Intuens virðist hætt að bjóða upp á heilskimun eftir gagnrýni lækna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. nóvember 2023 11:30 Intuens virðist hætt að bjóða upp á heilskimun, að minnsta kosti í bili. Getty Fyrirtækið Intuens, sem var upphaflega stofnað til að bjóða upp á heilskimun með segulómun, virðist horfið af þeirri braut en heimasíðu fyrirtækisins hefur verið breytt og efni á Facebook- og Instagram-síðum fyrirtækisins eytt. Á heimasíðunni er nú hvergi að finna upplýsingar um heilskimun og þá segir stórum stöfum að engar rannsóknir séu gerðar án tilvísunar frá lækni. Enn er boðið upp á svokallaðar hlutaskimanir, sem allar kosta 42 þúsund krónur, fyrir utan kviðarholsskimun sem kostar 84 þúsund krónur. „Markmið Intuens er að veita sem flestum Íslendingum - sem þurfa á segulómrannsókn að halda - aðgang að fremstu segulómtækjum sem völ er á,“ segir nú á heimasíðunni. Ekki náðist í Steinunni Erlu Thorlacius framkvæmdastjóra við vinnslu fréttarinnar en fréttastofu var bent á að senda fyrirspurn um málið, sem hefur verið gert. Á vefsíðu fyrirtækisins er nú hvergi minnst á heilskimun.Skjáskot af heimasíðu Intuens Intuens hefur sætt harðri gagnrýni síðustu daga vegna heilskimunarinnar, meðal annars af hálfu stjórna Læknafélags Íslands, Félags heimilislækna, Félags íslenskra krabbameinslækna og Félags röntgenlækna. Gagnrýnin hefur meðal annars byggt á því að heilskimanir séu óþarfar og kostnaðarsamar, að þær muni greina alls kyns breytingar sem muni krefjast frekari en í flestum tilvikum óþarfra inngripa og veita falskt öryggi. Þessi inngrip og mögulega meðferðir muni valda verulegum álagsauka í heilbrigðiskerfinu. Steinunn vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í gærmorgun en forsvarsmenn fyrirtækisins höfðu svarað gagnrýninni á Facebook, þar sem meðal annars sagði að unnið væri að því að ná samningum við heilsugæslu sem myndi taka við þeim sem yrði vísað áfram í kjölfar rannsókna. „Heilskimun er tiltölulega ný af nálinni, enda hefur tæknin í myndgreiningu ekki gert hana mögulega fyrr en nýlega. Við teljum þessa þjónustu vera frábæra viðbót við þær skimanir sem nú þegar eru framkvæmdar. Forvarnir og fyrirbyggjandi heilbrigðisþjónusta er framtíðin,“ sagði á Facebook-síðu Intuens. Þessi færsla og fleiri hafa nú verið fjarlægðar. Heilbrigðismál Vísindi Tækni Tengdar fréttir Segja aðeins um 130 á ári munu þarfnast frekari rannsókna Forsvarsmenn Intuens íhuga nú hvernig fyrirtækið hyggst svara gagnrýni fagfélaga lækna á svokallaða heilskimun, sem Intuens hefur kynnt til sögunnar hér á landi. 22. nóvember 2023 10:55 Allar líkur á að eitthvað finnist sem hefði aldrei valdið skaða Læknar hafa töluverðar áhyggjur af nýrri rannsókn sem farið er að bjóða upp á, sem felur í sér segulómun alls líkamans. Þeir segja rangnefni að kalla rannsóknina „skimun“ og segja hana ekki munu gagnast þeim sem markaðssetningunni er miðað að. 20. nóvember 2023 10:29 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Sjá meira
Á heimasíðunni er nú hvergi að finna upplýsingar um heilskimun og þá segir stórum stöfum að engar rannsóknir séu gerðar án tilvísunar frá lækni. Enn er boðið upp á svokallaðar hlutaskimanir, sem allar kosta 42 þúsund krónur, fyrir utan kviðarholsskimun sem kostar 84 þúsund krónur. „Markmið Intuens er að veita sem flestum Íslendingum - sem þurfa á segulómrannsókn að halda - aðgang að fremstu segulómtækjum sem völ er á,“ segir nú á heimasíðunni. Ekki náðist í Steinunni Erlu Thorlacius framkvæmdastjóra við vinnslu fréttarinnar en fréttastofu var bent á að senda fyrirspurn um málið, sem hefur verið gert. Á vefsíðu fyrirtækisins er nú hvergi minnst á heilskimun.Skjáskot af heimasíðu Intuens Intuens hefur sætt harðri gagnrýni síðustu daga vegna heilskimunarinnar, meðal annars af hálfu stjórna Læknafélags Íslands, Félags heimilislækna, Félags íslenskra krabbameinslækna og Félags röntgenlækna. Gagnrýnin hefur meðal annars byggt á því að heilskimanir séu óþarfar og kostnaðarsamar, að þær muni greina alls kyns breytingar sem muni krefjast frekari en í flestum tilvikum óþarfra inngripa og veita falskt öryggi. Þessi inngrip og mögulega meðferðir muni valda verulegum álagsauka í heilbrigðiskerfinu. Steinunn vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í gærmorgun en forsvarsmenn fyrirtækisins höfðu svarað gagnrýninni á Facebook, þar sem meðal annars sagði að unnið væri að því að ná samningum við heilsugæslu sem myndi taka við þeim sem yrði vísað áfram í kjölfar rannsókna. „Heilskimun er tiltölulega ný af nálinni, enda hefur tæknin í myndgreiningu ekki gert hana mögulega fyrr en nýlega. Við teljum þessa þjónustu vera frábæra viðbót við þær skimanir sem nú þegar eru framkvæmdar. Forvarnir og fyrirbyggjandi heilbrigðisþjónusta er framtíðin,“ sagði á Facebook-síðu Intuens. Þessi færsla og fleiri hafa nú verið fjarlægðar.
Heilbrigðismál Vísindi Tækni Tengdar fréttir Segja aðeins um 130 á ári munu þarfnast frekari rannsókna Forsvarsmenn Intuens íhuga nú hvernig fyrirtækið hyggst svara gagnrýni fagfélaga lækna á svokallaða heilskimun, sem Intuens hefur kynnt til sögunnar hér á landi. 22. nóvember 2023 10:55 Allar líkur á að eitthvað finnist sem hefði aldrei valdið skaða Læknar hafa töluverðar áhyggjur af nýrri rannsókn sem farið er að bjóða upp á, sem felur í sér segulómun alls líkamans. Þeir segja rangnefni að kalla rannsóknina „skimun“ og segja hana ekki munu gagnast þeim sem markaðssetningunni er miðað að. 20. nóvember 2023 10:29 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Sjá meira
Segja aðeins um 130 á ári munu þarfnast frekari rannsókna Forsvarsmenn Intuens íhuga nú hvernig fyrirtækið hyggst svara gagnrýni fagfélaga lækna á svokallaða heilskimun, sem Intuens hefur kynnt til sögunnar hér á landi. 22. nóvember 2023 10:55
Allar líkur á að eitthvað finnist sem hefði aldrei valdið skaða Læknar hafa töluverðar áhyggjur af nýrri rannsókn sem farið er að bjóða upp á, sem felur í sér segulómun alls líkamans. Þeir segja rangnefni að kalla rannsóknina „skimun“ og segja hana ekki munu gagnast þeim sem markaðssetningunni er miðað að. 20. nóvember 2023 10:29