Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Við höfum ekki næg skotfæri en þeir hafa nóg af fólki“ Samúel Karl Ólason skrifar 22. nóvember 2023 11:04 Úkraínskir hermenn að störfum í austurhluta landsins. Getty/Diego Herrera Carcedo Harðir bardagar eiga sér enn stað á víglínunum í Úkraínu, þó byrjað sé að hægja á þeim vegna blautveðurs í aðdraganda vetrar. Í austri gera Rússar enn umfangsmiklar árásir á þreytta úkraínska hermenn við bæinn Avdívka og líkja Úkraínumenn Rússum við uppvakninga sem sækja fram í bylgjum. Þá er forskot Rússa þegar kemur að stórskotaliði að aukast. Rússar hafa þar að auki sparað eld- og stýriflaugar síðustu mánuði og eru taldir ætla að hefja árásir á orkuinnviði Úkraínu aftur á næstunni. Litlar breytingar á víglínunum Undanfarna mánuði hafa hörðustu bardagarnir í Úkraínu farið fram suður af Orkihiv í Saporisjíahéraði, þar sem Úkraínumenn reyndu í sumar að brjóta sér leið í gegnum varnir Rússa til að skera á birgðalínur Rússa til Krímskaga. Úkraínumenn gera enn árásir á þessu svæði en nota að mestu fótgöngulið, bæði vegna fjölda jarðsprengja og vegna veðurs, og barist er hverja trjálínu fyrir sig. Rússar hafa einnig gert umfangsmiklar árásir nærri Avdívka í austurhluta landsins og nærri Kúpíansk í norðausturhluta landsins á undanförnum vikum. Meiri árangur hefur náðst við Avdívka en þó takmarkaður. Nýjustu vendingarnar eru þær að Úkraínumenn hafa náð fótfestu á austurbakka Dnipró-ár í Kherson-héraði. Þar hafa landgönguliðar barist gegn rússneskum hermönnum og reynt að stækka yfirráðasvæði sitt. Lítill árangur virðist þó hafa náðst enn sem komið er en rússneskir herbloggarar hafa kvartað yfir því hve illa gengur að reka Úkraínumenn á brott. Í gær sagði einn að úkraínskir hermenn hefðu fellt fjölda rússneskra hermanna á svæðinu. Sjá einnig: Hafa náð fótfestu á austurbakka Dnipro Stríðið í Úkraínu einkennist þessa dagana af hörðum átökum víðsvegar í Úkraínu, sem skila þó litlum breytingum á víglínunum sjálfum. Úkraínskir landgönguliðar hafa náð fótfestu á austurhluta Dnipro-ár í Kherson-héraði.AP/Felipe Dana Valerí Salúsjní, yfirmaður herafla Úkraínu, skrifaði nýverið greinar, þar sem hann sagði að stríðið í Úkraínu væri að færast í nýjan fasa staðbundins hernaðar og þreytistríðs (e: attritional warfare). Varaði hann við þrátefli í átökunum og lagði til fimm leiðir til að bæta stöðu Úkraínumanna. Sjá einnig: Salúsjní segir þrátefli á víglínunni Grófa mynd af stöðunni í Úkraínu má sjá á meðfylgjandi kortum frá bandarísku hugveitunni Institute for the study of war. pic.twitter.com/P8R3geI94M— Institute for the Study of War (@TheStudyofWar) November 21, 2023 Úkraínskir hermenn við Avdívka segja árásir Rússa linnulausar. Úkraínumenn hafi látið undan þessum gífurlega þrýstingi, þrátt fyrir mikið mannfall meðal Rússa. Hermenn á víglínunni, sem blaðamaður Wall Street Journal ræddi nýverið við, segjast borubrattir en þó þreyttir. Fyrstu árásir Rússa að Avdívka í október misheppnuðust þar sem úkraínskir hermenn grönduðu fjölmörgum skrið- og bryndrekum með jarðsprengjum, stórskotaliði og drónum. Rússar urðu fyrir gífurlegu mannfalli, ef marka má myndefni frá Avdívka, sem benti til þess að á tveggja vikna tímabili hefðu Rússar misst minnst 106 skrið- og bryndreka. Sjá einnig: Rússar sækja hart fram í austri Þá breyttu Rússar aðferðum sínum. Í stað þess að senda skrið- og bryndreka sendu Rússar hermenn á tveimur jafnfljótum og í smærri hópum og í bylgjum. Breytingarnar svipar nokkuð til þeirra breytinga sem Úkraínumenn neyddust til að gera í Sapórisjíahéraði í sumar, eftir að fyrstu tilraunir þeirra til að komast í gegnum varnir Rússa misheppnuðust. Hlúð að særðum hermanni.Getty/Ozge Elif Kizil Sagðir sækja fram eins og uppvakningar Avdívka, sem er í raun úthverfi Dónetsk-borgar og hefur verið lýst sem hliðinu að borginni, sem er höfuðborg samnefnds héraðs og hefur verið í höndum Rússa frá 2014. Þá innlimuðu þeir Krímskaga ólöglega og studdu aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Bærinn hefur því verið í fremstu víglínu frá 2014 og er mjög víggirtur. Rússar hafa umkringt hann úr þremur áttum og reyna að skera á birgðalínur Úkraínumanna og umkringja alfarið þá hermenn sem enn halda til í borginni. pic.twitter.com/iJv9WhMy6L— Institute for the Study of War (@TheStudyofWar) November 21, 2023 Einn hermaður sem blaðamaður WSJ ræddi við sagði baráttuanda enn góðan meðal Úkraínumanna við Avdívka. Þeir væru þó orðnir þreyttir. Fyrrverandi yfirmaður í úkraínska hernum og núverandi hernaðargreinandi, sagði WSJ að hersveitir Úkraínumanna á svæðinu væru sumar orðnar verulega undirmannaðar. Úkraínskir hermenn segja þá rússnesku yfirleitt lítið þjálfaða og oftar en ekki vera auðveld skotmörk. „Þeir sækja fram eins og uppvakningar. Sumir með höfuðljós, sem er fögnunarefni fyrir vélbyssuskyttu,“ sagði annar hermaður, sem mannar vélbyssuna í bandarískum Bradley-bryndreka við Avdívka. Annar hermaður í sömu herdeild sagði Rússa ekki vitlausa. Þetta væri skipulega gert hjá þeim. Með þessum hætti leituðu þeir að veikleikum í vörnum Úkraínumanna sem þeir gætu nýtt. „Við höfum ekki næg skotfæri en þeir hafa nóg af fólki.“ RUSSIAN LOSSES | AVDIIVKA After large-scale losses of their equipment, the invaders try to storm down in small groups of infantry.But professional soldiers from 47th Mechanised Brigade counties destroying them. pic.twitter.com/AjC03oL9zd— Cloooud | (@GloOouD) November 21, 2023 Hermenn kvarta yfir yfirmönnum Einhverjir rússenskir hermenn hafa gefist upp, þó slíkt sé glæpur í Rússlandi. Einn þeirra ræddi við blaðamann WSJ og sagði að yfirmenn þeirra fengu skipanir um að taka stöður sem þeir gætu svo ekki haldið vegna árása Úkraínumanna. Þess vegna væri mannfall meðal rússneskra hermanna mjög mikið. „Þeir koma fram við okkur eins og úrgang,“ sagði hermaðurinn rússneski. Hann var handsamaður eftir að hann vankaðist þegar dróni sprakk nærri honum. Úkraínskir hermenn kvarta einnig yfir óraunhæfum skipunum að ofan. Einn sagði að skipanir um gagnárásir við Avdívka hefðu reynst illa og valdið óþarfa mannfalli. Nefndi hann eina þar sem sautján úkraínskir hermenn féllu í misheppnaðri gagnárás, sem hann neitaði að taka þátt í þar sem hann taldi hana óraunhæfa og varaði hann yfirmenn sína við því að framkvæma hana. Snjór er byrjaður að falla í Úkraínu.Getty/Diego Herrera Carcedo Hermenn segja gamla yfirmenn í hernum, sem þjálfaðir voru á tímum Sovétríkjanna, hafa komið verulega niður á vörnum Úkraínumanna frá því innrás Rússa hófst í febrúar í fyrra. Skortir sprengikúlur og nota dróna Frá upphafi stríðsins í Úkraínu hafa báða fylkingar treyst á stórskotalið, sem hefur skipt sköpum. Rússar hafa að mestu haft yfirburði á því sviði, bæði þegar kemur að skotfærum fyrir stórskotalið og þegar kemur að stórskotaliðsvopnum, þó Úkraínumenn hafi náð staðbundnum yfirburðum á stökum hlutum víglínunnar í Úkraínu. Forskotið hefur aukist með aukinni framleiðslu í Rússlandi og með vopnasendingum frá Norður-Kóreu og Íran. Bakhjarlar Úkraínu hafa ekki aukið framleiðslu á skotfærum fyrir stórskotalið eins og til þarf til að anna þörfum Úkraínumanna. Sjá einnig: Gengur illa að auka framleiðslu skotfæra Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði nýverið að dregið hefði úr sendingum 155 mm sprengikúla frá Bandaríkjunum, þar sem skotfæri sem áttu að fara til Úkraínu hafa verið send til Ísrael. Axios sagði frá því að um væri að ræða tugi þúsunda sprengikúla. Úkraínumenn hafa reynt að bæta fyrir þetta forskot Rússa, meðal annars með notkun sjálfsprengidróna. Þeir hafa nýst Úkraínumönnum, sem hafa þróað og framleitt mismunandi tegundir þeirra. Framleiðslan annar þó ekki eftirspurn. A new 'mammoth' FPV drone ccarrying 4kg of explosives was tested in Krynky, occupied Kherson region and flew right into the window of an occupied private house. pic.twitter.com/HOJieWwHbu— NOELREPORTS (@NOELreports) November 22, 2023 Rob Lee, hernaðarsérfræðingur sem var nýverið í rannsóknarferð í Úkraínu, segir að bakhjarlar Úkraínu geti aðstoðað Úkraínumenn við þessa framleiðslu. Það sé mun auðveldara en að auka framleiðslu á sprengikúlum og gæti vegið upp á móti skotfæraskorti hjá stórskotaliði. Artillery ammunition availability has been one of the most important factors in this war. There is no quick way of increasing artillery production capacity at this point; however, NATO countries can help Ukraine produce more FPVs and munitions for them to partially compensate. https://t.co/vgX0xhkrLq— Rob Lee (@RALee85) November 21, 2023 Rússar hafa einnig notað sjálfsprengidróna og með góðum árangri. Sérstaklega má nefna Lancet-dróna sem Rússar hafa notað mikið geng úkraínsku stórskotaliði. Framleiðsla þeirra er talin hafa verið aukin til muna í Rússlandi. Hernaðarðaðstoð berst enn Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands, tilkynnti í vikunni nýjan aðstoðarpakka handa Úkraínumönnum. Hann felur í sér fjögur IRIS-T loftvarnarkerfi, tuttugu þúsund 155 mm sprengikúlur fyrir stórskotalið og önnur hergögn. Hernaðaaðstoð þessi er metin á 1,3 milljarða evra og má það að mestu rekja til kostnaðar við loftvarnarkerfin sem eru hönnuð til að skjóta niður hraðskreið skotmörk eins og dróna og eldflaugar. Defense Minister of Germany Boris Pistorius announced a new military aid package for Ukraine worth EUR 1.3 billion.The capabilities in this package include 4 IRIS-T systems 20,000 155 mm ammo anti-tank mines and other weapons.We are grateful to Minister Pistorius and — Defense of Ukraine (@DefenceU) November 21, 2023 Bandaríkjamenn tillkynntu einnig nýjan pakka hernaðaraðstoðar. Meðal annars fengu Úkraínumenn nýtt HIMARS-vopnakerfi, sem nýst hafa Úkraínumönnum mjög vel, skotfæri fyrir stórskotalið og eldflaugar sem hannaðar eru til að granda skrið- og bryndrekum og þyrlum og herflugvélum. @DeptofDefense announced additional security assistance for Ukraine valued at up to $100 million.Thank you for supporting Ukraine in our struggle against russian aggression.The capabilities in this package include: 1 High Mobility Artillery Rocket System (HIMARS) and — Defense of Ukraine (@DefenceU) November 21, 2023 Þessi aðstoðarpakki er metinn á um hundrað milljónir dala en Bandaríkjamenn skortir fjármuni til að aðstoða Úkraínumenn, þar sem slík fjárútlát hafa ekki verið samþykkt á bandaríska þinginu. Þar hefur mikil óreiða ríkt undanfarnar vikur. Hvíta húsið hefur farið fram á að þingið samþykki að veita sextíu milljörðum dala í aðstoð til Úkraínu en Repúblikanar hafa staðið í vegi þess. Þingmönnum tókst nýverið að komast að samkomulagi um að samþykkja ný tímabundin fjárlög en fóru í frí, án þess að samþykkja aðstoðarpakka til Úkraínu. Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, fór til Úkraínu í vikunni þar sem hann sagði að stuðningur Bandaríkjanna við Úkraínu myndi halda áfram. Hann sagði blaðamönnum í Kænugarði að bandarískir þingmenn hefðu spurningar um stríðið í Úkraínu og þeim yrði svarað. Hann sagði einnig að það skipti heiminn allan máli hvernig stríðið í Úkraínu færi. I visited Kyiv with a key message: what happens in Ukraine matters, because rules matter and sovereignty matters. pic.twitter.com/3MWJMxGPHH— Secretary of Defense Lloyd J. Austin III (@SecDef) November 21, 2023 Óttast umfangsmiklar árásir á innviði Orkuinnviðir Úkraínu urðu fyrir miklum skemmdum síðasta vetur. Í frétt New York Times segir að ástandið sé í raun verra en það var í fyrra, vegna þessara skemmda. Dreifikerfi Úkraínu sé viðkvæmara en það var. Yfirvöld í Úkraínu segja Rússa hafa beint rúmlega 1.200 eld- og stýriflaugum og sjálfsprengidrónum frá Íran að orkuinnviðum landsins frá október 2022 til apríl 2023. Þessar árásir ollu miklum skemmdum. Sameinuðu þjóðirnar birtu í sumar skýrslu um að rafmagnsframleiðsla Úkraínu hefði dregist saman um helming, frá því innrás Rússa hófst. Sérfræðingar segja NYT að ástandið hafi lítið batnað síðan þá. Loftvarnir Úkraínumanna eru þó betri en þær voru í fyrra. Áðurnefnd loftvarnarkerfi frá Þjóðverjum munu líklega reynast Úkraínumönnum mikilvæg en þeir óttast umfangsmiklar árásir á orkuinnviði í vetur, eins og síðasta vetur. Rússar hafa sparað sínar háþróuðustu eldflaugar á undanförnum mánuðum og eru taldir sitja á töluverðum fjölda þeirra. Varnarmálaráðuneyti Bretlands varaði við því í vikunni að eldflaugar þessar yrðu líklegast notaðar til árása í vetur. Það sæist meðal annars í sjálfpsrengidrónaárásum Rússa, sem virtist ætlað að veikja loftvarnir Úkraínumanna í og við Kænugarð. Latest Defence Intelligence update on the situation in Ukraine 21 November 2023.Find out more about Defence Intelligence's use of language: https://t.co/u5M50Sfnzr #StandWithUkraine pic.twitter.com/aFWIQWgLoL— Ministry of Defence (@DefenceHQ) November 21, 2023 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, varaði þjóðina nýverið við þessum væntanlegu árásum í vetur. Úkraínumenn hafa þó varað Rússa við því að öfugt við síðasta vetur, hafi þeir nú getu til að gera eigin árásir á orkuinnviði í Rússlandi og að áhersla verði lögð á slíkar árásir. Rýnt í stöðuna í Úkraínu Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Fréttaskýringar Tengdar fréttir Pútín náðaði djöfladýrkanda sem myrti fjóra táninga Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur náðað djöfladýrkanda sem dæmdur var í tuttugu ára fangelsi árið 2010 fyrir að myrða og búta niður fjóra táninga. Maðurinn, sem heitir Nikolaí Oglobljak, var náðaður eftir að hafa verið í svokölluðum fangasveitum Rússa í Úkraínu í hálft ár. 21. nóvember 2023 16:46 Niinistö segir aukinn fjölda hælisleitenda hefndaraðgerð Rússa Sauli Niinistö, forseti Finnlands, hefur heitið því að grípa til afdráttarlausra aðgerða vegna aukins fjölda hælisleitenda sem kemur til landsins frá Rússlandi. Segir hann um að ræða hefndaraðgerðir Rússa vegna samstarfs Finna og Bandaríkjamanna. 16. nóvember 2023 09:58 Andspyrnumenn felldu þrjá rússneska leyniþjónustumenn Að minnsta kosti þrír rússneskir leyniþjónustumenn voru drepnir í úkraínsku borginni Melitopol í gær. 13. nóvember 2023 07:57 Selenskí varar Úkraínumenn við auknum árásum á innviði Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur varað Úkraínumenn við auknar árásir Rússa á innviði í landinu nú þegar vetur gengur í garð. Hann segir herinn búinn undir sókn Rússa á austurvígstöðvunum. 13. nóvember 2023 03:16 Rússar gefa út handtökuskipun á hendur íslenskum ríkisborgara Yfirvöld í Rússlandi hafa gefið út handtökuskipun á hendur Liudmilu „Lucy“ Shtein, 27 ára meðlimi hljómsveitarinnar og aðgerðahópsins Pussy Riot. 8. nóvember 2023 08:53 Dó þegar afmælisgjöfin sprakk Aðstoðarmaður yfirmanns herafla Úkraínu dó í gær þegar handsprengja sem hann fékk í afmælisgjöf sprakk. Þrettán ára sonur mannsins, sem hét Gennadiy Chastyakov og var majór, særðist alvarlega en fyrst var talið að um banatilræði hefði verið að ræða. 7. nóvember 2023 23:41 Úkraínsk Rússahækja skotin á Krímskaga Oleg Tsarev, fyrrverandi þingmaður í Úkraínu, er á sjúkrahúsi og sagður í alvarlegu ástandi eftir að hann var skotinn á Krímskaga síðustu nótt. Tsarev er sakaður um að hafa svikið Úkraínu og gengið til liðs við Rússa. 27. október 2023 17:01 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Þá er forskot Rússa þegar kemur að stórskotaliði að aukast. Rússar hafa þar að auki sparað eld- og stýriflaugar síðustu mánuði og eru taldir ætla að hefja árásir á orkuinnviði Úkraínu aftur á næstunni. Litlar breytingar á víglínunum Undanfarna mánuði hafa hörðustu bardagarnir í Úkraínu farið fram suður af Orkihiv í Saporisjíahéraði, þar sem Úkraínumenn reyndu í sumar að brjóta sér leið í gegnum varnir Rússa til að skera á birgðalínur Rússa til Krímskaga. Úkraínumenn gera enn árásir á þessu svæði en nota að mestu fótgöngulið, bæði vegna fjölda jarðsprengja og vegna veðurs, og barist er hverja trjálínu fyrir sig. Rússar hafa einnig gert umfangsmiklar árásir nærri Avdívka í austurhluta landsins og nærri Kúpíansk í norðausturhluta landsins á undanförnum vikum. Meiri árangur hefur náðst við Avdívka en þó takmarkaður. Nýjustu vendingarnar eru þær að Úkraínumenn hafa náð fótfestu á austurbakka Dnipró-ár í Kherson-héraði. Þar hafa landgönguliðar barist gegn rússneskum hermönnum og reynt að stækka yfirráðasvæði sitt. Lítill árangur virðist þó hafa náðst enn sem komið er en rússneskir herbloggarar hafa kvartað yfir því hve illa gengur að reka Úkraínumenn á brott. Í gær sagði einn að úkraínskir hermenn hefðu fellt fjölda rússneskra hermanna á svæðinu. Sjá einnig: Hafa náð fótfestu á austurbakka Dnipro Stríðið í Úkraínu einkennist þessa dagana af hörðum átökum víðsvegar í Úkraínu, sem skila þó litlum breytingum á víglínunum sjálfum. Úkraínskir landgönguliðar hafa náð fótfestu á austurhluta Dnipro-ár í Kherson-héraði.AP/Felipe Dana Valerí Salúsjní, yfirmaður herafla Úkraínu, skrifaði nýverið greinar, þar sem hann sagði að stríðið í Úkraínu væri að færast í nýjan fasa staðbundins hernaðar og þreytistríðs (e: attritional warfare). Varaði hann við þrátefli í átökunum og lagði til fimm leiðir til að bæta stöðu Úkraínumanna. Sjá einnig: Salúsjní segir þrátefli á víglínunni Grófa mynd af stöðunni í Úkraínu má sjá á meðfylgjandi kortum frá bandarísku hugveitunni Institute for the study of war. pic.twitter.com/P8R3geI94M— Institute for the Study of War (@TheStudyofWar) November 21, 2023 Úkraínskir hermenn við Avdívka segja árásir Rússa linnulausar. Úkraínumenn hafi látið undan þessum gífurlega þrýstingi, þrátt fyrir mikið mannfall meðal Rússa. Hermenn á víglínunni, sem blaðamaður Wall Street Journal ræddi nýverið við, segjast borubrattir en þó þreyttir. Fyrstu árásir Rússa að Avdívka í október misheppnuðust þar sem úkraínskir hermenn grönduðu fjölmörgum skrið- og bryndrekum með jarðsprengjum, stórskotaliði og drónum. Rússar urðu fyrir gífurlegu mannfalli, ef marka má myndefni frá Avdívka, sem benti til þess að á tveggja vikna tímabili hefðu Rússar misst minnst 106 skrið- og bryndreka. Sjá einnig: Rússar sækja hart fram í austri Þá breyttu Rússar aðferðum sínum. Í stað þess að senda skrið- og bryndreka sendu Rússar hermenn á tveimur jafnfljótum og í smærri hópum og í bylgjum. Breytingarnar svipar nokkuð til þeirra breytinga sem Úkraínumenn neyddust til að gera í Sapórisjíahéraði í sumar, eftir að fyrstu tilraunir þeirra til að komast í gegnum varnir Rússa misheppnuðust. Hlúð að særðum hermanni.Getty/Ozge Elif Kizil Sagðir sækja fram eins og uppvakningar Avdívka, sem er í raun úthverfi Dónetsk-borgar og hefur verið lýst sem hliðinu að borginni, sem er höfuðborg samnefnds héraðs og hefur verið í höndum Rússa frá 2014. Þá innlimuðu þeir Krímskaga ólöglega og studdu aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Bærinn hefur því verið í fremstu víglínu frá 2014 og er mjög víggirtur. Rússar hafa umkringt hann úr þremur áttum og reyna að skera á birgðalínur Úkraínumanna og umkringja alfarið þá hermenn sem enn halda til í borginni. pic.twitter.com/iJv9WhMy6L— Institute for the Study of War (@TheStudyofWar) November 21, 2023 Einn hermaður sem blaðamaður WSJ ræddi við sagði baráttuanda enn góðan meðal Úkraínumanna við Avdívka. Þeir væru þó orðnir þreyttir. Fyrrverandi yfirmaður í úkraínska hernum og núverandi hernaðargreinandi, sagði WSJ að hersveitir Úkraínumanna á svæðinu væru sumar orðnar verulega undirmannaðar. Úkraínskir hermenn segja þá rússnesku yfirleitt lítið þjálfaða og oftar en ekki vera auðveld skotmörk. „Þeir sækja fram eins og uppvakningar. Sumir með höfuðljós, sem er fögnunarefni fyrir vélbyssuskyttu,“ sagði annar hermaður, sem mannar vélbyssuna í bandarískum Bradley-bryndreka við Avdívka. Annar hermaður í sömu herdeild sagði Rússa ekki vitlausa. Þetta væri skipulega gert hjá þeim. Með þessum hætti leituðu þeir að veikleikum í vörnum Úkraínumanna sem þeir gætu nýtt. „Við höfum ekki næg skotfæri en þeir hafa nóg af fólki.“ RUSSIAN LOSSES | AVDIIVKA After large-scale losses of their equipment, the invaders try to storm down in small groups of infantry.But professional soldiers from 47th Mechanised Brigade counties destroying them. pic.twitter.com/AjC03oL9zd— Cloooud | (@GloOouD) November 21, 2023 Hermenn kvarta yfir yfirmönnum Einhverjir rússenskir hermenn hafa gefist upp, þó slíkt sé glæpur í Rússlandi. Einn þeirra ræddi við blaðamann WSJ og sagði að yfirmenn þeirra fengu skipanir um að taka stöður sem þeir gætu svo ekki haldið vegna árása Úkraínumanna. Þess vegna væri mannfall meðal rússneskra hermanna mjög mikið. „Þeir koma fram við okkur eins og úrgang,“ sagði hermaðurinn rússneski. Hann var handsamaður eftir að hann vankaðist þegar dróni sprakk nærri honum. Úkraínskir hermenn kvarta einnig yfir óraunhæfum skipunum að ofan. Einn sagði að skipanir um gagnárásir við Avdívka hefðu reynst illa og valdið óþarfa mannfalli. Nefndi hann eina þar sem sautján úkraínskir hermenn féllu í misheppnaðri gagnárás, sem hann neitaði að taka þátt í þar sem hann taldi hana óraunhæfa og varaði hann yfirmenn sína við því að framkvæma hana. Snjór er byrjaður að falla í Úkraínu.Getty/Diego Herrera Carcedo Hermenn segja gamla yfirmenn í hernum, sem þjálfaðir voru á tímum Sovétríkjanna, hafa komið verulega niður á vörnum Úkraínumanna frá því innrás Rússa hófst í febrúar í fyrra. Skortir sprengikúlur og nota dróna Frá upphafi stríðsins í Úkraínu hafa báða fylkingar treyst á stórskotalið, sem hefur skipt sköpum. Rússar hafa að mestu haft yfirburði á því sviði, bæði þegar kemur að skotfærum fyrir stórskotalið og þegar kemur að stórskotaliðsvopnum, þó Úkraínumenn hafi náð staðbundnum yfirburðum á stökum hlutum víglínunnar í Úkraínu. Forskotið hefur aukist með aukinni framleiðslu í Rússlandi og með vopnasendingum frá Norður-Kóreu og Íran. Bakhjarlar Úkraínu hafa ekki aukið framleiðslu á skotfærum fyrir stórskotalið eins og til þarf til að anna þörfum Úkraínumanna. Sjá einnig: Gengur illa að auka framleiðslu skotfæra Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði nýverið að dregið hefði úr sendingum 155 mm sprengikúla frá Bandaríkjunum, þar sem skotfæri sem áttu að fara til Úkraínu hafa verið send til Ísrael. Axios sagði frá því að um væri að ræða tugi þúsunda sprengikúla. Úkraínumenn hafa reynt að bæta fyrir þetta forskot Rússa, meðal annars með notkun sjálfsprengidróna. Þeir hafa nýst Úkraínumönnum, sem hafa þróað og framleitt mismunandi tegundir þeirra. Framleiðslan annar þó ekki eftirspurn. A new 'mammoth' FPV drone ccarrying 4kg of explosives was tested in Krynky, occupied Kherson region and flew right into the window of an occupied private house. pic.twitter.com/HOJieWwHbu— NOELREPORTS (@NOELreports) November 22, 2023 Rob Lee, hernaðarsérfræðingur sem var nýverið í rannsóknarferð í Úkraínu, segir að bakhjarlar Úkraínu geti aðstoðað Úkraínumenn við þessa framleiðslu. Það sé mun auðveldara en að auka framleiðslu á sprengikúlum og gæti vegið upp á móti skotfæraskorti hjá stórskotaliði. Artillery ammunition availability has been one of the most important factors in this war. There is no quick way of increasing artillery production capacity at this point; however, NATO countries can help Ukraine produce more FPVs and munitions for them to partially compensate. https://t.co/vgX0xhkrLq— Rob Lee (@RALee85) November 21, 2023 Rússar hafa einnig notað sjálfsprengidróna og með góðum árangri. Sérstaklega má nefna Lancet-dróna sem Rússar hafa notað mikið geng úkraínsku stórskotaliði. Framleiðsla þeirra er talin hafa verið aukin til muna í Rússlandi. Hernaðarðaðstoð berst enn Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands, tilkynnti í vikunni nýjan aðstoðarpakka handa Úkraínumönnum. Hann felur í sér fjögur IRIS-T loftvarnarkerfi, tuttugu þúsund 155 mm sprengikúlur fyrir stórskotalið og önnur hergögn. Hernaðaaðstoð þessi er metin á 1,3 milljarða evra og má það að mestu rekja til kostnaðar við loftvarnarkerfin sem eru hönnuð til að skjóta niður hraðskreið skotmörk eins og dróna og eldflaugar. Defense Minister of Germany Boris Pistorius announced a new military aid package for Ukraine worth EUR 1.3 billion.The capabilities in this package include 4 IRIS-T systems 20,000 155 mm ammo anti-tank mines and other weapons.We are grateful to Minister Pistorius and — Defense of Ukraine (@DefenceU) November 21, 2023 Bandaríkjamenn tillkynntu einnig nýjan pakka hernaðaraðstoðar. Meðal annars fengu Úkraínumenn nýtt HIMARS-vopnakerfi, sem nýst hafa Úkraínumönnum mjög vel, skotfæri fyrir stórskotalið og eldflaugar sem hannaðar eru til að granda skrið- og bryndrekum og þyrlum og herflugvélum. @DeptofDefense announced additional security assistance for Ukraine valued at up to $100 million.Thank you for supporting Ukraine in our struggle against russian aggression.The capabilities in this package include: 1 High Mobility Artillery Rocket System (HIMARS) and — Defense of Ukraine (@DefenceU) November 21, 2023 Þessi aðstoðarpakki er metinn á um hundrað milljónir dala en Bandaríkjamenn skortir fjármuni til að aðstoða Úkraínumenn, þar sem slík fjárútlát hafa ekki verið samþykkt á bandaríska þinginu. Þar hefur mikil óreiða ríkt undanfarnar vikur. Hvíta húsið hefur farið fram á að þingið samþykki að veita sextíu milljörðum dala í aðstoð til Úkraínu en Repúblikanar hafa staðið í vegi þess. Þingmönnum tókst nýverið að komast að samkomulagi um að samþykkja ný tímabundin fjárlög en fóru í frí, án þess að samþykkja aðstoðarpakka til Úkraínu. Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, fór til Úkraínu í vikunni þar sem hann sagði að stuðningur Bandaríkjanna við Úkraínu myndi halda áfram. Hann sagði blaðamönnum í Kænugarði að bandarískir þingmenn hefðu spurningar um stríðið í Úkraínu og þeim yrði svarað. Hann sagði einnig að það skipti heiminn allan máli hvernig stríðið í Úkraínu færi. I visited Kyiv with a key message: what happens in Ukraine matters, because rules matter and sovereignty matters. pic.twitter.com/3MWJMxGPHH— Secretary of Defense Lloyd J. Austin III (@SecDef) November 21, 2023 Óttast umfangsmiklar árásir á innviði Orkuinnviðir Úkraínu urðu fyrir miklum skemmdum síðasta vetur. Í frétt New York Times segir að ástandið sé í raun verra en það var í fyrra, vegna þessara skemmda. Dreifikerfi Úkraínu sé viðkvæmara en það var. Yfirvöld í Úkraínu segja Rússa hafa beint rúmlega 1.200 eld- og stýriflaugum og sjálfsprengidrónum frá Íran að orkuinnviðum landsins frá október 2022 til apríl 2023. Þessar árásir ollu miklum skemmdum. Sameinuðu þjóðirnar birtu í sumar skýrslu um að rafmagnsframleiðsla Úkraínu hefði dregist saman um helming, frá því innrás Rússa hófst. Sérfræðingar segja NYT að ástandið hafi lítið batnað síðan þá. Loftvarnir Úkraínumanna eru þó betri en þær voru í fyrra. Áðurnefnd loftvarnarkerfi frá Þjóðverjum munu líklega reynast Úkraínumönnum mikilvæg en þeir óttast umfangsmiklar árásir á orkuinnviði í vetur, eins og síðasta vetur. Rússar hafa sparað sínar háþróuðustu eldflaugar á undanförnum mánuðum og eru taldir sitja á töluverðum fjölda þeirra. Varnarmálaráðuneyti Bretlands varaði við því í vikunni að eldflaugar þessar yrðu líklegast notaðar til árása í vetur. Það sæist meðal annars í sjálfpsrengidrónaárásum Rússa, sem virtist ætlað að veikja loftvarnir Úkraínumanna í og við Kænugarð. Latest Defence Intelligence update on the situation in Ukraine 21 November 2023.Find out more about Defence Intelligence's use of language: https://t.co/u5M50Sfnzr #StandWithUkraine pic.twitter.com/aFWIQWgLoL— Ministry of Defence (@DefenceHQ) November 21, 2023 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, varaði þjóðina nýverið við þessum væntanlegu árásum í vetur. Úkraínumenn hafa þó varað Rússa við því að öfugt við síðasta vetur, hafi þeir nú getu til að gera eigin árásir á orkuinnviði í Rússlandi og að áhersla verði lögð á slíkar árásir.
Rýnt í stöðuna í Úkraínu Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Fréttaskýringar Tengdar fréttir Pútín náðaði djöfladýrkanda sem myrti fjóra táninga Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur náðað djöfladýrkanda sem dæmdur var í tuttugu ára fangelsi árið 2010 fyrir að myrða og búta niður fjóra táninga. Maðurinn, sem heitir Nikolaí Oglobljak, var náðaður eftir að hafa verið í svokölluðum fangasveitum Rússa í Úkraínu í hálft ár. 21. nóvember 2023 16:46 Niinistö segir aukinn fjölda hælisleitenda hefndaraðgerð Rússa Sauli Niinistö, forseti Finnlands, hefur heitið því að grípa til afdráttarlausra aðgerða vegna aukins fjölda hælisleitenda sem kemur til landsins frá Rússlandi. Segir hann um að ræða hefndaraðgerðir Rússa vegna samstarfs Finna og Bandaríkjamanna. 16. nóvember 2023 09:58 Andspyrnumenn felldu þrjá rússneska leyniþjónustumenn Að minnsta kosti þrír rússneskir leyniþjónustumenn voru drepnir í úkraínsku borginni Melitopol í gær. 13. nóvember 2023 07:57 Selenskí varar Úkraínumenn við auknum árásum á innviði Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur varað Úkraínumenn við auknar árásir Rússa á innviði í landinu nú þegar vetur gengur í garð. Hann segir herinn búinn undir sókn Rússa á austurvígstöðvunum. 13. nóvember 2023 03:16 Rússar gefa út handtökuskipun á hendur íslenskum ríkisborgara Yfirvöld í Rússlandi hafa gefið út handtökuskipun á hendur Liudmilu „Lucy“ Shtein, 27 ára meðlimi hljómsveitarinnar og aðgerðahópsins Pussy Riot. 8. nóvember 2023 08:53 Dó þegar afmælisgjöfin sprakk Aðstoðarmaður yfirmanns herafla Úkraínu dó í gær þegar handsprengja sem hann fékk í afmælisgjöf sprakk. Þrettán ára sonur mannsins, sem hét Gennadiy Chastyakov og var majór, særðist alvarlega en fyrst var talið að um banatilræði hefði verið að ræða. 7. nóvember 2023 23:41 Úkraínsk Rússahækja skotin á Krímskaga Oleg Tsarev, fyrrverandi þingmaður í Úkraínu, er á sjúkrahúsi og sagður í alvarlegu ástandi eftir að hann var skotinn á Krímskaga síðustu nótt. Tsarev er sakaður um að hafa svikið Úkraínu og gengið til liðs við Rússa. 27. október 2023 17:01 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Pútín náðaði djöfladýrkanda sem myrti fjóra táninga Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur náðað djöfladýrkanda sem dæmdur var í tuttugu ára fangelsi árið 2010 fyrir að myrða og búta niður fjóra táninga. Maðurinn, sem heitir Nikolaí Oglobljak, var náðaður eftir að hafa verið í svokölluðum fangasveitum Rússa í Úkraínu í hálft ár. 21. nóvember 2023 16:46
Niinistö segir aukinn fjölda hælisleitenda hefndaraðgerð Rússa Sauli Niinistö, forseti Finnlands, hefur heitið því að grípa til afdráttarlausra aðgerða vegna aukins fjölda hælisleitenda sem kemur til landsins frá Rússlandi. Segir hann um að ræða hefndaraðgerðir Rússa vegna samstarfs Finna og Bandaríkjamanna. 16. nóvember 2023 09:58
Andspyrnumenn felldu þrjá rússneska leyniþjónustumenn Að minnsta kosti þrír rússneskir leyniþjónustumenn voru drepnir í úkraínsku borginni Melitopol í gær. 13. nóvember 2023 07:57
Selenskí varar Úkraínumenn við auknum árásum á innviði Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur varað Úkraínumenn við auknar árásir Rússa á innviði í landinu nú þegar vetur gengur í garð. Hann segir herinn búinn undir sókn Rússa á austurvígstöðvunum. 13. nóvember 2023 03:16
Rússar gefa út handtökuskipun á hendur íslenskum ríkisborgara Yfirvöld í Rússlandi hafa gefið út handtökuskipun á hendur Liudmilu „Lucy“ Shtein, 27 ára meðlimi hljómsveitarinnar og aðgerðahópsins Pussy Riot. 8. nóvember 2023 08:53
Dó þegar afmælisgjöfin sprakk Aðstoðarmaður yfirmanns herafla Úkraínu dó í gær þegar handsprengja sem hann fékk í afmælisgjöf sprakk. Þrettán ára sonur mannsins, sem hét Gennadiy Chastyakov og var majór, særðist alvarlega en fyrst var talið að um banatilræði hefði verið að ræða. 7. nóvember 2023 23:41
Úkraínsk Rússahækja skotin á Krímskaga Oleg Tsarev, fyrrverandi þingmaður í Úkraínu, er á sjúkrahúsi og sagður í alvarlegu ástandi eftir að hann var skotinn á Krímskaga síðustu nótt. Tsarev er sakaður um að hafa svikið Úkraínu og gengið til liðs við Rússa. 27. október 2023 17:01
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent