Umfjöllun, viðtöl og myndir: Álftanes - Valur 73-67 | Álftanes aftur á sigurbraut Andri Már Eggertsson skrifar 23. nóvember 2023 22:29 Douglas Wilson innsiglaði sigurinn með troðslu Vísir/Anton Brink Álftanes vann topplið Vals 73-67 í hörkuleik. Leikurinn var í járnum nánast allan leikinn en nýliðarnir voru sterkari á svellinu í brakinu og höfðu betur. Það var andi í heimamönnum í upphafi leiks. Douglas Wilson var í stuði til að byrja með og gerði sex af fyrstu átta stigum heimamanna. Valsarar voru í vandræðum og eftir fjórar mínútur neyddist Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, að taka leikhlé í stöðunni 13-6. Úr leik kvöldsins.Vísir/Anton Brink Það var allt annað að sjá til Vals eftir leikhlé Finns. Gestirnir gerðu sjö stig í röð og komust yfir í fyrsta sinn í leiknum. Valsmenn enduðu síðan fyrsta leikhluta á að gera síðustu sjö stigin og staðan var 18-23 eftir fyrsta fjórðung. Annar leikhluti fór afar rólega af stað og bæði lið höfðu hægt um sig. Um miðjan annan leikhluta kom áhlaup frá Val þar sem gestirnir gerðu sex stig í röð og Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, tók leikhlé í stöðunni 26-35. Kjartan Atli Kjartansson talar við sína menn í leikhléi Vísir/Anton Brink Kjartan Atli þurfti síðan aftur að brenna leikhlé skömmu síðar í stöðunni 32-41. Heimamenn enduðu hins vegar á góðum nótum og söxuðu forskot Vals niður í fimm stig. Staðan í hálfleik var 37-42. Það var kraftur í Álftnesingum í upphafi síðari hálfleiks. Haukur Helgi byrjaði á að verja skot frá Justin Jefferson sem hafði gert 18 stig í fyrri hálfleik. Álftanes minnkaði muninn niður í eitt stig en þá kom aftur áhlaup frá Val. Kristinn Pálsson í baráttunniVísir/Anton Brink Heimamenn enduðu þriðja leikhluta á 10-3 áhlaupi og komust yfir í fyrsta skipti í ansi langan tíma. Valur gerði ekki körfu úr opnum leik í tæplega þrjár og hálfa mínútu. Staðan fyrir síðustu lotu var 57-55. Dómararnir í leik kvöldsins Vísir/Anton Brink Fjórði leikhluti var æsispennandi. Þegar að innan við tvær mínútur voru eftir setti Frank Booker niður þrist og jafnaði 67-67. Heimamenn gerðu síðan síðustu sex stigin og unnu að lokum 73-67. Heimamenn fögnuðu sigri Vísir/Anton Brink Af hverju vann Álftanes? Eftir að hafa fengið á sig 41 stig á fyrstu nítján mínútunum tóku heimamenn til í varnarleiknum hjá sér. Varnarleikur Álftnesinga var frábær í síðari hálfleik þar sem heimamenn voru hreyfanlegir og börðust fyrir hverjum bolta. Valur gerði aðeins 25 stig í síðari hálfleik. Hverjir stóðu upp úr? Douglas Wilson var frábær í kvöld og var stigahæstur með 23 stig. Wilson datt ansi hressilega á bakið í fyrri hálfleik en lét það ekki á sig fá og spilað 33 mínútur. Wilson var allt í öllu þegar allt var undir í lokin og varði skot frá Kristini Pálssyni ásamt því að gera síðustu þrjú stigin. Wilson tók einnig 14 fráköst. Daniel Love var einnig öflugur á báðum endum vallarins í kvöld. Love gerði fimmtán stig og stal einnig fimm boltum. Hvað gekk illa? Eftir að hafa gert átján stig í fyrri hálfleik var Joshua Jefferson í tómum vandræðum í síðari hálfleik. Jeffersson gerði fjögur stig í síðari hálfleik og tapaði í heildina sex boltum. Jeffersson sveik síðan liðsfélaga sína þegar hann fékk ansi klaufalega tæknivillu þegar að þrjár mínútur voru eftir og það var hans fimmta villa sem þýddi að hann var útilokaður frá leiknum. Hvað gerist næst? Valur fær Grindavík í heimsókn næsta fimmtudag klukkan 19:15. Föstudaginn eftir viku er nágrannaslagur þar sem Stjarnan fær Álftanes í heimsókn klukkan 19:15. „Mér fannst við hægir og fyrirsjáanlegir“ Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, á hliðarlínunni í kvöld Vísir/Anton Brink Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var svekktur eftir tap kvöldsins. „Þeir settu einu skoti meira fannst mér. Þetta var jafn leikur og síðan settu þeir tvær körfur undir lokin sem endaði með sex stiga tapi,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson í viðtali eftir leik. Finnur var ekki ánægður með hvernig Valur endaði þriðja leikhluta sem gaf Álftanesi blóð á tennurnar. „Mér fannst við hægir og fyrirsjáanlegir. Það gerðist í öllum síðari hálfleik að við náðum ekki að búa til hraða og vorum fyrirsjáanlegir í öllum okkar aðgerðum. Álftanes gerði líka vel og náði að loka vel á okkur en mér fannst við líka tapa boltanum klaufalega.“ Álftanes spilaði afar góða vörn sem varð til þess að Valur gerði aðeins tuttugu og fimm stig í síðari hálfleik. „Þeir voru hreyfanlegir og mér fannst við hægir og við vorum ekki að ná að hreyfa boltann hraðar og refsa.“ Kári Jónsson og Hjálmar Stefánsson voru ekki með Val í kvöld vegna meiðsla. Aðspurður hvort það væri langt í þá sagði Finnur að það yrði að koma í ljós. Subway-deild karla UMF Álftanes Valur
