Ósáttur með hvernig farið var með landsliðsfyrirliðann á Egilsstöðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2023 12:00 Ægir Þór Steinarsson fær hér fyrri tæknivillu sína en örskömmu síðar var hann búinn að fá aðra. S2 Sport Landsliðsfyrirliðinn Ægir Þór Steinarsson kláraði ekki leik Stjörnunnar á móti Hetti í síðustu umferð Subway deildar karla því hann var rekinn snemma í sturtu af dómurum leiksins. Subway Körfuboltakvöld skoðaði betur brottreksturinn og ræddi hann en Stjörnumenn steinlágu í leiknum og nú gætu þeir misst sinn besta leikmann í leikbann líka. Ægir fékk tvær tæknivillur í röð eftir einhver ósætti við Nemanja Knezevic, miðherja Hattar, og svo læti í framhaldið af því. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, tjáði sig um atvikið þegar Ægir var rekinn út úr húsi á Egilsstöðum. Viðar gefur alltaf mikið af sér í viðtölum eftir leiki og stundum hendir hann í pillu. „Það var ekki einu sinni dæmd villa. Þetta var eitthvað óhapp. Ægir hljóp á hann og þetta var hné í hné. Ægir Þór er eðaldrengur og ætlaði sér ekki að meiða neinn. Auðvitað urðu þeir að reyna að hleypa leiknum eitthvað upp en þeir eltu svolítið geðsveiflurnar í þjálfara sínum og voru þannig undir lokin,“ sagði Viðar. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, fékk þarna skot frá kollega sínum. Hvor ógnaði hvorum „Ægir Þór Steinarsson. Mér fannst þetta mjög ólíkt honum. Mér fannst það hvernig hann gengur ógnandi að dómaranum,“ sagði Stefán Árni Pálsson í Subway Körfuboltakvöldi en sérfræðingurinn Sævar Sævarsson var alls ekki sammála því. Þvert á móti gagnrýndi hann framkomu dómarans gagnvart Ægi. „Það var verið að draga hann í burtu, dómarinn labbaði í áttina að honum og gekk ógnandi að honum. Ég var að verja dómarann áðan en þarna er tekin einhver ákvörðun,“ sagði Sævar. „Dómarinn klofaði yfir leikmann á gólfinu til þess að komast að Ægi til þess að ýta honum og dæma á hann tæknivillu,“ sagði Sævar. Keppnisskapið alveg á fullu „Hann ýtir í hann og ég ímynda mér að það hafi stuðað Ægi. Þú ert að tapa leik og spila illa. Keppnisskapið alveg á fullu,“ sagði Helgi Már Magnússon. „Ég hef horft á körfubolta í nokkuð mörg ár og spilað körfubolta í mörg ár. Ég hef aldrei séð dómara elta leikmann og ýta honum til þess að dæma tæknivillu á hann,“ sagði Sævar. Hann var mjög ósáttur með hvernig farið var með landsliðsfyrirliðann á Egilsstöðum. „Ég veit alveg að menn eiga ekki að fá öðruvísi meðferð en þetta er einn af okkar fremstu leikmönnum, landsliðsmaður og líklega fyrirliði eða varafyrirliði Stjörnunnar. Þú gerir þetta bara ekki,“ sagði Sævar. Efast um að þetta standi í FIBA reglubók „Sama þótt að þetta hefði verið Sævar Sævarsson eða ellefti eða tólfti leikmaður í einhverju liði. Þú ferð ekkert á eftir leikmanni, ýtir honum og dæmir á hann tæknivillu. Ég efast um að það standi í einhverri FIBA reglubók,“ sagði Sævar. „Færri tæknivillur takk,“ sagði Helgi.Það má sjá alla umræðuna og atvikið hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Brottrekstur Ægis Þórs Steinarssonar Subway-deild karla Körfuboltakvöld Stjarnan Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
Subway Körfuboltakvöld skoðaði betur brottreksturinn og ræddi hann en Stjörnumenn steinlágu í leiknum og nú gætu þeir misst sinn besta leikmann í leikbann líka. Ægir fékk tvær tæknivillur í röð eftir einhver ósætti við Nemanja Knezevic, miðherja Hattar, og svo læti í framhaldið af því. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, tjáði sig um atvikið þegar Ægir var rekinn út úr húsi á Egilsstöðum. Viðar gefur alltaf mikið af sér í viðtölum eftir leiki og stundum hendir hann í pillu. „Það var ekki einu sinni dæmd villa. Þetta var eitthvað óhapp. Ægir hljóp á hann og þetta var hné í hné. Ægir Þór er eðaldrengur og ætlaði sér ekki að meiða neinn. Auðvitað urðu þeir að reyna að hleypa leiknum eitthvað upp en þeir eltu svolítið geðsveiflurnar í þjálfara sínum og voru þannig undir lokin,“ sagði Viðar. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, fékk þarna skot frá kollega sínum. Hvor ógnaði hvorum „Ægir Þór Steinarsson. Mér fannst þetta mjög ólíkt honum. Mér fannst það hvernig hann gengur ógnandi að dómaranum,“ sagði Stefán Árni Pálsson í Subway Körfuboltakvöldi en sérfræðingurinn Sævar Sævarsson var alls ekki sammála því. Þvert á móti gagnrýndi hann framkomu dómarans gagnvart Ægi. „Það var verið að draga hann í burtu, dómarinn labbaði í áttina að honum og gekk ógnandi að honum. Ég var að verja dómarann áðan en þarna er tekin einhver ákvörðun,“ sagði Sævar. „Dómarinn klofaði yfir leikmann á gólfinu til þess að komast að Ægi til þess að ýta honum og dæma á hann tæknivillu,“ sagði Sævar. Keppnisskapið alveg á fullu „Hann ýtir í hann og ég ímynda mér að það hafi stuðað Ægi. Þú ert að tapa leik og spila illa. Keppnisskapið alveg á fullu,“ sagði Helgi Már Magnússon. „Ég hef horft á körfubolta í nokkuð mörg ár og spilað körfubolta í mörg ár. Ég hef aldrei séð dómara elta leikmann og ýta honum til þess að dæma tæknivillu á hann,“ sagði Sævar. Hann var mjög ósáttur með hvernig farið var með landsliðsfyrirliðann á Egilsstöðum. „Ég veit alveg að menn eiga ekki að fá öðruvísi meðferð en þetta er einn af okkar fremstu leikmönnum, landsliðsmaður og líklega fyrirliði eða varafyrirliði Stjörnunnar. Þú gerir þetta bara ekki,“ sagði Sævar. Efast um að þetta standi í FIBA reglubók „Sama þótt að þetta hefði verið Sævar Sævarsson eða ellefti eða tólfti leikmaður í einhverju liði. Þú ferð ekkert á eftir leikmanni, ýtir honum og dæmir á hann tæknivillu. Ég efast um að það standi í einhverri FIBA reglubók,“ sagði Sævar. „Færri tæknivillur takk,“ sagði Helgi.Það má sjá alla umræðuna og atvikið hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Brottrekstur Ægis Þórs Steinarssonar
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Stjarnan Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira