Körfubolti

Nýliðatreyja Wembanyama seldist á 107 milljónir

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Treyjan á myndinni seldist á hvorki meira né minna ne 107 milljónir króna.
Treyjan á myndinni seldist á hvorki meira né minna ne 107 milljónir króna. Christian Petersen/Getty Images

Treyjan sem Victor Wembanyama, nýliði í NBa-deildinni í körfubolta, klæddist í sínum fyrsta leik í deildinni seldist á uppboði í kvöld fyrir um 107 milljónir króna.

Gríðarleg sepnna ríkti fyrir því að fá þennan 19 ára gamla Frakka inn í deildina og nú virðist það vera orðið staðfest að fólk hafi mikla trú á því að þessi 224 cm hái körfuboltamaður muni skrá sig á spjöld sögunnar.

Treyja sem Wembanyama klæddist í sínum fyrsta leik í NBA-deildinni seldist á uppboði fyrir 762 þúsund Bandaríkjadali, en það samsvarar rétt rúmlega 107 milljónum íslenskra króna. Upphaflega var búist við að treyjan myndi seljast á bilinu 80-120 þúsund dollara, en í raun seldist hún á yfir sexfallt hærri upphæð en njörtustu vonir gerðu ráð fyrir.

Þetta er það hæsta sem nokkurntíman hefur verið greitt fyrir nýliðatreyju. Wembanyama skoraði 15 stig, tók fimm fráköst, gaf tvær stoðsendingar og varði eitt skot í sínum fyrsta leik í NBA-deildinni gegn Dallas Mavericks.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×