Pútín náðaði djöfladýrkanda sem myrti fjóra táninga Samúel Karl Ólason skrifar 21. nóvember 2023 16:46 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Mikhail Klimentyev Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur náðað djöfladýrkanda sem dæmdur var í tuttugu ára fangelsi árið 2010 fyrir að myrða og búta niður fjóra táninga. Maðurinn, sem heitir Nikolaí Oglobljak, var náðaður eftir að hafa verið í svokölluðum fangasveitum Rússa í Úkraínu í hálft ár. Faðir hans segir Ogobljak, sem er 33 ára gamall, vera hreyfihamlaðan eftir að hann særðist í Úkraínu. Hann sneri heim í byrjun nóvember en faðir hans segir ólíklegt að hann verði sendur aftur til Úkraínu, samkvæmt ummælum föðurins við rússneskan miðil. Jevgení Prígósjín, fyrrverandi eigandi málaliðahópsins Wagner Group, réði til sín tugi þúsunda fanga úr rússneskum fangelsum, með því loforði að þeir fengu frelsi eftir hálfs árs þjónustu. Prígósjín hætti svo síðasta haust að ráða fanga en rússneski herinn byrjaði. Fangarnir voru settir í sveitir sem kallast „Storm Z“ og eru iðulega sendir fyrstir fram gegn úkraínskum hermönnum. Óljóst er hve margir fangar hafa verið ráðnir beint úr fangelsum Rússland, hvort sem það var gert af Prígósjín eða hernum, en talið er að þeir telji tugi þúsunda. Miðað við nýlega umfjöllun Reuters um þessar Storm Z sveitir, lifa fáir þeirra í sex mánuði eða lengur. Rússneski miðillinn Insider segir Oglobljak hafa verið í fámennum hópi djöfladýrkenda í Yaroslavl, skammt norðaustur af Moskvu. Þar bjó hann með táningum á auðri lóð þar sem hópurinn fórnaði hundum og köttum og hengdu hræ dýranna á öfugan kross. Hópurinn var myndaður árið 2006 en árið 2008 myrtu meðlimir hans fjóra háskólanemendur á grimmilegan máta í tveimur mismunandi árásum og bútuðu lík þeirra niður. Háskólanemendurnir höfðu verið plataðir í samkvæmi á áðurnefndri lóð en djöfladýrkendurnir stungu þau til bana með rýtingum. Leiðtogi hópsins afhöfðaði líkin með sveðju og tóku djöfladýrkendurnir af sér myndir með höfuðin, áður en líkin voru bútuð niður frekar. Djöfladýrkendurnir voru í kjölfarið dæmdir til átta til tuttugu ára fangelsisvistar en Oglobljak fékk lengsta dóminn, þar sem hann var eini meðlimur hópsins yfir lögaldri. Hann var síðastur þeirra til að sleppa úr fangelsi. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Faðir hans segir Ogobljak, sem er 33 ára gamall, vera hreyfihamlaðan eftir að hann særðist í Úkraínu. Hann sneri heim í byrjun nóvember en faðir hans segir ólíklegt að hann verði sendur aftur til Úkraínu, samkvæmt ummælum föðurins við rússneskan miðil. Jevgení Prígósjín, fyrrverandi eigandi málaliðahópsins Wagner Group, réði til sín tugi þúsunda fanga úr rússneskum fangelsum, með því loforði að þeir fengu frelsi eftir hálfs árs þjónustu. Prígósjín hætti svo síðasta haust að ráða fanga en rússneski herinn byrjaði. Fangarnir voru settir í sveitir sem kallast „Storm Z“ og eru iðulega sendir fyrstir fram gegn úkraínskum hermönnum. Óljóst er hve margir fangar hafa verið ráðnir beint úr fangelsum Rússland, hvort sem það var gert af Prígósjín eða hernum, en talið er að þeir telji tugi þúsunda. Miðað við nýlega umfjöllun Reuters um þessar Storm Z sveitir, lifa fáir þeirra í sex mánuði eða lengur. Rússneski miðillinn Insider segir Oglobljak hafa verið í fámennum hópi djöfladýrkenda í Yaroslavl, skammt norðaustur af Moskvu. Þar bjó hann með táningum á auðri lóð þar sem hópurinn fórnaði hundum og köttum og hengdu hræ dýranna á öfugan kross. Hópurinn var myndaður árið 2006 en árið 2008 myrtu meðlimir hans fjóra háskólanemendur á grimmilegan máta í tveimur mismunandi árásum og bútuðu lík þeirra niður. Háskólanemendurnir höfðu verið plataðir í samkvæmi á áðurnefndri lóð en djöfladýrkendurnir stungu þau til bana með rýtingum. Leiðtogi hópsins afhöfðaði líkin með sveðju og tóku djöfladýrkendurnir af sér myndir með höfuðin, áður en líkin voru bútuð niður frekar. Djöfladýrkendurnir voru í kjölfarið dæmdir til átta til tuttugu ára fangelsisvistar en Oglobljak fékk lengsta dóminn, þar sem hann var eini meðlimur hópsins yfir lögaldri. Hann var síðastur þeirra til að sleppa úr fangelsi.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira