Hvað gerist eftir vopnahléið? Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2023 11:55 Íbúar Gasa í röð eftir gasi. Vopnahléssamkomulagið felur í sér að nota má fjóra flutningabíla til að flytja eldsneyti til Gasastrandarinnar á degi hverjum, á meðan vopnahléið er í gildi. AP/Fatima Shbair Vopnahlé Ísrael og Hamas á Gasaströndinni hefur nú staðið yfir í meira en tvo daga, af þeim fjórum sem samið var um. Hléið hefur að mestu leyti haldið vel, þar sem árásir hafa ekki verið gerðar frá því það hófst á föstudaginn. Þó það hafi sýnt sig í gær að vopnahléið sé viðkvæmt, þegar Hamas-liðar lýstu því yfir að Ísraelar væru ekki að standa við samkomulagið, og þá sérstaklega varðandi birgðaflutninga til Gasastrandarinnar, og frestuðu því að frelsa ísraelska gísla í haldi þeirra um nokkrar klukkustundir, þá er spurningin hvað gerist eftir að vopnahléinu lýkur. Munu Ísraelar halda áfram stríði þeirra gegn Hamas eins og ekkert hafi í skorist eða gæti vopnahléið leitt til langvarandi friðar, eins og ráðamenn í Katar, auk annarra, vonast til? Talið er að eftir árásirnar 7. október hafi vígamenn Hamas og palestínsks jíhads haldið um 240 gíslum. Óljóst er hve margir þeirra eru á lífi í dag, sjö vikum eftir að stríðið hófst. Samkvæmt samkomulaginu ætla Hamas-liðar að sleppa fimmtíu manns úr haldi og Ísraelar ætla að sleppa 150 föngum úr ísraelskum fangelsum á og við Vesturbakkann. Í öllu tilfellum er um að ræða konur og börn undir átján ára aldri. Vopnahléssamkomulagið felur í sér að hægt er að framlengja það. Hamas-liðar þyrftu þá að sleppa tíu gíslum á dag, í skiptum fyrir þrjátíu Palestínumenn í ísraelskum fangelsum. Ráðamenn í Ísrael eru taldir hafa gefið í skyn að þeir séu tilbúnir til að framlengja vopnahléið með þessum hætti, þar sem þeir hafa birt lista yfir þrjú hundruð palestínska fanga sem verið er að íhuga að sleppa úr haldi. Það er þó samkomulagið feli einungis í sér að Ísraelar frelsi 150 manns. Hafa heitið áframhaldandi stríði Ráðamenn í Ísrael hafa sagt að þegar vopnahléinu lýkur muni stríðið halda áfram og að Ísraelar muni ná markmiði þeirra að gera út af við Hamas-samtökin. Þeir eru þó undir miklum þrýstingi varðandi það að frelsa alla gísla í haldi Hamas. Einn viðmælandi New York Times segir leiðtoga Hamas meðvitaða um að þessi þrýstingur sé líklegur til að aukast með hverjum deginum sem vopnahléið heldur og fleiri gíslum er sleppt. „Þeir munu spila með Ísrael og segja: „Hei, við fundum fimm börn til viðbótar. Ef þið gefið okkur einn dag í viðbót getum við fundið fleiri“,“ segir Shira Efron, sem starfar hjá Israel Policy Forum, bandarískri hugveitu sem fjallar um málefni Ísrael. Ísraelskir hermenn á Gasaströndinn.Ísraelski herinn Vopnahléið getur gert Hamas-liðum kleift að stilla strengi sína og undirbúa betri varnir á suðurhluta Gasastrandarinnar, þar sem Ísraelar hafa þegar náð tökum á stærstum hluta norðurhlutans. Það myndi gera ísraelskum hermönnum erfiðara að ná tökum á suðurhlutanum, ákveði ráðamenn að halda stríðinu áfram. Gasaströndin er eitthvert þéttbýlasta svæði jarðarinnar þar sem um 2,3 milljónir manna búa á svæði sem er um það bil fjörutíu kílómetra langt og tíu kílómetra breitt. Frá því stríð Ísrael og Hamas, sem stjórna Gasa, hófst í síðasta mánuði hafa að minnsta kosti 1,5 milljón manna þurft að yfirgefa heimili sín. Fleiri en 13.300 manns hafa látið lífið á Gasaströndinni frá því stríðið hófst, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem Hamas stýrir. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Tengdar fréttir Hamas-liðar sleppa þrettán gíslum Hamas-samtökin hafa sleppt þrettán ísraelskum gíslum og nokkrum erlendum ríkisborgurum. Misræmi er þó í yfirlýsingum ríkja um tölu gísla sem sleppt hefur verið í kvöld. 25. nóvember 2023 22:04 Búið að sleppa tuttugu og fjórum gíslum Hamas-liðar hafa sleppt fyrstu gíslunum úr haldi í fangaskiptum á Gasaströndinni. Um er að ræða tíu Taílendinga, einn Filippseying og þrettán Ísraela sem sleppt var í skiptum fyrir 39 Palestínumenn í haldi Ísraela. Vopnahléið sem hófst í morgun hefur að mestu haldið og neyðarbirgðir berast íbúa Gasastrandarinnar. 24. nóvember 2023 14:49 Vopnahlé tekur gildi og fyrstu gíslunum sleppt klukkan tvö Fjögurra daga hlé á átökunum á Gasa hófst klukkan fimm í morgun og síðar í dag, eða um klukkan tvö að íslenskum tíma, verður þrettán ísraelskum gíslum sem hafa verið í haldi Hamas-samtakanna sleppt. 24. nóvember 2023 06:51 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Þó það hafi sýnt sig í gær að vopnahléið sé viðkvæmt, þegar Hamas-liðar lýstu því yfir að Ísraelar væru ekki að standa við samkomulagið, og þá sérstaklega varðandi birgðaflutninga til Gasastrandarinnar, og frestuðu því að frelsa ísraelska gísla í haldi þeirra um nokkrar klukkustundir, þá er spurningin hvað gerist eftir að vopnahléinu lýkur. Munu Ísraelar halda áfram stríði þeirra gegn Hamas eins og ekkert hafi í skorist eða gæti vopnahléið leitt til langvarandi friðar, eins og ráðamenn í Katar, auk annarra, vonast til? Talið er að eftir árásirnar 7. október hafi vígamenn Hamas og palestínsks jíhads haldið um 240 gíslum. Óljóst er hve margir þeirra eru á lífi í dag, sjö vikum eftir að stríðið hófst. Samkvæmt samkomulaginu ætla Hamas-liðar að sleppa fimmtíu manns úr haldi og Ísraelar ætla að sleppa 150 föngum úr ísraelskum fangelsum á og við Vesturbakkann. Í öllu tilfellum er um að ræða konur og börn undir átján ára aldri. Vopnahléssamkomulagið felur í sér að hægt er að framlengja það. Hamas-liðar þyrftu þá að sleppa tíu gíslum á dag, í skiptum fyrir þrjátíu Palestínumenn í ísraelskum fangelsum. Ráðamenn í Ísrael eru taldir hafa gefið í skyn að þeir séu tilbúnir til að framlengja vopnahléið með þessum hætti, þar sem þeir hafa birt lista yfir þrjú hundruð palestínska fanga sem verið er að íhuga að sleppa úr haldi. Það er þó samkomulagið feli einungis í sér að Ísraelar frelsi 150 manns. Hafa heitið áframhaldandi stríði Ráðamenn í Ísrael hafa sagt að þegar vopnahléinu lýkur muni stríðið halda áfram og að Ísraelar muni ná markmiði þeirra að gera út af við Hamas-samtökin. Þeir eru þó undir miklum þrýstingi varðandi það að frelsa alla gísla í haldi Hamas. Einn viðmælandi New York Times segir leiðtoga Hamas meðvitaða um að þessi þrýstingur sé líklegur til að aukast með hverjum deginum sem vopnahléið heldur og fleiri gíslum er sleppt. „Þeir munu spila með Ísrael og segja: „Hei, við fundum fimm börn til viðbótar. Ef þið gefið okkur einn dag í viðbót getum við fundið fleiri“,“ segir Shira Efron, sem starfar hjá Israel Policy Forum, bandarískri hugveitu sem fjallar um málefni Ísrael. Ísraelskir hermenn á Gasaströndinn.Ísraelski herinn Vopnahléið getur gert Hamas-liðum kleift að stilla strengi sína og undirbúa betri varnir á suðurhluta Gasastrandarinnar, þar sem Ísraelar hafa þegar náð tökum á stærstum hluta norðurhlutans. Það myndi gera ísraelskum hermönnum erfiðara að ná tökum á suðurhlutanum, ákveði ráðamenn að halda stríðinu áfram. Gasaströndin er eitthvert þéttbýlasta svæði jarðarinnar þar sem um 2,3 milljónir manna búa á svæði sem er um það bil fjörutíu kílómetra langt og tíu kílómetra breitt. Frá því stríð Ísrael og Hamas, sem stjórna Gasa, hófst í síðasta mánuði hafa að minnsta kosti 1,5 milljón manna þurft að yfirgefa heimili sín. Fleiri en 13.300 manns hafa látið lífið á Gasaströndinni frá því stríðið hófst, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem Hamas stýrir.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Tengdar fréttir Hamas-liðar sleppa þrettán gíslum Hamas-samtökin hafa sleppt þrettán ísraelskum gíslum og nokkrum erlendum ríkisborgurum. Misræmi er þó í yfirlýsingum ríkja um tölu gísla sem sleppt hefur verið í kvöld. 25. nóvember 2023 22:04 Búið að sleppa tuttugu og fjórum gíslum Hamas-liðar hafa sleppt fyrstu gíslunum úr haldi í fangaskiptum á Gasaströndinni. Um er að ræða tíu Taílendinga, einn Filippseying og þrettán Ísraela sem sleppt var í skiptum fyrir 39 Palestínumenn í haldi Ísraela. Vopnahléið sem hófst í morgun hefur að mestu haldið og neyðarbirgðir berast íbúa Gasastrandarinnar. 24. nóvember 2023 14:49 Vopnahlé tekur gildi og fyrstu gíslunum sleppt klukkan tvö Fjögurra daga hlé á átökunum á Gasa hófst klukkan fimm í morgun og síðar í dag, eða um klukkan tvö að íslenskum tíma, verður þrettán ísraelskum gíslum sem hafa verið í haldi Hamas-samtakanna sleppt. 24. nóvember 2023 06:51 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Hamas-liðar sleppa þrettán gíslum Hamas-samtökin hafa sleppt þrettán ísraelskum gíslum og nokkrum erlendum ríkisborgurum. Misræmi er þó í yfirlýsingum ríkja um tölu gísla sem sleppt hefur verið í kvöld. 25. nóvember 2023 22:04
Búið að sleppa tuttugu og fjórum gíslum Hamas-liðar hafa sleppt fyrstu gíslunum úr haldi í fangaskiptum á Gasaströndinni. Um er að ræða tíu Taílendinga, einn Filippseying og þrettán Ísraela sem sleppt var í skiptum fyrir 39 Palestínumenn í haldi Ísraela. Vopnahléið sem hófst í morgun hefur að mestu haldið og neyðarbirgðir berast íbúa Gasastrandarinnar. 24. nóvember 2023 14:49
Vopnahlé tekur gildi og fyrstu gíslunum sleppt klukkan tvö Fjögurra daga hlé á átökunum á Gasa hófst klukkan fimm í morgun og síðar í dag, eða um klukkan tvö að íslenskum tíma, verður þrettán ísraelskum gíslum sem hafa verið í haldi Hamas-samtakanna sleppt. 24. nóvember 2023 06:51