Innsýn í listræna veggi á heimilum fólks Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 27. nóvember 2023 12:31 Bókin Myndlist á heimilum er samstarfsverkefni Höllu Báru Gestsdóttur, Gunnars Sverrissonar, Olgu Lilju Ólafsdóttur og Sigurðar Atla. Aðsend Bókin Myndlist á heimilum veitir innsýn í myndlistargrósku landsins þar sem skyggnst er inn á heimili listaverkasafnara, listamanna og áhugafólks um myndlist á Íslandi. Bókin kemur út næstkomandi fimmtudag og verður henni fagnað með útgáfuhófi á veitingastaðnum La Primavera í Marshall húsinu á miðvikudaginn klukkan 17:00. Í fréttatilkynningu kemur fram að bókin sé sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. „Hún veitir lesendum innblástur og innsýn í hvernig eigendur verka hafa heimfært listina á heimili sín með ólíkum hætti og hversu sterk áhrif myndlistin hefur í þeirri persónulegu umgjörð.“ Hér má sjá opnu úr bókinni sem er í heildina 240 blaðsíður í stóru broti og prentuð á þykkan gæðapappír. Aðsend Yfir 200 listamenn Í bókinni bregður fyrir nokkur hundruð listaverkum eftir yfir 200 listamenn og er hvert verk skráð. Þannig gagnast útgáfan einnig sem uppflettirit um samtímamyndlist á Íslandi. Mörg þeirra myndlistarverka sem prýða bókina hafa aldrei komið fyrir sjónir almennings en verk eftir myndlistarmanninn Sigurð Atla Sigurðsson þekur kápuna. Myndlist á heimilum er samstarfsverkefni Gunnars Sverrissonar, Höllu Báru Gestsdóttur, Sigurðar Atla og Olgu Lilju Ólafsdóttur. „Gunnar og Halla Bára hafa gefið út fjölda bóka og tímarita og má þar nefna bækurnar Heimili og bústaðir. Gunnar hefur jafnframt getið sér gott orð sem ljósmyndari og hefur sérhæft sig í ljósmyndun á arkitektúr og innanhússhönnun. Olga Lilja og Sigurður Atli eiga og reka Y gallery sem er staðsett á gömlu Olís bensínstöðinni í Hamraborg þar sem verk framúrskarandi samtímalistamanna hafa verið til sýnis ásamt því að veita fólki listráðgjöf. Einnig hefur Y gallery tekið þátt í mörgum verkefnum á sviði myndlistar og má þar nefna Auglýsingahlé Billboard þar sem listamaður tekur yfir fleiri hundruð auglýsingaskjáa og strætóskýla fyrstu daga ársins,“ segir einnig í fréttatilkynningu en verkefnið hlaut aðalverðlaun Myndlistarráðs árið 2023. Hér má sjá opnu úr bókinni sem er í heildina 240 blaðsíður í stóru broti og prentuð á þykkan gæðapappír. Aðsend Myndlistarsýning á meðan að fólk dælir bensíni Í samtali við blaðamann segir Olga Lilja að hugmyndin að bókinni hafi kviknað í gegnum störf þeirra allra á sviði myndlistar. „Við höfum verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að tengja saman áhugafólk um myndlist við myndlistarmenn og fengið tækifæri til koma inn á mörg alveg hreint mögnuð heimili. Heimilin veittu okkur svo mikinn innblástur að okkur langaði til þess að deila gleðinni með fleirum. Þetta passar líka vel við það leiðarstef sem við höfum farið eftir á sviði myndlistar; að tengja myndlist við almenning á áhugaverðan og óvenjulegan hátt, samanber að starfrækja gallerí á einni fjölförnustu bensínstöð á höfuðborgarsvæðinu. Þá kemst fólk ekki hjá því að „lenda“ á myndlistarsýningu þegar það dælir bensíni.“ View this post on Instagram A post shared by Y (@y_gallery__) Myndlist Menning Tengdar fréttir KÚNST: Jólasýningin í Ásmundarsal „Það sem skiptir svo miklu máli er að kafa aðeins dýpra og skilja hvað það er sem myndlistarmaðurinn er að fást við. Af hverju er hann að fást við það og hver er sagan? Oft er sagan miklu meira en helmingurinn af verkinu,“ segir Olga Lilja Ólafsdóttir, sýningarstjóri Jólasýningarinnar 2022 í Ásmundarsal. 20. desember 2022 06:01 Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Bókin kemur út næstkomandi fimmtudag og verður henni fagnað með útgáfuhófi á veitingastaðnum La Primavera í Marshall húsinu á miðvikudaginn klukkan 17:00. Í fréttatilkynningu kemur fram að bókin sé sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. „Hún veitir lesendum innblástur og innsýn í hvernig eigendur verka hafa heimfært listina á heimili sín með ólíkum hætti og hversu sterk áhrif myndlistin hefur í þeirri persónulegu umgjörð.“ Hér má sjá opnu úr bókinni sem er í heildina 240 blaðsíður í stóru broti og prentuð á þykkan gæðapappír. Aðsend Yfir 200 listamenn Í bókinni bregður fyrir nokkur hundruð listaverkum eftir yfir 200 listamenn og er hvert verk skráð. Þannig gagnast útgáfan einnig sem uppflettirit um samtímamyndlist á Íslandi. Mörg þeirra myndlistarverka sem prýða bókina hafa aldrei komið fyrir sjónir almennings en verk eftir myndlistarmanninn Sigurð Atla Sigurðsson þekur kápuna. Myndlist á heimilum er samstarfsverkefni Gunnars Sverrissonar, Höllu Báru Gestsdóttur, Sigurðar Atla og Olgu Lilju Ólafsdóttur. „Gunnar og Halla Bára hafa gefið út fjölda bóka og tímarita og má þar nefna bækurnar Heimili og bústaðir. Gunnar hefur jafnframt getið sér gott orð sem ljósmyndari og hefur sérhæft sig í ljósmyndun á arkitektúr og innanhússhönnun. Olga Lilja og Sigurður Atli eiga og reka Y gallery sem er staðsett á gömlu Olís bensínstöðinni í Hamraborg þar sem verk framúrskarandi samtímalistamanna hafa verið til sýnis ásamt því að veita fólki listráðgjöf. Einnig hefur Y gallery tekið þátt í mörgum verkefnum á sviði myndlistar og má þar nefna Auglýsingahlé Billboard þar sem listamaður tekur yfir fleiri hundruð auglýsingaskjáa og strætóskýla fyrstu daga ársins,“ segir einnig í fréttatilkynningu en verkefnið hlaut aðalverðlaun Myndlistarráðs árið 2023. Hér má sjá opnu úr bókinni sem er í heildina 240 blaðsíður í stóru broti og prentuð á þykkan gæðapappír. Aðsend Myndlistarsýning á meðan að fólk dælir bensíni Í samtali við blaðamann segir Olga Lilja að hugmyndin að bókinni hafi kviknað í gegnum störf þeirra allra á sviði myndlistar. „Við höfum verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að tengja saman áhugafólk um myndlist við myndlistarmenn og fengið tækifæri til koma inn á mörg alveg hreint mögnuð heimili. Heimilin veittu okkur svo mikinn innblástur að okkur langaði til þess að deila gleðinni með fleirum. Þetta passar líka vel við það leiðarstef sem við höfum farið eftir á sviði myndlistar; að tengja myndlist við almenning á áhugaverðan og óvenjulegan hátt, samanber að starfrækja gallerí á einni fjölförnustu bensínstöð á höfuðborgarsvæðinu. Þá kemst fólk ekki hjá því að „lenda“ á myndlistarsýningu þegar það dælir bensíni.“ View this post on Instagram A post shared by Y (@y_gallery__)
Myndlist Menning Tengdar fréttir KÚNST: Jólasýningin í Ásmundarsal „Það sem skiptir svo miklu máli er að kafa aðeins dýpra og skilja hvað það er sem myndlistarmaðurinn er að fást við. Af hverju er hann að fást við það og hver er sagan? Oft er sagan miklu meira en helmingurinn af verkinu,“ segir Olga Lilja Ólafsdóttir, sýningarstjóri Jólasýningarinnar 2022 í Ásmundarsal. 20. desember 2022 06:01 Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
KÚNST: Jólasýningin í Ásmundarsal „Það sem skiptir svo miklu máli er að kafa aðeins dýpra og skilja hvað það er sem myndlistarmaðurinn er að fást við. Af hverju er hann að fást við það og hver er sagan? Oft er sagan miklu meira en helmingurinn af verkinu,“ segir Olga Lilja Ólafsdóttir, sýningarstjóri Jólasýningarinnar 2022 í Ásmundarsal. 20. desember 2022 06:01