Elsta steinhús bæjarins ónýtt Árni Sæberg og Bjarki Sigurðsson skrifa 23. nóvember 2023 16:52 Gríðarlegar sprungur hafa myndast í húsinu. Stöð 2/Einar Elsta steinhús Grindavíkur er stórskemmt eftir hamfarir síðustu daga. Náttúruhamfaratrygging Íslands hefur beint því til íbúa þess að tæma það alveg. Þrjár fjölskyldur bjuggu í húsinu. Marta Karlsdóttir, íbúi að Víkurbraut 10 í Grindavík, segir að húsið hafi í gegnum árum sinnt ýmsum hlutverkum í bænum. Einar Einarsson kaupmaður í Garðhúsum hafi reist það á sínum tíma og þar hafi verið verslun fyrst um sinn. Síðan hafi verið þar niðursuðuverksmiðja og loks íbúðir fyrir mikinn fjölda Grindvíkinga. Húsið við Víkurbraut.Vísir/Einar Fréttamaður ræddi við Mörtu fyrr í dag þegar verið var að tæma allar eigur fjölskyldu hennar úr húsinu. Hún segir að Náttúruhamfaratrygging hafi haft samband við íbúa hússins og sagt að húsið hefði verið metið svo að það þyrfti að tæma. Þó hafi það ekki verið metið ónýtt að svo stöddu en hún búist staðfastlega við því að svo fari. Hún voni þó að húsið fái að standa. „Það hefur mikið sögulegt gildi fyrir Grindavík. Ég vona að það sé eitthvað hægt að bjarga því.“ Ætluðu aldrei að flytja úr húsinu Marta segir að þrjár fjölskyldur búi í húsinu. Hún og maðurinn hennar, tengdamóðir hennar og mágur hennar og svilkona. „Við ætluðum ekkert að flytja. Aldrei. Maðurinn minn ólst hérna upp og eins Sigurður [bróðir hans]. Hann hefur aldrei búið annars staðar. Þetta er ótrúlega skrýtið, við ætluðum aldrei að fara. Þetta var bara okkar heimili þar til að við færum. Þannig að það eru miklar tilfinningar, það þarf að pakka þeim saman. Það er ótrúlega skrýtið að þurfa að tæma ævi sína á þremur tímum.“ Sér ekki fram á að flytja aftur í bæinn Ætlið þið að búa áfram í Grindavík? „Ég hef ekki neinn brjálæðislegan áhuga á því að búa áfram í Grindavík, í kjölfar þess sem er að gerast og á eftir að gerast, ég veit það ekki. Fyrst að það er búið að taka ákvörðun fyrir mig, að ég geti ekki komið til baka, þá hugsa ég að ég kaupi einhvers staðar annars staðar. Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Maður vill ekkert meira en að búa áfram á þessu heimili“ Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er einn fjölmargra Grindvíkinga sem fengu að fara heim til sín í dag að sækja verðmæti. Fulltrúar fréttastofu fengu að líta við hjá honum og sjá skemmdirnar. 23. nóvember 2023 14:22 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Innlent Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Innlent „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Erlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Sjá meira
Marta Karlsdóttir, íbúi að Víkurbraut 10 í Grindavík, segir að húsið hafi í gegnum árum sinnt ýmsum hlutverkum í bænum. Einar Einarsson kaupmaður í Garðhúsum hafi reist það á sínum tíma og þar hafi verið verslun fyrst um sinn. Síðan hafi verið þar niðursuðuverksmiðja og loks íbúðir fyrir mikinn fjölda Grindvíkinga. Húsið við Víkurbraut.Vísir/Einar Fréttamaður ræddi við Mörtu fyrr í dag þegar verið var að tæma allar eigur fjölskyldu hennar úr húsinu. Hún segir að Náttúruhamfaratrygging hafi haft samband við íbúa hússins og sagt að húsið hefði verið metið svo að það þyrfti að tæma. Þó hafi það ekki verið metið ónýtt að svo stöddu en hún búist staðfastlega við því að svo fari. Hún voni þó að húsið fái að standa. „Það hefur mikið sögulegt gildi fyrir Grindavík. Ég vona að það sé eitthvað hægt að bjarga því.“ Ætluðu aldrei að flytja úr húsinu Marta segir að þrjár fjölskyldur búi í húsinu. Hún og maðurinn hennar, tengdamóðir hennar og mágur hennar og svilkona. „Við ætluðum ekkert að flytja. Aldrei. Maðurinn minn ólst hérna upp og eins Sigurður [bróðir hans]. Hann hefur aldrei búið annars staðar. Þetta er ótrúlega skrýtið, við ætluðum aldrei að fara. Þetta var bara okkar heimili þar til að við færum. Þannig að það eru miklar tilfinningar, það þarf að pakka þeim saman. Það er ótrúlega skrýtið að þurfa að tæma ævi sína á þremur tímum.“ Sér ekki fram á að flytja aftur í bæinn Ætlið þið að búa áfram í Grindavík? „Ég hef ekki neinn brjálæðislegan áhuga á því að búa áfram í Grindavík, í kjölfar þess sem er að gerast og á eftir að gerast, ég veit það ekki. Fyrst að það er búið að taka ákvörðun fyrir mig, að ég geti ekki komið til baka, þá hugsa ég að ég kaupi einhvers staðar annars staðar.
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Maður vill ekkert meira en að búa áfram á þessu heimili“ Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er einn fjölmargra Grindvíkinga sem fengu að fara heim til sín í dag að sækja verðmæti. Fulltrúar fréttastofu fengu að líta við hjá honum og sjá skemmdirnar. 23. nóvember 2023 14:22 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Innlent Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Innlent „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Erlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Sjá meira
„Maður vill ekkert meira en að búa áfram á þessu heimili“ Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er einn fjölmargra Grindvíkinga sem fengu að fara heim til sín í dag að sækja verðmæti. Fulltrúar fréttastofu fengu að líta við hjá honum og sjá skemmdirnar. 23. nóvember 2023 14:22