Reykjanesbrautin næst því að uppfylla skilyrði um hærri hámarkshraða Atli Ísleifsson skrifar 22. nóvember 2023 13:50 Í svari ráðherrans Sigurðar Inga við fyrirspurn þingmannsins segir að við ákvörðun á hámarkshraða og hvort verjanlegt sé að hækka hann umfram þær meginreglur sem kveðið sé á um í umferðarlögum sé litið til ýmissa þátta. Vísir/Vilhelm/Egill Reykjanesbrautin milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar er sá vegur á landinu sem kemst næst því að uppfylla skilyrði laga um fyrir hærri hámarkshraða en 90 kílómetrar á klukkustund. Til að slíkt gæti yfir höfuð gerst þyrfti að ráðast í ýmsar framkvæmdir á veginum. Þetta kemur fram í svari Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra við fyrirspurn Vilhjálms Árnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um hraðamörk á vegum. Vilhjálmur spurði þar ráðherrann hvort að skoðunar hefði komið að nýta heimild í umferðarlögum um aukinn hámarkshraða á einhverjum vegum landsins. Í umferðarlögum segir að ákveða megi hraðamörk, þó ekki hærri en 110 kílómetra á klukkustund, ef „akstursstefnur eru aðgreindar og aðstæður að öðru leyti leyfa, enda mæli veigamikil sjónarmið um umferðaröryggi eigi gegn því.“ Skýr skilyrði Í svari ráðherrans segir að við ákvörðun á hámarkshraða og hvort verjanlegt sé að hækka hann umfram þær meginreglur sem kveðið er á um í umferðarlögum sé litið til ýmissa þátta. „Í fyrsta lagi hvort vegur og hönnun hans uppfylli nauðsynleg skilyrði til að hægt sé að hækka hámarkshraðann. Í öðru lagi hvort næsta umhverfi vegarins, þ.e. öryggissvæði, uppfylli sambærileg skilyrði. Í þriðja lagi hvort miðjusvæði milli akbrauta, miðdeilir, uppfylli skilyrðin. Í fjórða lagi þarf að huga að óvörðum vegfarendum. Raukjanesbraut, horft til vesturs frá Hafnarfirði.Vísir/Egill Eins og staðan er í dag uppfyllir enginn vegur á Íslandi skilyrði fyrir hámarkshraða hærri en 90 km/klst. Auk nægilegs hönnunarhraða eru skilyrði sem þurfa að vera uppfyllt til að hækka megi leyfilegan hámarkshraða á vegi eftirfarandi: Akstursstefnur séu aðgreindar. Vegamót séu mislæg. Breidd öryggissvæðis meðfram vegi sé nægjanleg. Miðjusvæði á milli akbrauta sé fullnægjandi. Hjólandi vegfarendum hafi verið tryggð örugg leið,“ segir í svarinu. Vantar ýmislegt upp á Ennfremur segir að Reykjanesbrautin milli Hafnarfjarðar og Keflavíkur sé sá vegur sem komist næst því að uppfylla skilyrðin. Enn vanti þó nokkuð upp á og sé þar vísað til þess að öryggissvæði meðfram veginum uppfylli ekki kröfur fyrir hærri hámarkshraða en 90 kílómetra hraða og skipti þá ekki máli hvort um sé að ræða 100 kílómetra hraða eða 110. „Í fyrra tilvikinu þyrfti að tryggja að lágmarki 15 metra breitt svæði án hvers kyns hindrana norðan og sunnan brautarinnar, en að lágmarki 18 metra breitt svæði í síðara tilvikinu, til að draga úr hættu á alvarlegum meiðslum við útafakstur,“ segir í svarinu. Sömuleiðis er bent á að miðjusvæðið milli akbrauta, svokallaður miðdeilir, uppfylli ekki skilyrðin. „Í miðjusvæðinu hefur verið unnið að uppsetningu vegriðs til að koma í veg fyrir að ökutæki geti komist yfir á þann helming vegarins