Stjórnvöld í Venesúela: Þeir rændu fótboltalandsliðinu okkar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2023 08:00 Leikmönnum Venesúela lenti saman við perúsku lögregluna eftir leik þegar reyndu að þakka stuðningsmönnum sínum fyrir stuðninginn í leiknum. Getty/Daniel Apuy Perú og Venesúela gerðu 1-1 jafntefli í undankeppni HM í vikunni í leik sem fór fram í Lima í Perú. Venesúelamenn hafa nú sakað Perú um að ræna fótboltalandsliði þjóðarinnar. „Þetta er mannrán og þeir voru að hefna sín á okkar liði sem spilaði flottan leik í Lima,“ skrifaði Yvan Gil, utanríkisráðherra Venesúela, á samfélagsmiðla eftir leikinn. Stjórnvöld í Venesúela voru mjög ósátt með framkomu Perúmanna eftir leikinn. Tras la denuncia del canciller del régimen venezolano, Yván Gil, en el que el Gobierno peruano se habría vengado del representativo de fútbol impidiendo el reabastecimiento de combustible en su avión que iba a Caracas, la Cancillería peruana precisó que las causales no pic.twitter.com/JVegtStXFE— Diario Expreso (@ExpresoPeru) November 22, 2023 Ástæðan fyrir því að utanríkisráðherrann talar um mannrán er meðal annars sú að flugvél landsliðsins fékk ekki að taka eldsneyti á flugvellinum áður en hún flaug með landsliðsmennina heim til Venesúela. Deilur þjóðanna hófst þó fyrr þegar leikmenn venesúelska landsliðsins sökuðu lögregluna í Perú um að berja þá þegar þeir reyndu að komast til stuðningsmanna sinna til að þakka þeim fyrir stuðninginn í leiknum. Þegar flugvélin fékk ekki að taka eldsneyti og gat þar með ekki komist á loft, þá gekk utanríkisráðherrann svo langt að tala um mannrán. Perúsk stjórnvöld telja þessi ummæli ekki vera svaraverð. Flugvélin fór loksins á loft en fjórum tímum seinna en hún átti að gera. Nicolas Maduro, forseti Venesúela, hefur líka blandað sér í málið og sakaði hann stjórnvöld í Perú um að beita landsliðsmenn sína útlendingahatri. Perúmenn eru á botni riðilsins en á sama tíma hafa Venesúelamenn komið mikið á óvart með því að vera í fjórða sæti og undan Brasilíu, Ekvador og Síle sem dæmi. #ÚLTIMAHORA El ministro de Exteriores venezolano Yvan Gil denuncia que el avión de la Vinotinto no ha podido despegar de Perú porque se le impide recargar combustible para el vuelo."Aplica un secuestro, vengativo a nuestro equipo, que ha realizado un extraordinario juego el día pic.twitter.com/VzWY2KDtDS— VPItv (@VPITV) November 22, 2023 HM 2026 í fótbolta Perú Venesúela Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins Sjá meira
„Þetta er mannrán og þeir voru að hefna sín á okkar liði sem spilaði flottan leik í Lima,“ skrifaði Yvan Gil, utanríkisráðherra Venesúela, á samfélagsmiðla eftir leikinn. Stjórnvöld í Venesúela voru mjög ósátt með framkomu Perúmanna eftir leikinn. Tras la denuncia del canciller del régimen venezolano, Yván Gil, en el que el Gobierno peruano se habría vengado del representativo de fútbol impidiendo el reabastecimiento de combustible en su avión que iba a Caracas, la Cancillería peruana precisó que las causales no pic.twitter.com/JVegtStXFE— Diario Expreso (@ExpresoPeru) November 22, 2023 Ástæðan fyrir því að utanríkisráðherrann talar um mannrán er meðal annars sú að flugvél landsliðsins fékk ekki að taka eldsneyti á flugvellinum áður en hún flaug með landsliðsmennina heim til Venesúela. Deilur þjóðanna hófst þó fyrr þegar leikmenn venesúelska landsliðsins sökuðu lögregluna í Perú um að berja þá þegar þeir reyndu að komast til stuðningsmanna sinna til að þakka þeim fyrir stuðninginn í leiknum. Þegar flugvélin fékk ekki að taka eldsneyti og gat þar með ekki komist á loft, þá gekk utanríkisráðherrann svo langt að tala um mannrán. Perúsk stjórnvöld telja þessi ummæli ekki vera svaraverð. Flugvélin fór loksins á loft en fjórum tímum seinna en hún átti að gera. Nicolas Maduro, forseti Venesúela, hefur líka blandað sér í málið og sakaði hann stjórnvöld í Perú um að beita landsliðsmenn sína útlendingahatri. Perúmenn eru á botni riðilsins en á sama tíma hafa Venesúelamenn komið mikið á óvart með því að vera í fjórða sæti og undan Brasilíu, Ekvador og Síle sem dæmi. #ÚLTIMAHORA El ministro de Exteriores venezolano Yvan Gil denuncia que el avión de la Vinotinto no ha podido despegar de Perú porque se le impide recargar combustible para el vuelo."Aplica un secuestro, vengativo a nuestro equipo, que ha realizado un extraordinario juego el día pic.twitter.com/VzWY2KDtDS— VPItv (@VPITV) November 22, 2023
HM 2026 í fótbolta Perú Venesúela Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins Sjá meira