Enski boltinn

Fannst Kobbie Mainoo lang­bestur hjá United

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hinn átján ára Kobbie Mainoo átti afar góðan leik á miðju Manchester United gegn Everton.
Hinn átján ára Kobbie Mainoo átti afar góðan leik á miðju Manchester United gegn Everton. getty/Robbie Jay Barratt

Gary Neville hrósaði Kobbie Mainoo í hástert fyrir frammistöðu hans í fyrsta byrjunarliðsleiknum fyrir Manchester United.

Mainoo var í byrjunarliði United sem vann Everton, 0-3, á Goodison Park í ensku úrvalsdeildinni í gær. Þetta var fimmti sigur United í síðustu sex deildarleikjum.

Neville var afar hrifinn af frammistöðu Mainoos í leiknum gegn Everton.

„Það er átján ára strákur þarna sem er öruggari en allir aðrir. Mér finnst hann hafa verið langbesti leikmaður United í leiknum. Frábær frumraun í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Neville.

Mainoo þótti spila vel fyrir United á undirbúningstímabilinu en meiddist í leik gegn Real Madrid í júlí og var frá keppni í nokkra mánuði. En hann er búinn að ná sér og sýndi það og sannaði í gær að hann getur sannarlega látið að sér kveða meðal þeirra bestu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×