sem ekið er á í gagnstæða átt. Í dag eru vegrið einungis öðrum megin, að jafnaði þeim megin sem vegkantur liggur hærra í landi. -Auk þess er ekki göngu- og hjólastígur á milli Keflavíkur og Hafnarfjarðar,“ segir í svari ráðherrans. Umferðaröryggi Umferð Samgöngur Alþingi Hafnarfjörður Reykjanesbær Vogar Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra við fyrirspurn Vilhjálms Árnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um hraðamörk á vegum. Vilhjálmur spurði þar ráðherrann hvort að skoðunar hefði komið að nýta heimild í umferðarlögum um aukinn hámarkshraða á einhverjum vegum landsins. Í umferðarlögum segir að ákveða megi hraðamörk, þó ekki hærri en 110 kílómetra á klukkustund, ef „akstursstefnur eru aðgreindar og aðstæður að öðru leyti leyfa, enda mæli veigamikil sjónarmið um umferðaröryggi eigi gegn því.“ Skýr skilyrði Í svari ráðherrans segir að við ákvörðun á hámarkshraða og hvort verjanlegt sé að hækka hann umfram þær meginreglur sem kveðið er á um í umferðarlögum sé litið til ýmissa þátta. „Í fyrsta lagi hvort vegur og hönnun hans uppfylli nauðsynleg skilyrði til að hægt sé að hækka hámarkshraðann. Í öðru lagi hvort næsta umhverfi vegarins, þ.e. öryggissvæði, uppfylli sambærileg skilyrði. Í þriðja lagi hvort miðjusvæði milli akbrauta, miðdeilir, uppfylli skilyrðin. Í fjórða lagi þarf að huga að óvörðum vegfarendum. Raukjanesbraut, horft til vesturs frá Hafnarfirði.Vísir/Egill Eins og staðan er í dag uppfyllir enginn vegur á Íslandi skilyrði fyrir hámarkshraða hærri en 90 km/klst. Auk nægilegs hönnunarhraða eru skilyrði sem þurfa að vera uppfyllt til að hækka megi leyfilegan hámarkshraða á vegi eftirfarandi: Akstursstefnur séu aðgreindar. Vegamót séu mislæg. Breidd öryggissvæðis meðfram vegi sé nægjanleg. Miðjusvæði á milli akbrauta sé fullnægjandi. Hjólandi vegfarendum hafi verið tryggð örugg leið,“ segir í svarinu. Vantar ýmislegt upp á Ennfremur segir að Reykjanesbrautin milli Hafnarfjarðar og Keflavíkur sé sá vegur sem komist næst því að uppfylla skilyrðin. Enn vanti þó nokkuð upp á og sé þar vísað til þess að öryggissvæði meðfram veginum uppfylli ekki kröfur fyrir hærri hámarkshraða en 90 kílómetra hraða og skipti þá ekki máli hvort um sé að ræða 100 kílómetra hraða eða 110. „Í fyrra tilvikinu þyrfti að tryggja að lágmarki 15 metra breitt svæði án hvers kyns hindrana norðan og sunnan brautarinnar, en að lágmarki 18 metra breitt svæði í síðara tilvikinu, til að draga úr hættu á alvarlegum meiðslum við útafakstur,“ segir í svarinu. Sömuleiðis er bent á að miðjusvæðið milli akbrauta, svokallaður miðdeilir, uppfylli ekki skilyrðin. „Í miðjusvæðinu hefur verið unnið að uppsetningu vegriðs til að koma í veg fyrir að ökutæki geti komist yfir á þann helming vegarins sem ekið er á í gagnstæða átt. Í dag eru vegrið einungis öðrum megin, að jafnaði þeim megin sem vegkantur liggur hærra í landi. -Auk þess er ekki göngu- og hjólastígur á milli Keflavíkur og Hafnarfjarðar,“ segir í svari ráðherrans.
Umferðaröryggi Umferð Samgöngur Alþingi Hafnarfjörður Reykjanesbær Vogar Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Sjá meira