Viðar Örn: Voru ráðþrota við varnarleik okkar Gunnar Gunnarsson skrifar 23. nóvember 2023 22:46 Viðar Örn var sáttur að leik loknum. Vísir Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var ánægður með sitt lið eftir 89-72 sigur á Stjörnunni í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. Hann sagði leikaðferð Hattar hafa gengið fullkomlega upp. „Ég er hrikalega ánægður og stoltur af mínum mönnum. Við vorum frábærir varnarlega. Við settum upp gott plan og héldum því. Þið sjáið að við dekkuðum Antti (Kanervo) mjög stíg, önduðum ofan í hálsmálið á honum öllum stundum en leyfðum annað. Við veðjuðum á það til að hægja á þeim og láta þeim fara að hugsa. Þannig tókum við taktinn úr þeirra leik,“ segir Viðar. Höttur hafði fulla stjórn á hraða leiksins. „Við töpuðum móti Val í síðustu viku. Þar vorum við frábærir í fyrri hálfleik en hikstuðum svo. Leikstjórnin hjá Obi (Trotter) og (Deontaye) Buskey var frábær. Mínir menn eru fljótir að læra. Þegar við gerum mistök þá er brugðist við á millileikja.“ Stjarnan reyndi að skipta um varnaraðferðir þegar á leið en tókst ekki að stöðva Hött. Þegar þrjár og hálf mínúta var eftir lentu Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði Stjörnunnar og Nemanja Knezevic, miðherji Hattar, í samstuði. Knezevic var studdur af velli en Ægir Þór fékk tvær tæknivillur og brottvísun eftir orðaskipti við dómarana. Á þeim kafla virtist flest allt sem kallast agi eða skipulag vera horfið úr leik Garðbæinga. „Ég held þeir hafi verið hálf ráðþrota við varnarleik okkar. Þeir urðu að gera eitthvað, reyndu svæðisvarnir og pressu til að hrista upp í leiknum. Þarna var ekki dæmd villa, þeir hlaupa saman hné í hné. Ægir er eðaldrengur og ætlar engan að meiða. Stjarnan varð að hleypa leiknum upp. Þeir eltu geðsveiflurnar í þjálfaranum sínum og voru þannig undir lokin.“ Höttur hefur núna unnið fimm leiki af átta og færist þar með upp að hlið Stjörnunnar og fleiri liða í efri helmingi deildarinnar. Það eru staður sem liðið hefur ekki verið áður á í úrvalsdeildarsögu sinni og umræðan um liðið virðist vera breytast. „Við áttum enga virðingu skilið þegar við fórum upp og niður. Við erum betri núna en við höfum verið. Það er örugglega borin virðing fyrir okkur en vonandi koma lið kærulaus til leiks því það er okkar hagur.“ En Viðar er yfirvegaður þegar hann er spurður um möguleika á úrslitakeppni. „Við spilum gegn Haukum í næsta leik. Þessir fimm sigrar verða aldrei teknir af okkur en við þurfum sigur eftir viku.“ Körfubolti Subway-deild karla Höttur Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Sjá meira
„Ég er hrikalega ánægður og stoltur af mínum mönnum. Við vorum frábærir varnarlega. Við settum upp gott plan og héldum því. Þið sjáið að við dekkuðum Antti (Kanervo) mjög stíg, önduðum ofan í hálsmálið á honum öllum stundum en leyfðum annað. Við veðjuðum á það til að hægja á þeim og láta þeim fara að hugsa. Þannig tókum við taktinn úr þeirra leik,“ segir Viðar. Höttur hafði fulla stjórn á hraða leiksins. „Við töpuðum móti Val í síðustu viku. Þar vorum við frábærir í fyrri hálfleik en hikstuðum svo. Leikstjórnin hjá Obi (Trotter) og (Deontaye) Buskey var frábær. Mínir menn eru fljótir að læra. Þegar við gerum mistök þá er brugðist við á millileikja.“ Stjarnan reyndi að skipta um varnaraðferðir þegar á leið en tókst ekki að stöðva Hött. Þegar þrjár og hálf mínúta var eftir lentu Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði Stjörnunnar og Nemanja Knezevic, miðherji Hattar, í samstuði. Knezevic var studdur af velli en Ægir Þór fékk tvær tæknivillur og brottvísun eftir orðaskipti við dómarana. Á þeim kafla virtist flest allt sem kallast agi eða skipulag vera horfið úr leik Garðbæinga. „Ég held þeir hafi verið hálf ráðþrota við varnarleik okkar. Þeir urðu að gera eitthvað, reyndu svæðisvarnir og pressu til að hrista upp í leiknum. Þarna var ekki dæmd villa, þeir hlaupa saman hné í hné. Ægir er eðaldrengur og ætlar engan að meiða. Stjarnan varð að hleypa leiknum upp. Þeir eltu geðsveiflurnar í þjálfaranum sínum og voru þannig undir lokin.“ Höttur hefur núna unnið fimm leiki af átta og færist þar með upp að hlið Stjörnunnar og fleiri liða í efri helmingi deildarinnar. Það eru staður sem liðið hefur ekki verið áður á í úrvalsdeildarsögu sinni og umræðan um liðið virðist vera breytast. „Við áttum enga virðingu skilið þegar við fórum upp og niður. Við erum betri núna en við höfum verið. Það er örugglega borin virðing fyrir okkur en vonandi koma lið kærulaus til leiks því það er okkar hagur.“ En Viðar er yfirvegaður þegar hann er spurður um möguleika á úrslitakeppni. „Við spilum gegn Haukum í næsta leik. Þessir fimm sigrar verða aldrei teknir af okkur en við þurfum sigur eftir viku.“
Körfubolti Subway-deild karla Höttur Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti