Innsýn í listræna veggi á heimilum fólks Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 27. nóvember 2023 12:31 Bókin Myndlist á heimilum er samstarfsverkefni Höllu Báru Gestsdóttur, Gunnars Sverrissonar, Olgu Lilju Ólafsdóttur og Sigurðar Atla. Aðsend Bókin Myndlist á heimilum veitir innsýn í myndlistargrósku landsins þar sem skyggnst er inn á heimili listaverkasafnara, listamanna og áhugafólks um myndlist á Íslandi. Bókin kemur út næstkomandi fimmtudag og verður henni fagnað með útgáfuhófi á veitingastaðnum La Primavera í Marshall húsinu á miðvikudaginn klukkan 17:00. Í fréttatilkynningu kemur fram að bókin sé sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. „Hún veitir lesendum innblástur og innsýn í hvernig eigendur verka hafa heimfært listina á heimili sín með ólíkum hætti og hversu sterk áhrif myndlistin hefur í þeirri persónulegu umgjörð.“ Hér má sjá opnu úr bókinni sem er í heildina 240 blaðsíður í stóru broti og prentuð á þykkan gæðapappír. Aðsend Yfir 200 listamenn Í bókinni bregður fyrir nokkur hundruð listaverkum eftir yfir 200 listamenn og er hvert verk skráð. Þannig gagnast útgáfan einnig sem uppflettirit um samtímamyndlist á Íslandi. Mörg þeirra myndlistarverka sem prýða bókina hafa aldrei komið fyrir sjónir almennings en verk eftir myndlistarmanninn Sigurð Atla Sigurðsson þekur kápuna. Myndlist á heimilum er samstarfsverkefni Gunnars Sverrissonar, Höllu Báru Gestsdóttur, Sigurðar Atla og Olgu Lilju Ólafsdóttur. „Gunnar og Halla Bára hafa gefið út fjölda bóka og tímarita og má þar nefna bækurnar Heimili og bústaðir. Gunnar hefur jafnframt getið sér gott orð sem ljósmyndari og hefur sérhæft sig í ljósmyndun á arkitektúr og innanhússhönnun. Olga Lilja og Sigurður Atli eiga og reka Y gallery sem er staðsett á gömlu Olís bensínstöðinni í Hamraborg þar sem verk framúrskarandi samtímalistamanna hafa verið til sýnis ásamt því að veita fólki listráðgjöf. Einnig hefur Y gallery tekið þátt í mörgum verkefnum á sviði myndlistar og má þar nefna Auglýsingahlé Billboard þar sem listamaður tekur yfir fleiri hundruð auglýsingaskjáa og strætóskýla fyrstu daga ársins,“ segir einnig í fréttatilkynningu en verkefnið hlaut aðalverðlaun Myndlistarráðs árið 2023. Hér má sjá opnu úr bókinni sem er í heildina 240 blaðsíður í stóru broti og prentuð á þykkan gæðapappír. Aðsend Myndlistarsýning á meðan að fólk dælir bensíni Í samtali við blaðamann segir Olga Lilja að hugmyndin að bókinni hafi kviknað í gegnum störf þeirra allra á sviði myndlistar. „Við höfum verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að tengja saman áhugafólk um myndlist við myndlistarmenn og fengið tækifæri til koma inn á mörg alveg hreint mögnuð heimili. Heimilin veittu okkur svo mikinn innblástur að okkur langaði til þess að deila gleðinni með fleirum. Þetta passar líka vel við það leiðarstef sem við höfum farið eftir á sviði myndlistar; að tengja myndlist við almenning á áhugaverðan og óvenjulegan hátt, samanber að starfrækja gallerí á einni fjölförnustu bensínstöð á höfuðborgarsvæðinu. Þá kemst fólk ekki hjá því að „lenda“ á myndlistarsýningu þegar það dælir bensíni.“ View this post on Instagram A post shared by Y (@y_gallery__) Myndlist Menning Tengdar fréttir KÚNST: Jólasýningin í Ásmundarsal „Það sem skiptir svo miklu máli er að kafa aðeins dýpra og skilja hvað það er sem myndlistarmaðurinn er að fást við. Af hverju er hann að fást við það og hver er sagan? Oft er sagan miklu meira en helmingurinn af verkinu,“ segir Olga Lilja Ólafsdóttir, sýningarstjóri Jólasýningarinnar 2022 í Ásmundarsal. 20. desember 2022 06:01 Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Bókin kemur út næstkomandi fimmtudag og verður henni fagnað með útgáfuhófi á veitingastaðnum La Primavera í Marshall húsinu á miðvikudaginn klukkan 17:00. Í fréttatilkynningu kemur fram að bókin sé sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. „Hún veitir lesendum innblástur og innsýn í hvernig eigendur verka hafa heimfært listina á heimili sín með ólíkum hætti og hversu sterk áhrif myndlistin hefur í þeirri persónulegu umgjörð.“ Hér má sjá opnu úr bókinni sem er í heildina 240 blaðsíður í stóru broti og prentuð á þykkan gæðapappír. Aðsend Yfir 200 listamenn Í bókinni bregður fyrir nokkur hundruð listaverkum eftir yfir 200 listamenn og er hvert verk skráð. Þannig gagnast útgáfan einnig sem uppflettirit um samtímamyndlist á Íslandi. Mörg þeirra myndlistarverka sem prýða bókina hafa aldrei komið fyrir sjónir almennings en verk eftir myndlistarmanninn Sigurð Atla Sigurðsson þekur kápuna. Myndlist á heimilum er samstarfsverkefni Gunnars Sverrissonar, Höllu Báru Gestsdóttur, Sigurðar Atla og Olgu Lilju Ólafsdóttur. „Gunnar og Halla Bára hafa gefið út fjölda bóka og tímarita og má þar nefna bækurnar Heimili og bústaðir. Gunnar hefur jafnframt getið sér gott orð sem ljósmyndari og hefur sérhæft sig í ljósmyndun á arkitektúr og innanhússhönnun. Olga Lilja og Sigurður Atli eiga og reka Y gallery sem er staðsett á gömlu Olís bensínstöðinni í Hamraborg þar sem verk framúrskarandi samtímalistamanna hafa verið til sýnis ásamt því að veita fólki listráðgjöf. Einnig hefur Y gallery tekið þátt í mörgum verkefnum á sviði myndlistar og má þar nefna Auglýsingahlé Billboard þar sem listamaður tekur yfir fleiri hundruð auglýsingaskjáa og strætóskýla fyrstu daga ársins,“ segir einnig í fréttatilkynningu en verkefnið hlaut aðalverðlaun Myndlistarráðs árið 2023. Hér má sjá opnu úr bókinni sem er í heildina 240 blaðsíður í stóru broti og prentuð á þykkan gæðapappír. Aðsend Myndlistarsýning á meðan að fólk dælir bensíni Í samtali við blaðamann segir Olga Lilja að hugmyndin að bókinni hafi kviknað í gegnum störf þeirra allra á sviði myndlistar. „Við höfum verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að tengja saman áhugafólk um myndlist við myndlistarmenn og fengið tækifæri til koma inn á mörg alveg hreint mögnuð heimili. Heimilin veittu okkur svo mikinn innblástur að okkur langaði til þess að deila gleðinni með fleirum. Þetta passar líka vel við það leiðarstef sem við höfum farið eftir á sviði myndlistar; að tengja myndlist við almenning á áhugaverðan og óvenjulegan hátt, samanber að starfrækja gallerí á einni fjölförnustu bensínstöð á höfuðborgarsvæðinu. Þá kemst fólk ekki hjá því að „lenda“ á myndlistarsýningu þegar það dælir bensíni.“ View this post on Instagram A post shared by Y (@y_gallery__)
Myndlist Menning Tengdar fréttir KÚNST: Jólasýningin í Ásmundarsal „Það sem skiptir svo miklu máli er að kafa aðeins dýpra og skilja hvað það er sem myndlistarmaðurinn er að fást við. Af hverju er hann að fást við það og hver er sagan? Oft er sagan miklu meira en helmingurinn af verkinu,“ segir Olga Lilja Ólafsdóttir, sýningarstjóri Jólasýningarinnar 2022 í Ásmundarsal. 20. desember 2022 06:01 Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
KÚNST: Jólasýningin í Ásmundarsal „Það sem skiptir svo miklu máli er að kafa aðeins dýpra og skilja hvað það er sem myndlistarmaðurinn er að fást við. Af hverju er hann að fást við það og hver er sagan? Oft er sagan miklu meira en helmingurinn af verkinu,“ segir Olga Lilja Ólafsdóttir, sýningarstjóri Jólasýningarinnar 2022 í Ásmundarsal. 20. desember 2022 06:01
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp