Upplýsingafundur: Ekki skólaskylda en „safnskólar“ og hverfisskólar standa til boða Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. nóvember 2023 11:43 Víðir hefur áður sagt að það sé ólíklegt að Grindvíkingar fái að halda hefðbundin jól. Vísir/Vilhelm Mikið verkefni stendur yfir og fyrir dyrum í Grindavík og öllum árum róið að því að koma lífi Grindvíkinga sem neyðst hafa til að flýja heimili sín í farveg. Þetta var meðal þess sem kom fram á upplýsingafundi Almannavarna rétt í þessu. Víðir Reynisson, sviðsstjóri og yfirlögregluþjónn Almannavarna, stjórnaði fundinum og byrjaði á því að fara yfir verkefnið. Þá gaf hann Benedikt Ófeigssyni, náttúruvársérfræðingi hjá Veðurstofu Íslands, orðið. Benedikt sagði Veðurstofu hafa fundað með fulltrúum frá Háskóla Íslands og Almannavörnum í morgun til að fara yfir ný gögn og gervitunglamyndir. Þær sýndu vel aukið landris í Svartsengi, sem væri töluvert hraðara en það hefði verið áður en kvikugangurinn myndaðist. Að sögn Benedikts eru ekki taldar miklar líkur á gosi í Svartsengi á meðan engin skjálftavirkni er þar; mun meiri líkur séu á því að gos komi upp í sprungunni. Hann sagði vel fylgst með svæðinu og staðan gæti breyst á mjög skömmum tíma. Starfsmenn Grindavíkurbæjar, bóksafnsins og kirkjunnar að koma sér fyrir Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, fagstjóri endurreisnar hjá Almannavörnum, fór yfir starfsemi þjónustumiðstöðvarinnar sem opnuð var fyrir Grindvíkinga í Tollhúsinu í Reykjavík í síðustu viku. Hún sagði um 100 manns leita þangað daglega og ítrekaði að miðstöðin væri bæði fyrir fullorðna og börn, þar væri til að mynda sérstakt leiksvæði fyrir börnin. Hún sagði þónustuna sífellt að aukast en þar væri meðal annars boðið upp á samfélagslegan stuðning á vegum Rauða krossins. Ýmsar upplýsingar væru veittar á þjónustumiðstöðinni og í dag yrðu þar aðilar frá Náttúruhamfaratryggingu og Vinnumálastofnun. Þá myndu tryggingafélögin koma síðar meir og kynna úrræði. Ingibjörg sagði hluta af þjónstu Grindavíkurbæjar til húsa í Tollhúsinu, til að mynda félagsþjónstan. Þá væru starfsmenn bókasafnsins, Grindavíkurkirkju og frístunda- og menningarsvið einnig að koma sér fyrir. Starfsemin væri stöðugt að stækka að umfangi en að auki hefði verið opnuð þjónustugátt á island.is. Þar væri hægt að óska eftir húsnæði og eftir því að komast heim til Grindavíkur í verðmætabjörgun. Ingibjörg hvatti Grindvíkinga til að koma, fá sér kaffi og kynna sér þjónustuna. Stendur til boða að vera áfram með samnemendum og kennurum Jóhanna Lilja Birgisdóttir, yfirsálfræðingur hjá félagsþjónustu- og fræðslusviði Grindavíkurbæjar, ávarpaði börn og fjölskyldur Grindavíkur. Lögð væri áhersla á að hverju barni væri mætt á eigin forsendum. Nú væri ekki skólaskylda hjá börnum í Grindavík en það væri réttur þeirra að ganga í skóla og unnið væri að því með nágrannasveitarfélögunum. Jóhanna sagði að á þessum tímum væri sumum börnum mikilvægt að mæta í skóla en öðrum að vera með fjölskyldu. Miðað er að því að öll börn komist í skóla í því hverfi þar sem fjölskyldan hefur fengið skjól. En einnig verður hægt að sækja skóla í „safnskóla“ fyrir börn úr Grindavík, þar sem börn og kennarar úr Grindavík munu koma saman. Skipulagið er eftir aldurshópum: 1. og 2, bekkur í Hvassaleitiskóla 3. og 4. bekkur í Tónabæ 5. til 8. bekkur í Ármúla 30 9. og 10. bekkur í Laugalækjaskóla Nánari upplýsingar fyrir foreldra eru væntanlegar í dag, sagði Jóhann. Þetta stendur til boða en það er ekki skólaskylda, ítrekaði hún. Veltur allt á því hvað er börnunum fyrir bestu. Hún sagði verið að vinna að svipuðum úrræðum fyrir leikskólabörnin. Benedikt sagðist aðspurður ekki telja að aukið landris við Svartsengi ógnaði þeim sem ynnu að varnargörðum á svæðinu. Gos væri enn langlíklegast við sprunguna. Víðir sagði búið að skipta vinnu við varnargarðana í áfanga en framkvæmdirnar myndu taka 30 til 40 daga. Víðir var einnig spurður að því hvers vegna aðgengi fjölmiðla að Grindavík hefði verið takmarkað. Grindavík er hættusvæði, lokað svæði, svaraði Víðir. Viðbragðsaðilar hefðu ekki haft mannskap til að fylgja fjölmiðlum inn. Um leið og við förum að hafa fleiri bíla og meiri mannskap þá munum við auka aðgengið, sagði Víðir. Það væri mikið verkefni að koma íbúum inn og ekki hefði reynst ráðrúm til að gera meira. Það stæði þó til bóta. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Víðir Reynisson, sviðsstjóri og yfirlögregluþjónn Almannavarna, stjórnaði fundinum og byrjaði á því að fara yfir verkefnið. Þá gaf hann Benedikt Ófeigssyni, náttúruvársérfræðingi hjá Veðurstofu Íslands, orðið. Benedikt sagði Veðurstofu hafa fundað með fulltrúum frá Háskóla Íslands og Almannavörnum í morgun til að fara yfir ný gögn og gervitunglamyndir. Þær sýndu vel aukið landris í Svartsengi, sem væri töluvert hraðara en það hefði verið áður en kvikugangurinn myndaðist. Að sögn Benedikts eru ekki taldar miklar líkur á gosi í Svartsengi á meðan engin skjálftavirkni er þar; mun meiri líkur séu á því að gos komi upp í sprungunni. Hann sagði vel fylgst með svæðinu og staðan gæti breyst á mjög skömmum tíma. Starfsmenn Grindavíkurbæjar, bóksafnsins og kirkjunnar að koma sér fyrir Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, fagstjóri endurreisnar hjá Almannavörnum, fór yfir starfsemi þjónustumiðstöðvarinnar sem opnuð var fyrir Grindvíkinga í Tollhúsinu í Reykjavík í síðustu viku. Hún sagði um 100 manns leita þangað daglega og ítrekaði að miðstöðin væri bæði fyrir fullorðna og börn, þar væri til að mynda sérstakt leiksvæði fyrir börnin. Hún sagði þónustuna sífellt að aukast en þar væri meðal annars boðið upp á samfélagslegan stuðning á vegum Rauða krossins. Ýmsar upplýsingar væru veittar á þjónustumiðstöðinni og í dag yrðu þar aðilar frá Náttúruhamfaratryggingu og Vinnumálastofnun. Þá myndu tryggingafélögin koma síðar meir og kynna úrræði. Ingibjörg sagði hluta af þjónstu Grindavíkurbæjar til húsa í Tollhúsinu, til að mynda félagsþjónstan. Þá væru starfsmenn bókasafnsins, Grindavíkurkirkju og frístunda- og menningarsvið einnig að koma sér fyrir. Starfsemin væri stöðugt að stækka að umfangi en að auki hefði verið opnuð þjónustugátt á island.is. Þar væri hægt að óska eftir húsnæði og eftir því að komast heim til Grindavíkur í verðmætabjörgun. Ingibjörg hvatti Grindvíkinga til að koma, fá sér kaffi og kynna sér þjónustuna. Stendur til boða að vera áfram með samnemendum og kennurum Jóhanna Lilja Birgisdóttir, yfirsálfræðingur hjá félagsþjónustu- og fræðslusviði Grindavíkurbæjar, ávarpaði börn og fjölskyldur Grindavíkur. Lögð væri áhersla á að hverju barni væri mætt á eigin forsendum. Nú væri ekki skólaskylda hjá börnum í Grindavík en það væri réttur þeirra að ganga í skóla og unnið væri að því með nágrannasveitarfélögunum. Jóhanna sagði að á þessum tímum væri sumum börnum mikilvægt að mæta í skóla en öðrum að vera með fjölskyldu. Miðað er að því að öll börn komist í skóla í því hverfi þar sem fjölskyldan hefur fengið skjól. En einnig verður hægt að sækja skóla í „safnskóla“ fyrir börn úr Grindavík, þar sem börn og kennarar úr Grindavík munu koma saman. Skipulagið er eftir aldurshópum: 1. og 2, bekkur í Hvassaleitiskóla 3. og 4. bekkur í Tónabæ 5. til 8. bekkur í Ármúla 30 9. og 10. bekkur í Laugalækjaskóla Nánari upplýsingar fyrir foreldra eru væntanlegar í dag, sagði Jóhann. Þetta stendur til boða en það er ekki skólaskylda, ítrekaði hún. Veltur allt á því hvað er börnunum fyrir bestu. Hún sagði verið að vinna að svipuðum úrræðum fyrir leikskólabörnin. Benedikt sagðist aðspurður ekki telja að aukið landris við Svartsengi ógnaði þeim sem ynnu að varnargörðum á svæðinu. Gos væri enn langlíklegast við sprunguna. Víðir sagði búið að skipta vinnu við varnargarðana í áfanga en framkvæmdirnar myndu taka 30 til 40 daga. Víðir var einnig spurður að því hvers vegna aðgengi fjölmiðla að Grindavík hefði verið takmarkað. Grindavík er hættusvæði, lokað svæði, svaraði Víðir. Viðbragðsaðilar hefðu ekki haft mannskap til að fylgja fjölmiðlum inn. Um leið og við förum að hafa fleiri bíla og meiri mannskap þá munum við auka aðgengið, sagði Víðir. Það væri mikið verkefni að koma íbúum inn og ekki hefði reynst ráðrúm til að gera meira. Það stæði þó til bóta.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira