni.

Hinn 32 ára gamli Houghton viðurkenndi brot sitt og var í dag dæmdur í tólf vikna skilorðsbundið fangelsi. Hann var einnig dæmdur í fimm ára bann frá öllum knattspyrnuleikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×