Tékkneskur sigur og Ísland í umspil um sæti á EM Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. nóvember 2023 21:45 Tveir af markaskorurum kvöldsins. Mateusz Slodkowski/Getty Images Tékkland vann Moldóvu 3-0 í úrslitaleik um sæti á EM karla í knattspyrnu sumarið 2024. Leikurinn skipti öllu máli fyrir okkur Íslendinga því sigur Tékka þýðir að Ísland fer í umspilið um sæti á mótinu. Tékkar voru án þriggja leikmanna í kvöld þar sem Vladimír Coufal, hægri bakvörður West Ham United, og tveir aðrir leikmenn - ásamt einum úr starfsliðinu - ákváðu að skella sér á skemmtistað um helgina. Eðlilega var ekki tekið vel í það og leikmennirnir sendir heim á leið. David Douděra kom Tékklandi yfir á 14. mínútu eftir undirbúning Tomáš Chorý. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Gestirnir virtust heldur ósáttir með dómgæslu leiksins og í upphafi fyrri hálfleiks fékk Vladyslav Baboglo fyrsta gula spjald síðari hálfleiks. Aðeins átta mínútum síðar fékk hann sitt annað gula spjald og þar með rautt, Moldóva því marki undir og manni færri það sem eftir lifði leiks. Það nýttu Tékkarnir sér á endanum en Chorý skoraði á 72. mínútu. Vasil Kušej með stoðsendinguna og hann lagði svo upp þriðja mark Tékklands í blálokin, miðjumaðurinn Tomáš Souček með markið. Fleiri urðu mörkin ekki, lokatölur 3-0. Sigurinn þýðir að Ísland er komið í umspilið um sæti á EM þar sem Tékkland endaði í 2. sæti E-riðils með 15 stig líkt og Albanía sem sigraði liðinn. Albanía gerði markalaust jafntefli við Færeyjar í kvöld. Pólland endaði í 3. sæti riðilsins með 11 stig, Moldóva þar á eftir með 10 stig og Færeyingar ráku lestina með þrjú stig. EM 2024 í Þýskalandi
Tékkland vann Moldóvu 3-0 í úrslitaleik um sæti á EM karla í knattspyrnu sumarið 2024. Leikurinn skipti öllu máli fyrir okkur Íslendinga því sigur Tékka þýðir að Ísland fer í umspilið um sæti á mótinu. Tékkar voru án þriggja leikmanna í kvöld þar sem Vladimír Coufal, hægri bakvörður West Ham United, og tveir aðrir leikmenn - ásamt einum úr starfsliðinu - ákváðu að skella sér á skemmtistað um helgina. Eðlilega var ekki tekið vel í það og leikmennirnir sendir heim á leið. David Douděra kom Tékklandi yfir á 14. mínútu eftir undirbúning Tomáš Chorý. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Gestirnir virtust heldur ósáttir með dómgæslu leiksins og í upphafi fyrri hálfleiks fékk Vladyslav Baboglo fyrsta gula spjald síðari hálfleiks. Aðeins átta mínútum síðar fékk hann sitt annað gula spjald og þar með rautt, Moldóva því marki undir og manni færri það sem eftir lifði leiks. Það nýttu Tékkarnir sér á endanum en Chorý skoraði á 72. mínútu. Vasil Kušej með stoðsendinguna og hann lagði svo upp þriðja mark Tékklands í blálokin, miðjumaðurinn Tomáš Souček með markið. Fleiri urðu mörkin ekki, lokatölur 3-0. Sigurinn þýðir að Ísland er komið í umspilið um sæti á EM þar sem Tékkland endaði í 2. sæti E-riðils með 15 stig líkt og Albanía sem sigraði liðinn. Albanía gerði markalaust jafntefli við Færeyjar í kvöld. Pólland endaði í 3. sæti riðilsins með 11 stig, Moldóva þar á eftir með 10 stig og Færeyingar ráku lestina með þrjú stig.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti