„Það þarf að finna lausn á lánamálum Grindvíkinga“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 19. nóvember 2023 12:18 Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, eru bæði búsett á Reykjanesi. Vísir/Samsett mynd Þingmenn af Suðurnesjum segja nauðsynlegt að finna lausn á lánamálum Grindvíkinga svo íbúar þurfi ekki að hafa fjárhagsáhyggjur. Bankarnir hafi svigrúm til þess að leggja sitt af mörkum. Ef þeir taki ekki af skarið sjálfir þurfi stjórnvöld að grípa til aðgerða. Jarðskjálfti 3,7 að stærð mældist laust eftir klukkan hálf sex í nótt sem átti upptök sín við Kleifarvatn. Engin teljandi merki eru um breytta virkni yfir kvikuganginum við Grindavík í nótt og gosórói hefur ekki mælst á jarðskjálftamælum samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Brýnt að halda utan um íbúa Íbúum ríflega eitt hundrað heimila í Grindavík verður hleypt inn í bæinn í dag til að bjarga verðmætum síðar í dag verður fyrirtækjum hleypt inn. Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir brýnasta verkefni nú að halda utan um íbúa. „Það sem er verst núna er óvissan. Fólk veit ekki hvenær það kemst heim aftur, það þarf að finna lausn á þessum lánamálum Grindvíkinga. Húnsæðimálaráðherra og bankamálaráðherra verða að setjast niður með bönkunum og finna lausnir á því,“ segir Birgir. Bankarnir hafi svigrúm Fólk eigi ekki að þurfa hafa fjárhagsáhyggjur. „Ég vil sjá það að fólk þurfi ekki að vera greiða af sínum lánum og þau séu ekki að safna vöxtum á þessu tímabili. Ég held að það sé mjög brýnt og ég tel að bankarnir hafi svigrúm til þess að finna ásættanlegar lausnir fyrir íbúðareigendur,“ segir Birgir jafnframt og bætir við að þannig sýni bankarnir samfélagslega ábyrgð. Undir það tekur Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem telur nauðsynlegt að bankarnir bregðist við. „Ég trúi ekki öðru en að bankastofnanir komi betur að þessum málum og ef þau gera það ekki þá hafa stjórnvöld auðvitað möguleika á því að leggja á bankaskatt aftur og nýta þá fjármuni til stuðnings aðgerða og mér finnst augljóst að það verði gert ef bankarnir taka ekki af skarið sjálfir,“ segir Oddný. Grindvíkingar eigi ekki að þurfa bera kostnað af tveimur heimilum. Á morgun verði frumvarp sem á að tryggja afkomu Grindvíkinga rætt á Alþingi. Oddný segir þó þurfa að ganga lengra í aðgerðum. „Grindvíkingar þurfa að fá að vita frá stjórnvöldum að þau verði ekki skilin eftir á flæðiskeri, að þau muni grípa þau.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Samfélagsleg ábyrgð Íslenskir bankar Tengdar fréttir Söfnun fyrir Grindvíkinga gengur vel Söfnun Rauða krossins til stuðnings Grindvíkingum og til þess að efla viðbragð samtakanna við náttúruhamförunum á Reykjanesskaganum hefur gengið vel. 19. nóvember 2023 12:10 Myndaveisla: Grindvíkingar tóku yfir Smárann Það var sannkallaður Grindavíkurdagur í Smáranum í gær þegar körfuboltalið félagsins í karla- og kvennaflokki léku í Subway-deildunum. Mikil stemmning var á svæðinu og gulur og blár litur allsráðandi. 19. nóvember 2023 10:30 Íbúar og fyrirtæki mega fara til Grindavíkur Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að hleypa íbúum ríflega eitt hundrað heimila í Grindavík inn í bæinn í dag. Þá verður starfsfólki fyrirtækja leyft að fara inn í bæinn eftir klukkan 15. 19. nóvember 2023 08:18 Grindvíkingar ennþá samfélag þrátt fyrir að vera að heiman Fyrr í kvöld fóru fram körfuknattleikir kvenna- og karlaliða Grindavíkur gegn Þór á Akureyri og Hamri í Subway-deildinni í Smáranum í Kópavogi. Grindvískur þingmaður segir þann stuðning sem Grindvíkingar fá frá þjóðinni hvetja þá áfram. 18. nóvember 2023 20:10 Opna fjölmiðlamiðstöð fyrir erlenda fjölmiðla vegna jarðhræringa Ferðamálastofa mun á morgun opna miðstöð fyrir fjölmiðlafólk sem komið hefur til landsins til þess að fjalla um jarðhræringar og yfirvofandi eldgos á Reykjanesskaga. Almannavarnir eru meðal rekstraraðila og stefnt er á að fulltrúar á vegum stjórnvalda komi daglega við í miðstöðinni til þess að svara spurningum. 18. nóvember 2023 18:41 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Sjá meira
Jarðskjálfti 3,7 að stærð mældist laust eftir klukkan hálf sex í nótt sem átti upptök sín við Kleifarvatn. Engin teljandi merki eru um breytta virkni yfir kvikuganginum við Grindavík í nótt og gosórói hefur ekki mælst á jarðskjálftamælum samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Brýnt að halda utan um íbúa Íbúum ríflega eitt hundrað heimila í Grindavík verður hleypt inn í bæinn í dag til að bjarga verðmætum síðar í dag verður fyrirtækjum hleypt inn. Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir brýnasta verkefni nú að halda utan um íbúa. „Það sem er verst núna er óvissan. Fólk veit ekki hvenær það kemst heim aftur, það þarf að finna lausn á þessum lánamálum Grindvíkinga. Húnsæðimálaráðherra og bankamálaráðherra verða að setjast niður með bönkunum og finna lausnir á því,“ segir Birgir. Bankarnir hafi svigrúm Fólk eigi ekki að þurfa hafa fjárhagsáhyggjur. „Ég vil sjá það að fólk þurfi ekki að vera greiða af sínum lánum og þau séu ekki að safna vöxtum á þessu tímabili. Ég held að það sé mjög brýnt og ég tel að bankarnir hafi svigrúm til þess að finna ásættanlegar lausnir fyrir íbúðareigendur,“ segir Birgir jafnframt og bætir við að þannig sýni bankarnir samfélagslega ábyrgð. Undir það tekur Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem telur nauðsynlegt að bankarnir bregðist við. „Ég trúi ekki öðru en að bankastofnanir komi betur að þessum málum og ef þau gera það ekki þá hafa stjórnvöld auðvitað möguleika á því að leggja á bankaskatt aftur og nýta þá fjármuni til stuðnings aðgerða og mér finnst augljóst að það verði gert ef bankarnir taka ekki af skarið sjálfir,“ segir Oddný. Grindvíkingar eigi ekki að þurfa bera kostnað af tveimur heimilum. Á morgun verði frumvarp sem á að tryggja afkomu Grindvíkinga rætt á Alþingi. Oddný segir þó þurfa að ganga lengra í aðgerðum. „Grindvíkingar þurfa að fá að vita frá stjórnvöldum að þau verði ekki skilin eftir á flæðiskeri, að þau muni grípa þau.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Samfélagsleg ábyrgð Íslenskir bankar Tengdar fréttir Söfnun fyrir Grindvíkinga gengur vel Söfnun Rauða krossins til stuðnings Grindvíkingum og til þess að efla viðbragð samtakanna við náttúruhamförunum á Reykjanesskaganum hefur gengið vel. 19. nóvember 2023 12:10 Myndaveisla: Grindvíkingar tóku yfir Smárann Það var sannkallaður Grindavíkurdagur í Smáranum í gær þegar körfuboltalið félagsins í karla- og kvennaflokki léku í Subway-deildunum. Mikil stemmning var á svæðinu og gulur og blár litur allsráðandi. 19. nóvember 2023 10:30 Íbúar og fyrirtæki mega fara til Grindavíkur Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að hleypa íbúum ríflega eitt hundrað heimila í Grindavík inn í bæinn í dag. Þá verður starfsfólki fyrirtækja leyft að fara inn í bæinn eftir klukkan 15. 19. nóvember 2023 08:18 Grindvíkingar ennþá samfélag þrátt fyrir að vera að heiman Fyrr í kvöld fóru fram körfuknattleikir kvenna- og karlaliða Grindavíkur gegn Þór á Akureyri og Hamri í Subway-deildinni í Smáranum í Kópavogi. Grindvískur þingmaður segir þann stuðning sem Grindvíkingar fá frá þjóðinni hvetja þá áfram. 18. nóvember 2023 20:10 Opna fjölmiðlamiðstöð fyrir erlenda fjölmiðla vegna jarðhræringa Ferðamálastofa mun á morgun opna miðstöð fyrir fjölmiðlafólk sem komið hefur til landsins til þess að fjalla um jarðhræringar og yfirvofandi eldgos á Reykjanesskaga. Almannavarnir eru meðal rekstraraðila og stefnt er á að fulltrúar á vegum stjórnvalda komi daglega við í miðstöðinni til þess að svara spurningum. 18. nóvember 2023 18:41 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Sjá meira
Söfnun fyrir Grindvíkinga gengur vel Söfnun Rauða krossins til stuðnings Grindvíkingum og til þess að efla viðbragð samtakanna við náttúruhamförunum á Reykjanesskaganum hefur gengið vel. 19. nóvember 2023 12:10
Myndaveisla: Grindvíkingar tóku yfir Smárann Það var sannkallaður Grindavíkurdagur í Smáranum í gær þegar körfuboltalið félagsins í karla- og kvennaflokki léku í Subway-deildunum. Mikil stemmning var á svæðinu og gulur og blár litur allsráðandi. 19. nóvember 2023 10:30
Íbúar og fyrirtæki mega fara til Grindavíkur Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að hleypa íbúum ríflega eitt hundrað heimila í Grindavík inn í bæinn í dag. Þá verður starfsfólki fyrirtækja leyft að fara inn í bæinn eftir klukkan 15. 19. nóvember 2023 08:18
Grindvíkingar ennþá samfélag þrátt fyrir að vera að heiman Fyrr í kvöld fóru fram körfuknattleikir kvenna- og karlaliða Grindavíkur gegn Þór á Akureyri og Hamri í Subway-deildinni í Smáranum í Kópavogi. Grindvískur þingmaður segir þann stuðning sem Grindvíkingar fá frá þjóðinni hvetja þá áfram. 18. nóvember 2023 20:10
Opna fjölmiðlamiðstöð fyrir erlenda fjölmiðla vegna jarðhræringa Ferðamálastofa mun á morgun opna miðstöð fyrir fjölmiðlafólk sem komið hefur til landsins til þess að fjalla um jarðhræringar og yfirvofandi eldgos á Reykjanesskaga. Almannavarnir eru meðal rekstraraðila og stefnt er á að fulltrúar á vegum stjórnvalda komi daglega við í miðstöðinni til þess að svara spurningum. 18. nóvember 2023 18:41