Álftanes vann topplið Vals 73-67 í hörkuleik. Leikurinn var í járnum nánast allan leikinn en nýliðarnir voru sterkari á svellinu í brakinu og höfðu betur. Það var andi í heimamönnum í upphafi leiks. Douglas Wilson var í stuði til að byrja með og gerði sex af fyrstu átta stigum heimamanna. Valsarar voru í vandræðum og eftir fjórar mínútur neyddist Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, að taka leikhlé í stöðunni 13-6. Úr leik kvöldsins.Vísir/Anton Brink Það var allt annað að sjá til Vals eftir leikhlé Finns. Gestirnir gerðu sjö stig í röð og komust yfir í fyrsta sinn í leiknum. Valsmenn enduðu síðan fyrsta leikhluta á að gera síðustu sjö stigin og staðan var 18-23 eftir fyrsta fjórðung. Annar leikhluti fór afar rólega af stað og bæði lið höfðu hægt um sig. Um miðjan annan leikhluta kom áhlaup frá Val þar sem gestirnir gerðu sex stig í röð og Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, tók leikhlé í stöðunni 26-35. Kjartan Atli Kjartansson talar við sína menn í leikhléi Vísir/Anton Brink Kjartan Atli þurfti síðan aftur að brenna leikhlé skömmu síðar í stöðunni 32-41. Heimamenn enduðu hins vegar á góðum nótum og söxuðu forskot Vals niður í fimm stig. Staðan í hálfleik var 37-42. Það var kraftur í Álftnesingum í upphafi síðari hálfleiks. Haukur Helgi byrjaði á að verja skot frá Justin Jefferson sem hafði gert 18 stig í fyrri hálfleik. Álftanes minnkaði muninn niður í eitt stig en þá kom aftur áhlaup frá Val. Kristinn Pálsson í baráttunniVísir/Anton Brink Heimamenn enduðu þriðja leikhluta á 10-3 áhlaupi og komust yfir í fyrsta skipti í ansi langan tíma. Valur gerði ekki körfu úr opnum leik í tæplega þrjár og hálfa mínútu. Staðan fyrir síðustu lotu var 57-55. Dómararnir í leik kvöldsins Vísir/Anton Brink Fjórði leikhluti var æsispennandi. Þegar að innan við tvær mínútur voru eftir setti Frank Booker niður þrist og jafnaði 67-67. Heimamenn gerðu síðan síðustu sex stigin og unnu að lokum 73-67. Heimamenn fögnuðu sigri Vísir/Anton Brink Af hverju vann Álftanes? Eftir að hafa fengið á sig 41 stig á fyrstu nítján mínútunum tóku heimamenn til í varnarleiknum hjá sér. Varnarleikur Álftnesinga var frábær í síðari hálfleik þar sem heimamenn voru hreyfanlegir og börðust fyrir hverjum bolta. Valur gerði aðeins 25 stig í síðari hálfleik. Hverjir stóðu upp úr? Douglas Wilson var frábær í kvöld og var stigahæstur með 23 stig. Wilson datt ansi hressilega á bakið í fyrri hálfleik en lét það ekki á sig fá og spilað 33 mínútur. Wilson var allt í öllu þegar allt var undir í lokin og varði skot frá Kristini Pálssyni ásamt því að gera síðustu þrjú stigin. Wilson tók einnig 14 fráköst. Daniel Love var einnig öflugur á báðum endum vallarins í kvöld. Love gerði fimmtán stig og stal einnig fimm boltum. Hvað gekk illa? Eftir að hafa gert átján stig í fyrri hálfleik var Joshua Jefferson í tómum vandræðum í síðari hálfleik. Jeffersson gerði fjögur stig í síðari hálfleik og tapaði í heildina sex boltum. Jeffersson sveik síðan liðsfélaga sína þegar hann fékk ansi klaufalega tæknivillu þegar að þrjár mínútur voru eftir og það var hans fimmta villa sem þýddi að hann var útilokaður frá leiknum. Hvað gerist næst? Valur fær Grindavík í heimsókn næsta fimmtudag klukkan 19:15. Föstudaginn eftir viku er nágrannaslagur þar sem Stjarnan fær Álftanes í heimsókn klukkan 19:15. „Mér fannst við hægir og fyrirsjáanlegir“ Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, á hliðarlínunni í kvöld Vísir/Anton Brink Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var svekktur eftir tap kvöldsins. „Þeir settu einu skoti meira fannst mér. Þetta var jafn leikur og síðan settu þeir tvær körfur undir lokin sem endaði með sex stiga tapi,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson í viðtali eftir leik. Finnur var ekki ánægður með hvernig Valur endaði þriðja leikhluta sem gaf Álftanesi blóð á tennurnar. „Mér fannst við hægir og fyrirsjáanlegir. Það gerðist í öllum síðari hálfleik að við náðum ekki að búa til hraða og vorum fyrirsjáanlegir í öllum okkar aðgerðum. Álftanes gerði líka vel og náði að loka vel á okkur en mér fannst við líka tapa boltanum klaufalega.“ Álftanes spilaði afar góða vörn sem varð til þess að Valur gerði aðeins tuttugu og fimm stig í síðari hálfleik. „Þeir voru hreyfanlegir og mér fannst við hægir og við vorum ekki að ná að hreyfa boltann hraðar og refsa.“ Kári Jónsson og Hjálmar Stefánsson voru ekki með Val í kvöld vegna meiðsla. Aðspurður hvort það væri langt í þá sagði Finnur að það yrði að koma í ljós.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti