Almannavarnastig í Grindavík af neyðarstigi niður á hættustig Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. nóvember 2023 17:56 Björgunarsveitarmaður myndar skemmdir í Grindavíkurbæ í dag. Vísir/Vilhelm Almannavarnastigi vegna jarðhræringa við Grindavík hefur verið breytt af neyðarstigi og niður á hættustig frá og með klukkan 11:00 á morgun, fimmtudag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Veðurstofa segir litlar hreyfingar mælast innan sigdalsins í og við bæinn. Í tilkynningu almannavarna kemur fram að þetta hafi verið ákveðið í kjölfar á nýju stöðumati Veðurstofu Íslands, þar sem fram kemur meðal annars að út frá gögnum sem stuðst er við í hættumati Veðurstofunnar og að teknu tilliti til þróunar síðan 10. nóvember síðastliðinn, hafa líkur á skyndilegri gosopnun innan bæjarmarka Grindavíkur farið minnkandi með hverjum degi og eru í dag taldar litlar. Land rís enn þá í Svartsengi og kvika þar gæti flætt á ný undir í kvikuganginn undir Grindavík. Veðurstofan segir fyrirboða um slíka atburðarrás yrði hægt að greina á skjálfta- og GPS mælum. Áfram eru taldar líkur á eldgosi á svæðinu yfir kvikuganginum, líklegasta milli Hagafells og Sýlingarfells. Svæðið enn vel vaktað Almannavarnir árétta að svæðið er enn vel vaktað, og hætta er til staðar. Íbúum verður ekki fylgt inn á svæðið en björgunarsveitir verða í viðbragðsstöðu víða um bæinn. Með hliðsjón af þessu hefur verið tekin ákvörðun um rýmri heimildir íbúa Grindavíkur til að huga að eigum sínum Almannavarnir vilja ítreka að öðrum er óheimil för inn í bæinn. Þetta eru rýmri heimildir til íbúa Grindavíkur, ekki almennings. Rýmri aðgangur þýðir að: • Íbúum verður heimilt að fara inn í Grindavík næstu daga til að sækja verðmæti og huga að eigum sínum. Á meðan ekkert breytist til verri vegar verður Grindavíkurbær opinn íbúum frá klukkan 9 að morgni, til klukkan 16:00. Þá er bærinn rýmdur. Fimmtudaginn 23. nóvember opnar bærinn ekki fyrr en klukkan 11:00 sbr. þegar hættustig tekur gildi. • Áfram er farið fram á að íbúar Grindavíkur skrái sig á island.is og fái þar heimild til þess að fara inn. Hún mun berast án tafar. • Grindavík er lokuð fyrir óviðkomandi umferð. • Fjölmiðlum er heimilaður aðgangur. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Í tilkynningu almannavarna kemur fram að þetta hafi verið ákveðið í kjölfar á nýju stöðumati Veðurstofu Íslands, þar sem fram kemur meðal annars að út frá gögnum sem stuðst er við í hættumati Veðurstofunnar og að teknu tilliti til þróunar síðan 10. nóvember síðastliðinn, hafa líkur á skyndilegri gosopnun innan bæjarmarka Grindavíkur farið minnkandi með hverjum degi og eru í dag taldar litlar. Land rís enn þá í Svartsengi og kvika þar gæti flætt á ný undir í kvikuganginn undir Grindavík. Veðurstofan segir fyrirboða um slíka atburðarrás yrði hægt að greina á skjálfta- og GPS mælum. Áfram eru taldar líkur á eldgosi á svæðinu yfir kvikuganginum, líklegasta milli Hagafells og Sýlingarfells. Svæðið enn vel vaktað Almannavarnir árétta að svæðið er enn vel vaktað, og hætta er til staðar. Íbúum verður ekki fylgt inn á svæðið en björgunarsveitir verða í viðbragðsstöðu víða um bæinn. Með hliðsjón af þessu hefur verið tekin ákvörðun um rýmri heimildir íbúa Grindavíkur til að huga að eigum sínum Almannavarnir vilja ítreka að öðrum er óheimil för inn í bæinn. Þetta eru rýmri heimildir til íbúa Grindavíkur, ekki almennings. Rýmri aðgangur þýðir að: • Íbúum verður heimilt að fara inn í Grindavík næstu daga til að sækja verðmæti og huga að eigum sínum. Á meðan ekkert breytist til verri vegar verður Grindavíkurbær opinn íbúum frá klukkan 9 að morgni, til klukkan 16:00. Þá er bærinn rýmdur. Fimmtudaginn 23. nóvember opnar bærinn ekki fyrr en klukkan 11:00 sbr. þegar hættustig tekur gildi. • Áfram er farið fram á að íbúar Grindavíkur skrái sig á island.is og fái þar heimild til þess að fara inn. Hún mun berast án tafar. • Grindavík er lokuð fyrir óviðkomandi umferð. • Fjölmiðlum er heimilaður aðgangur.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira