Enski boltinn

Banda­rískt fjár­magn streymir enn inn í enska boltann

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Piatak fjölskyldan hefur keypt 90% hlut í Carlisle United og tekið yfir rekstur félagsins
Piatak fjölskyldan hefur keypt 90% hlut í Carlisle United og tekið yfir rekstur félagsins skjáskot / Carlisle United

Enn ryðja Bandaríkjamenn sér til rúms í enska boltanum. Fjárfestingahópurinn Castle Sports Group, sem er í eigu Piatak fjölskyldunnar, hefur staðfest yfirtöku sína á League One liðinu Carlisle United. 

Félagið leikur í þriðju efstu deild Englands, League One, eftir að hafa komist upp í gegnum umspil við Stockport á síðasta tímabili. Þeir sitja sem stendur í 22. sæti deildarinnar. Castle Sports Group er fjárfestingahópur í eigu Piatak fjölskyldunnar frá Jacksonville í Flórídaríki.  

Kauptilboðið var samþykkt síðastliðinn september á ársfundi stuðningsmanna félagsinsen formlega var gengið frá kaupunum í dag. 

Carlisle United slæst þar í hóp enskra liða utan úrvalsdeildarinnar sem eru í eigu bandarískra fjárfesta, frægast þeirra er Wrexham í eigu leikaranna Ryan Reynolds og Rob McElhenney, en fleiri félög á borð við Birmingham, Crawley Town og Lincoln eru í eigu Bandaríkjamanna.

Tom Piatak fer fyrir hópnum sem keypti Carlisle og sagði í yfirlýsingu sinni að þessi kaup myndu marka nýja, bjartari tíma fyrir félagið og að þau væru staðráðin í því að ná árangri. Markmiðið væri að koma liðinu í fremstu röð og halda góðu sambandi við nærsamfélagið. 

Fyrsti leikur félagsins undir nýjum eigendum verður næstkomandi laugardag gegn Charlton. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×