Í tilkynningu segir að helstu verkefni Benedikts verði að veita stefnumótandi ráðgjöf og stýra birtingum á innlendum miðlum auk þess að hámarka árangur með samþættingu við erlenda miðla.
„Benedikt hefur víðtæka reynslu af markaðs- og birtingastörfum, bæði hér innanlands og erlendis. Hann hefur lengst af frá 2008 starfað við birtingaráðgjöf hjá Jónsson & Lemacks og Aton JL. Árin 2014-2016 starfaði Benedikt sem ráðgjafi hjá birtinga- og rannsóknarsamsteypunni OMD í Noregi, eftir nám í Brand and Communication management við CBS í Kaupmannahöfn,“ segir í tilkynningunni.