Áttatíu missa vinnuna hjá Controlant Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. nóvember 2023 14:40 Guðmundur Árnason, fjármálastjóri Controlant, Ásthildur Otharsdóttir, stjórnarformaður félagsins, og Gísli Herjólfsson forstjóri Controlant. Áttatíu misstu vinnuna hjá Controlant í hópuppsögn í morgun. Ekki hefur náðst í forsvarsmenn fyrirtækisins það sem af er degi. Fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu að Controlant hafi tryggt sér 80 milljóna dala fjármögnun, sem samsvarar um 11 milljörðum íslenskra króna, til að styðja við áframhaldandi vöruþróun og markaðssókn. „Um er að ræða $40 milljóna fjármögnun sem leidd var af Gildi-lífeyrissjóði með þátttöku annarra lífeyrissjóða ásamt einkafjárfestum og núverandi hluthöfum. Fjármögnunin kemur til viðbótar við $40 milljóna lánsfjármögnun frá breska sjóðinum Apax Credit, sem lokið var í september síðastliðnum,“ segir í tilkynningu frá Controlant. Samdráttur í Covid-verkefnum ástæða uppsagna Þá segir að uppsagnirnar megi rekja til Covid-tengdra verkefna, sem hafi verið stór hluti starfseminnar undanfarin ár. Verkefni vegna dreifingar bóluefna í heimsfaraldrinum hafi krafist mikils mannafla og nú verið samdráttur í því. Þess vegna þurfi að leggja niður 80 störf, þvert á deildir og starfsstöðvar. Eins og greint var frá á Vísi í morgun hafa starfsmenn hjá Controlant verið boðaðir á fund hver á fætur öðrum í morgun og þeim sagt upp störfum. Einn starfsamanna, sem hefur verið sagt upp, segir í samtali við fréttastofu að uppsögnin hafi komið mjög flatt upp á hann, enda hafi hann fyrir helgi fundað með yfirmanni sínum um framtíð í starfi og næstu skref. Heimildir fréttastofu herma að mikil ringulreið hafi skapast í höfuðstöðvum Controlant við Holtasmára 1 um hádegisbil og starfsmenn verið í miklu uppnámi. Ævintýralegur vöxtur Controlant er íslenskt hátæknifyrirtæki sem fór á flug í kórónuveirufaraldrinum. Fyrirtækið gegndi lykilhlutverki í dreifingu og geymslu bóluefnaskammta gegn Covid-19 fyrir bandaríska lyfjarisan Pfizer og vöxtur þess hefur verið ævintýralegur síðustu ár. Samkvæmt frétt Innherja frá því í upphafi árs voru tekjur Controlant á síðustu tveimur ársfjórðungum síðasta árs vel yfir 30 milljónir dala, eða 4,4 milljarða króna, á hvorum fjórðungi fyrir sig. Veltan á síðasta ári jókst um nærri 100 prósent milli ára og var samtals um 130 milljónir dala, eða um 19 milljarðar króna. Fyrirtækið var stofnað árið 2007 og starfa þar nú 450 af 40 þjóðernum. Vinnumarkaður Tengdar fréttir Fjöldauppsagnir hjá Controlant Að minnsta kosti tíu starfsmönnum hefur verið sagt upp hjá Controlant. Þetta herma heimildir fréttastofu. 27. nóvember 2023 12:05 Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu að Controlant hafi tryggt sér 80 milljóna dala fjármögnun, sem samsvarar um 11 milljörðum íslenskra króna, til að styðja við áframhaldandi vöruþróun og markaðssókn. „Um er að ræða $40 milljóna fjármögnun sem leidd var af Gildi-lífeyrissjóði með þátttöku annarra lífeyrissjóða ásamt einkafjárfestum og núverandi hluthöfum. Fjármögnunin kemur til viðbótar við $40 milljóna lánsfjármögnun frá breska sjóðinum Apax Credit, sem lokið var í september síðastliðnum,“ segir í tilkynningu frá Controlant. Samdráttur í Covid-verkefnum ástæða uppsagna Þá segir að uppsagnirnar megi rekja til Covid-tengdra verkefna, sem hafi verið stór hluti starfseminnar undanfarin ár. Verkefni vegna dreifingar bóluefna í heimsfaraldrinum hafi krafist mikils mannafla og nú verið samdráttur í því. Þess vegna þurfi að leggja niður 80 störf, þvert á deildir og starfsstöðvar. Eins og greint var frá á Vísi í morgun hafa starfsmenn hjá Controlant verið boðaðir á fund hver á fætur öðrum í morgun og þeim sagt upp störfum. Einn starfsamanna, sem hefur verið sagt upp, segir í samtali við fréttastofu að uppsögnin hafi komið mjög flatt upp á hann, enda hafi hann fyrir helgi fundað með yfirmanni sínum um framtíð í starfi og næstu skref. Heimildir fréttastofu herma að mikil ringulreið hafi skapast í höfuðstöðvum Controlant við Holtasmára 1 um hádegisbil og starfsmenn verið í miklu uppnámi. Ævintýralegur vöxtur Controlant er íslenskt hátæknifyrirtæki sem fór á flug í kórónuveirufaraldrinum. Fyrirtækið gegndi lykilhlutverki í dreifingu og geymslu bóluefnaskammta gegn Covid-19 fyrir bandaríska lyfjarisan Pfizer og vöxtur þess hefur verið ævintýralegur síðustu ár. Samkvæmt frétt Innherja frá því í upphafi árs voru tekjur Controlant á síðustu tveimur ársfjórðungum síðasta árs vel yfir 30 milljónir dala, eða 4,4 milljarða króna, á hvorum fjórðungi fyrir sig. Veltan á síðasta ári jókst um nærri 100 prósent milli ára og var samtals um 130 milljónir dala, eða um 19 milljarðar króna. Fyrirtækið var stofnað árið 2007 og starfa þar nú 450 af 40 þjóðernum.
Vinnumarkaður Tengdar fréttir Fjöldauppsagnir hjá Controlant Að minnsta kosti tíu starfsmönnum hefur verið sagt upp hjá Controlant. Þetta herma heimildir fréttastofu. 27. nóvember 2023 12:05 Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Fjöldauppsagnir hjá Controlant Að minnsta kosti tíu starfsmönnum hefur verið sagt upp hjá Controlant. Þetta herma heimildir fréttastofu. 27. nóvember 2023 12:05