Innlent

Færri skjálftar en rokið gæti spillt talningunni

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Frá Reykjanesi.
Frá Reykjanesi. Vísir/Vilhelm

Frá miðnætti í dag hafa tæplega 50 jarðskjálftar mælst við kvikuganginn, sem eru nokkuð færri en síðustu daga en þá hafa mælst um 1500-1800 skjálftar á sólarhring.

Enginn skjálfti hefur mælst yfir 2 að stærð í dag. Í athugasemdum jarðvísindamanns á vef veðurstofunnar frá því í morgun segir þó að gera megi ráð fyrir því að hvassviðrið sem gengur yfir landið hafi áhrif á á næmni kerfisins til að finna minnstu skjálftana.

Því sé erfitt að meta hvort dragi úr skjálftavirkni að svo stöddu.

Í gær var staðan þannig að áfram hægði á aflögun í og við kvikuganginn sem myndaðist 10. nóvember en land hélt hinsvegar áfram að rísa við Svartsengi.


Tengdar fréttir

Nokkur fjöldi án hitaveitu

Nokkur fjöldi húsa í Grindavík eru enn án hitaveitu en unnið er að lagfæringum á dreifikerfinu. Þá er unnið að því að koma upp varavatnsbóli sem getur nýst íbúum og fyrirtækjum á Reykjanesi komi til eldgoss við Svartsengi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×