Hátt í tvö þúsund manns með offitu muni lenda í vandræðum Helena Rós Sturludóttir skrifar 22. nóvember 2023 12:16 Erla Gerður Sveinsdóttir, sérfræðilæknir við offitumeðferð og heimilislæknir hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Sérfræðingar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hafa miklar áhyggjur af breyttri greiðsluþátttöku á lyfjum sem notuð eru til að meðhöndla offitu. Hert skilyrði mismuni sjúklingum eftir efnahag og hátt í tvö þúsund manns muni lenda í vandræðum. Lyfjastofnun tilkynnti um breytingu á greiðsluþátttöku fyrir lyfin Saxenda og Wegovy í byrjun mánaðar. Sérfræðingar á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins mótmæla þessum breytingum og segja þær hindra getu heilbrigðisstarfsfólks til að veita sjúklingum með offitu viðeigandi meðferð og vilja að breytingarnar verði endurskoðaðar strax. Fáir sem fái lyfin niðurgreidd Erla Gerður Sveinsdóttir, sérfræðilæknir við offitumeðferð og heimilislæknir hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir starfsfólk hafa miklar áhyggjur af breytingunum. „Þetta eru í rauninni góð lyf þegar þau eru rétt notuð og mikilvægt þau við meðferð á þessum alvarlega sjúkdómi. En núna eru greiðsluþátttakan svo hert að það eru fáir sem fá lyfin niðurgreidd og þetta skapar svo mikla mismunun sjúklinga sem núna þurfa að greiða þessa meðferð sjálfir sem er vissulega dýr,“ segir Erla. Heilbrigðisstarfsfólk hafi skilning fyrir því að takmarkanir þurfi að vera. „Þarna er verið að fara alltof langt og í rauninni hvetja okkur til að veita ranga meðferð,“ segir Erla. Frá 1. janúar til 1. nóvember þessa árs hafi hátt í tvö þúsund manns fengið lyfinu Saxenda ávísað og mjög fáir þeirra uppfylli þau þröngu skilyrði sem eru nú fyrir greiðsluþátttöku. Þeir sem uppfylli skilurðin séu orðnir það veikir að þeir ættu í raun að fara í efnaskiptaaðgerð frekar en að fá lyf. „Vandinn stækkar eins og snjóbolti“ „Þarna eru um tæplega tvö þúsund manns að fara lenda í vandræðum. En fyrir voru í rauninni skilyrðin það ströng að það er fullt af fólki sem er ætti að vera á lyfinu en fá ekki lyfin þannig vandinn stækkar eins og snjóbolti,“ segir Erla. Einstaklingar fái verri sjúkdóm fyrir vikið og tapi frekari heilsu sem muni kosta ríkið meira. „Við erum bara að horfa á einstakling með sjúkdóm sem við vitum að við getum haft áhrif á og bætt heilsu gríðarlega en við verðum eiginlega bara að horfa á sjúklingana og segja heyrðu við getum ekki hjálpað þér. Þetta er svo rangt,“ útskýrir Erla. Lyfið Saxenda hafi kostað um 45 þúsund krónur á mánuði og Wegovy sem kom á markað í nóvember kosti um 27 þúsund krónur. „Ríkið hefði verið að spara hvort eð er bara við breytinguna á nýja lyfinu sem er bæði öflugra og hentugra heldur en gamla lyfið,“ segir Erla og bætir við að ríkið hefði sparað kostnað án þess að breyta reglum um greiðsluþátttöku. Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Lyf Þyngdarstjórnunarlyf Tengdar fréttir Greiðsluþátttaka verður einungis fyrir þá sem þjást af offitu Lyfjastofnun hefur endurskoðað einstaklingsbundna greiðsluþátttöku fyrir lyfin Saxenda og Wegovy, í ljósi nýrra upplýsinga frá Norðurlöndunum. Greiðsluþátttöku í Saxenda verður hætt en greiðsluþáttaka Wegovy skilyrt við einstaklinga sem þjást af offitu. 2. nóvember 2023 14:42 Framleiðandi Wegovy, Ozempic og Saxenda nú verðmætasta fyrirtæki Evrópu Danski lyfjarisinn Novo Nordisk er verðmætasta fyrirtæki Evrópu samkvæmt nýjustu tölum og tekur við titlinum af tískurisanum LVMH sem meðal annars framleiðir vörur undir merkjum Luis Vuitton og áfengi á borð við Moét og Hennessy. 5. september 2023 08:15 Ozempic ófáanlegt en væntanlegt Blóðsykurslyfið Ozempic hefur verið ófáanlegt á landinu frá því í sumar en er væntanlegt aftur í sölu í næstu viku. Lyfið er afar vinsælt í megrunarskyni. 14. september 2023 09:54 Næstum tuttugu sinnum fleiri á offitulyfjum Sérfræðingur í offitu segir góðan undirbúning og eftirfylgni forsendu fyrir því að offituaðgerðir endist. Því miður sé það ekki alltaf raunin og í þeim tilvikum megi búast við sömu vandamálum nokkrum árum eftir aðgerð. Margföldun hefur orðið í ávísunum og kostnaði vegna stungulyfja við offitu frá 2017. 10. október 2022 07:00 Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Sjá meira
Lyfjastofnun tilkynnti um breytingu á greiðsluþátttöku fyrir lyfin Saxenda og Wegovy í byrjun mánaðar. Sérfræðingar á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins mótmæla þessum breytingum og segja þær hindra getu heilbrigðisstarfsfólks til að veita sjúklingum með offitu viðeigandi meðferð og vilja að breytingarnar verði endurskoðaðar strax. Fáir sem fái lyfin niðurgreidd Erla Gerður Sveinsdóttir, sérfræðilæknir við offitumeðferð og heimilislæknir hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir starfsfólk hafa miklar áhyggjur af breytingunum. „Þetta eru í rauninni góð lyf þegar þau eru rétt notuð og mikilvægt þau við meðferð á þessum alvarlega sjúkdómi. En núna eru greiðsluþátttakan svo hert að það eru fáir sem fá lyfin niðurgreidd og þetta skapar svo mikla mismunun sjúklinga sem núna þurfa að greiða þessa meðferð sjálfir sem er vissulega dýr,“ segir Erla. Heilbrigðisstarfsfólk hafi skilning fyrir því að takmarkanir þurfi að vera. „Þarna er verið að fara alltof langt og í rauninni hvetja okkur til að veita ranga meðferð,“ segir Erla. Frá 1. janúar til 1. nóvember þessa árs hafi hátt í tvö þúsund manns fengið lyfinu Saxenda ávísað og mjög fáir þeirra uppfylli þau þröngu skilyrði sem eru nú fyrir greiðsluþátttöku. Þeir sem uppfylli skilurðin séu orðnir það veikir að þeir ættu í raun að fara í efnaskiptaaðgerð frekar en að fá lyf. „Vandinn stækkar eins og snjóbolti“ „Þarna eru um tæplega tvö þúsund manns að fara lenda í vandræðum. En fyrir voru í rauninni skilyrðin það ströng að það er fullt af fólki sem er ætti að vera á lyfinu en fá ekki lyfin þannig vandinn stækkar eins og snjóbolti,“ segir Erla. Einstaklingar fái verri sjúkdóm fyrir vikið og tapi frekari heilsu sem muni kosta ríkið meira. „Við erum bara að horfa á einstakling með sjúkdóm sem við vitum að við getum haft áhrif á og bætt heilsu gríðarlega en við verðum eiginlega bara að horfa á sjúklingana og segja heyrðu við getum ekki hjálpað þér. Þetta er svo rangt,“ útskýrir Erla. Lyfið Saxenda hafi kostað um 45 þúsund krónur á mánuði og Wegovy sem kom á markað í nóvember kosti um 27 þúsund krónur. „Ríkið hefði verið að spara hvort eð er bara við breytinguna á nýja lyfinu sem er bæði öflugra og hentugra heldur en gamla lyfið,“ segir Erla og bætir við að ríkið hefði sparað kostnað án þess að breyta reglum um greiðsluþátttöku.
Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Lyf Þyngdarstjórnunarlyf Tengdar fréttir Greiðsluþátttaka verður einungis fyrir þá sem þjást af offitu Lyfjastofnun hefur endurskoðað einstaklingsbundna greiðsluþátttöku fyrir lyfin Saxenda og Wegovy, í ljósi nýrra upplýsinga frá Norðurlöndunum. Greiðsluþátttöku í Saxenda verður hætt en greiðsluþáttaka Wegovy skilyrt við einstaklinga sem þjást af offitu. 2. nóvember 2023 14:42 Framleiðandi Wegovy, Ozempic og Saxenda nú verðmætasta fyrirtæki Evrópu Danski lyfjarisinn Novo Nordisk er verðmætasta fyrirtæki Evrópu samkvæmt nýjustu tölum og tekur við titlinum af tískurisanum LVMH sem meðal annars framleiðir vörur undir merkjum Luis Vuitton og áfengi á borð við Moét og Hennessy. 5. september 2023 08:15 Ozempic ófáanlegt en væntanlegt Blóðsykurslyfið Ozempic hefur verið ófáanlegt á landinu frá því í sumar en er væntanlegt aftur í sölu í næstu viku. Lyfið er afar vinsælt í megrunarskyni. 14. september 2023 09:54 Næstum tuttugu sinnum fleiri á offitulyfjum Sérfræðingur í offitu segir góðan undirbúning og eftirfylgni forsendu fyrir því að offituaðgerðir endist. Því miður sé það ekki alltaf raunin og í þeim tilvikum megi búast við sömu vandamálum nokkrum árum eftir aðgerð. Margföldun hefur orðið í ávísunum og kostnaði vegna stungulyfja við offitu frá 2017. 10. október 2022 07:00 Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Sjá meira
Greiðsluþátttaka verður einungis fyrir þá sem þjást af offitu Lyfjastofnun hefur endurskoðað einstaklingsbundna greiðsluþátttöku fyrir lyfin Saxenda og Wegovy, í ljósi nýrra upplýsinga frá Norðurlöndunum. Greiðsluþátttöku í Saxenda verður hætt en greiðsluþáttaka Wegovy skilyrt við einstaklinga sem þjást af offitu. 2. nóvember 2023 14:42
Framleiðandi Wegovy, Ozempic og Saxenda nú verðmætasta fyrirtæki Evrópu Danski lyfjarisinn Novo Nordisk er verðmætasta fyrirtæki Evrópu samkvæmt nýjustu tölum og tekur við titlinum af tískurisanum LVMH sem meðal annars framleiðir vörur undir merkjum Luis Vuitton og áfengi á borð við Moét og Hennessy. 5. september 2023 08:15
Ozempic ófáanlegt en væntanlegt Blóðsykurslyfið Ozempic hefur verið ófáanlegt á landinu frá því í sumar en er væntanlegt aftur í sölu í næstu viku. Lyfið er afar vinsælt í megrunarskyni. 14. september 2023 09:54
Næstum tuttugu sinnum fleiri á offitulyfjum Sérfræðingur í offitu segir góðan undirbúning og eftirfylgni forsendu fyrir því að offituaðgerðir endist. Því miður sé það ekki alltaf raunin og í þeim tilvikum megi búast við sömu vandamálum nokkrum árum eftir aðgerð. Margföldun hefur orðið í ávísunum og kostnaði vegna stungulyfja við offitu frá 2017. 10. október 2022 07:00