Ætla að fylgjast grannt með aðgerðum bankanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. nóvember 2023 11:15 Lilja Björk Einarsdóttir yfirgefur fundinn í morgun. Hún hefur verið bankastjóri Landsbankans í tæp sjö ár. vísir/vilhelm Þingmaður Framsóknarflokksins segir Alþingi munu fylgjast vel með aðgerðum bankanna er varða fólk og fyrirtæki í Grindavík. Gripið verði til aðgerða þyki þinginu bankarnir ekki standa sína vakt. Bankastjórar stóru bankanna þriggja voru boðaðir á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í morgun. Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, Jón Guðni Ómarsson bankastjóri Íslandsbanka og Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans sóttu fundinn. „Við vildum taka þá snemma inn. Mér finnst mikilvægt að allir finni að það eru allir saman í þessu. Það standi allir vaktina. Heyra hvað er að gerast hjá bönkunum,“ segir Ágúst Bjarni Garðarsson sem kallaði eftir því að bankastjórarnir kæmu á fundinn. Ágúst Bjarni Garðarsson er fulltrúi Framsóknarflokksins í nefndinni.vísir/vilhelm Hann segist nokkuð ánægður með tóninn í bönkunum að loknum fundi. „Við munum þurfa að halda áfram að fylgjast með stöðunni. Mér heyrist allir vera á þeim nótum að þeir skynji sína ábyrgð.“ Horfa þurfi til lagaumgjarðarinnar í því samhengi. Þá verði að öllum líkindum fundað að nýju á föstudag og málinu fylgt eftir. Hann sagði tóninn hjá bankastjórunum mjög líkan. Mikil óvissa er hvort og hvenær Grindvíkingar geta snúið aftur til síns heima. Enn eru líkur á eldgosi sem gæti orðið í bænum eða nánasta umhverfi hans.vísir/einar „Það átta sig allir á sinni ábyrgð,“ segir Ágúst Bjarni. Bankarnir þrír hafa boðið Grindvíkingum upp á að frysta lán sín sem þó safna vöxtum og verðbótum. Grindvíkingar hafa kallað eftir því að ekki þurfi að greiða vexti á lánunum í einhvern tíma. Ágúst Bjarni segir að áfram verði fylgst með því á Alþingi að bankarnir standi með fólki og fyrirtækjum í Grindavík. „Það verður að öllum líkindum fundur hjá nefndinni á föstudag sem sýnir að þinginu er alvara. Við munum fylgjast með aðgerðum bankanna og beita þeim úrræðum sem þarf ef ekki er nóg gert.“ Íslenskir bankar Grindavík Alþingi Tengdar fréttir Frekari aðgerðir fyrir Grindvíkinga til skoðunar Aðgerðir til að koma til móts við Grindvíkinga eru til skoðunar hjá Landsbankanum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Samskipti við stjórnvöld um næstu skref séu hafin. 19. nóvember 2023 13:37 Geymsluhólf Landsbankans í Grindavík flutt úr bænum Geymsluhólf sem voru í útibúi Landsbankans í Grindavík voru seinnipartinn í gær flutt í útibú bankans í Mjódd. Um 150 geymsluhólf var að ræða og verða þau aðgengileg fyrir viðskiptavini frá og með morgundeginum. 16. nóvember 2023 11:14 Krefja Grindvíkinga ekki um afborganir í bili Stóru viðskiptabankarnir þrír bjóða Grindvíkingum allir upp á frystingu húsnæðislána vegna þeirrar stöðu sem uppi er í bænum. Fryst húsnæðislán safna þó vöxtum og verðbótum. 14. nóvember 2023 12:26 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Bankastjórar stóru bankanna þriggja voru boðaðir á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í morgun. Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, Jón Guðni Ómarsson bankastjóri Íslandsbanka og Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans sóttu fundinn. „Við vildum taka þá snemma inn. Mér finnst mikilvægt að allir finni að það eru allir saman í þessu. Það standi allir vaktina. Heyra hvað er að gerast hjá bönkunum,“ segir Ágúst Bjarni Garðarsson sem kallaði eftir því að bankastjórarnir kæmu á fundinn. Ágúst Bjarni Garðarsson er fulltrúi Framsóknarflokksins í nefndinni.vísir/vilhelm Hann segist nokkuð ánægður með tóninn í bönkunum að loknum fundi. „Við munum þurfa að halda áfram að fylgjast með stöðunni. Mér heyrist allir vera á þeim nótum að þeir skynji sína ábyrgð.“ Horfa þurfi til lagaumgjarðarinnar í því samhengi. Þá verði að öllum líkindum fundað að nýju á föstudag og málinu fylgt eftir. Hann sagði tóninn hjá bankastjórunum mjög líkan. Mikil óvissa er hvort og hvenær Grindvíkingar geta snúið aftur til síns heima. Enn eru líkur á eldgosi sem gæti orðið í bænum eða nánasta umhverfi hans.vísir/einar „Það átta sig allir á sinni ábyrgð,“ segir Ágúst Bjarni. Bankarnir þrír hafa boðið Grindvíkingum upp á að frysta lán sín sem þó safna vöxtum og verðbótum. Grindvíkingar hafa kallað eftir því að ekki þurfi að greiða vexti á lánunum í einhvern tíma. Ágúst Bjarni segir að áfram verði fylgst með því á Alþingi að bankarnir standi með fólki og fyrirtækjum í Grindavík. „Það verður að öllum líkindum fundur hjá nefndinni á föstudag sem sýnir að þinginu er alvara. Við munum fylgjast með aðgerðum bankanna og beita þeim úrræðum sem þarf ef ekki er nóg gert.“
Íslenskir bankar Grindavík Alþingi Tengdar fréttir Frekari aðgerðir fyrir Grindvíkinga til skoðunar Aðgerðir til að koma til móts við Grindvíkinga eru til skoðunar hjá Landsbankanum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Samskipti við stjórnvöld um næstu skref séu hafin. 19. nóvember 2023 13:37 Geymsluhólf Landsbankans í Grindavík flutt úr bænum Geymsluhólf sem voru í útibúi Landsbankans í Grindavík voru seinnipartinn í gær flutt í útibú bankans í Mjódd. Um 150 geymsluhólf var að ræða og verða þau aðgengileg fyrir viðskiptavini frá og með morgundeginum. 16. nóvember 2023 11:14 Krefja Grindvíkinga ekki um afborganir í bili Stóru viðskiptabankarnir þrír bjóða Grindvíkingum allir upp á frystingu húsnæðislána vegna þeirrar stöðu sem uppi er í bænum. Fryst húsnæðislán safna þó vöxtum og verðbótum. 14. nóvember 2023 12:26 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Frekari aðgerðir fyrir Grindvíkinga til skoðunar Aðgerðir til að koma til móts við Grindvíkinga eru til skoðunar hjá Landsbankanum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Samskipti við stjórnvöld um næstu skref séu hafin. 19. nóvember 2023 13:37
Geymsluhólf Landsbankans í Grindavík flutt úr bænum Geymsluhólf sem voru í útibúi Landsbankans í Grindavík voru seinnipartinn í gær flutt í útibú bankans í Mjódd. Um 150 geymsluhólf var að ræða og verða þau aðgengileg fyrir viðskiptavini frá og með morgundeginum. 16. nóvember 2023 11:14
Krefja Grindvíkinga ekki um afborganir í bili Stóru viðskiptabankarnir þrír bjóða Grindvíkingum allir upp á frystingu húsnæðislána vegna þeirrar stöðu sem uppi er í bænum. Fryst húsnæðislán safna þó vöxtum og verðbótum. 14. nóvember 2023 12:26