Hjalti Þór: „Bara ljótt. Það er bara eina orðið“ Siggeir Ævarsson skrifar 19. nóvember 2023 21:46 Hjalti Þór Vilhjálmsson þjálfari Vals var ekki sáttur með sínar konur í kvöld Vísir/Vilhelm Endurkoma Hjalta Þórs Vilhjálmssonar til Keflavíkur fór heldur betur ekki eins og hann hafði vonast eftir en hans konur í Val náðu sér aldrei á strik í kvöld. Lokatölur í Keflavík 70-50 þar sem úrslitin voru í raun ráðin eftir þriðja leikhluta. „Við vorum rosalega flatar og bara taktlausar í rauninni frá upphafi. Við áttum einhverjar fimm mínútur í fyrri hálfleik sem þetta gekk þokkalega smurt og við vorum að fá boltann inn í. En fyrir utan þessar fimm mínútur var þetta bara eins og við hefðum ekki spilað í mjög langan tíma eins og var svo sem raunin.“ Hjalti tók undir að það hafi verið hálfgerður haustbragur á þessum leik, sem var alls ekki áferðarfallegur hjá báðum liðum. „Já, þetta var rosalega lélegur körfuboltaleikur, báðum megin. Þó þær hafi unnið okkur með 20 þá voru Keflvíkingar bara lélegir líka.“ Annar leikhluti var ágætur hjá gestunum en þær unnu hann 19-14 og virtust vera að gera sig líklegar til að bjóða upp á spennandi leik en Keflvíkingar voru fljótir að slökkva í þeim vonum í seinni hálfleik. „Ég hélt að þetta væri bara ryð í byrjun og við myndum koma gíraðar inn í seinni hálfleikinn en einhvern veginn kom ryðið aftur og við náðum aldrei takti í seinni hálfleik.“ Það væri hægt að velja mörg sterk lýsingarorð til að lýsa þessum leik en ég bað Hjalta um að kjarna leikinn fyrir mig á hreinni íslensku og það stóð ekki á svari. „Bara ljótt. Það er bara eina orðið“. Þetta var rosalega aumt og ljótt einhvern veginn. Þurrt líka, það var engin stemming í þessu eða neitt. Það var eins og allir þyrftu bara að vera hérna. Það vantaði kannski trú hjá mínum stelpum líka, ég veit það ekki.“ Eftir langa pásu er stutt á milli leikja, næsti leikur hjá Keflavík á þriðjudag. Hjalti sagði að þó það væri stutt væri þetta samt betra en þessi löngu frí sem er boðið upp á í deildinni í vetur. „Nú er bara stutt á milli leikja eins og við viljum hafa þetta. Þessar þrjár vikur er rosalegt erfitt og svo koma aftur þrjár vikur þegar jólafríið kemur. Þannig að það eru snarpar núna þrjár vikur og svo aftur þrjár vikur í pásu en þetta er bara eins og það er.“ Ég spurði Hjalta að lokum hvort að nýji Bandaríkjamaðurinn yrði með í næsta leik, en hann sagðist einfaldlega ekki hafa hugmynd um það. „Ekki hugmynd. Maður veit aldrei. Þetta getur tekið tvo daga, þetta getur tekið þrjá eða tíu, maður veit bara aldrei hvernig þetta er. Við bara vonum það besta!“ - Sagði Hjalti að lokum, með von í hjarta um betri tíð og blóm í haga. Körfubolti Subway-deild kvenna Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Fyrsta deildartap PSG Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Sjá meira
„Við vorum rosalega flatar og bara taktlausar í rauninni frá upphafi. Við áttum einhverjar fimm mínútur í fyrri hálfleik sem þetta gekk þokkalega smurt og við vorum að fá boltann inn í. En fyrir utan þessar fimm mínútur var þetta bara eins og við hefðum ekki spilað í mjög langan tíma eins og var svo sem raunin.“ Hjalti tók undir að það hafi verið hálfgerður haustbragur á þessum leik, sem var alls ekki áferðarfallegur hjá báðum liðum. „Já, þetta var rosalega lélegur körfuboltaleikur, báðum megin. Þó þær hafi unnið okkur með 20 þá voru Keflvíkingar bara lélegir líka.“ Annar leikhluti var ágætur hjá gestunum en þær unnu hann 19-14 og virtust vera að gera sig líklegar til að bjóða upp á spennandi leik en Keflvíkingar voru fljótir að slökkva í þeim vonum í seinni hálfleik. „Ég hélt að þetta væri bara ryð í byrjun og við myndum koma gíraðar inn í seinni hálfleikinn en einhvern veginn kom ryðið aftur og við náðum aldrei takti í seinni hálfleik.“ Það væri hægt að velja mörg sterk lýsingarorð til að lýsa þessum leik en ég bað Hjalta um að kjarna leikinn fyrir mig á hreinni íslensku og það stóð ekki á svari. „Bara ljótt. Það er bara eina orðið“. Þetta var rosalega aumt og ljótt einhvern veginn. Þurrt líka, það var engin stemming í þessu eða neitt. Það var eins og allir þyrftu bara að vera hérna. Það vantaði kannski trú hjá mínum stelpum líka, ég veit það ekki.“ Eftir langa pásu er stutt á milli leikja, næsti leikur hjá Keflavík á þriðjudag. Hjalti sagði að þó það væri stutt væri þetta samt betra en þessi löngu frí sem er boðið upp á í deildinni í vetur. „Nú er bara stutt á milli leikja eins og við viljum hafa þetta. Þessar þrjár vikur er rosalegt erfitt og svo koma aftur þrjár vikur þegar jólafríið kemur. Þannig að það eru snarpar núna þrjár vikur og svo aftur þrjár vikur í pásu en þetta er bara eins og það er.“ Ég spurði Hjalta að lokum hvort að nýji Bandaríkjamaðurinn yrði með í næsta leik, en hann sagðist einfaldlega ekki hafa hugmynd um það. „Ekki hugmynd. Maður veit aldrei. Þetta getur tekið tvo daga, þetta getur tekið þrjá eða tíu, maður veit bara aldrei hvernig þetta er. Við bara vonum það besta!“ - Sagði Hjalti að lokum, með von í hjarta um betri tíð og blóm í haga.
Körfubolti Subway-deild kvenna Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Fyrsta deildartap PSG Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Sjá meira