Áttatíu missa vinnuna hjá Controlant Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. nóvember 2023 14:40 Guðmundur Árnason, fjármálastjóri Controlant, Ásthildur Otharsdóttir, stjórnarformaður félagsins, og Gísli Herjólfsson forstjóri Controlant. Áttatíu misstu vinnuna hjá Controlant í hópuppsögn í morgun. Ekki hefur náðst í forsvarsmenn fyrirtækisins það sem af er degi. Fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu að Controlant hafi tryggt sér 80 milljóna dala fjármögnun, sem samsvarar um 11 milljörðum íslenskra króna, til að styðja við áframhaldandi vöruþróun og markaðssókn. „Um er að ræða $40 milljóna fjármögnun sem leidd var af Gildi-lífeyrissjóði með þátttöku annarra lífeyrissjóða ásamt einkafjárfestum og núverandi hluthöfum. Fjármögnunin kemur til viðbótar við $40 milljóna lánsfjármögnun frá breska sjóðinum Apax Credit, sem lokið var í september síðastliðnum,“ segir í tilkynningu frá Controlant. Samdráttur í Covid-verkefnum ástæða uppsagna Þá segir að uppsagnirnar megi rekja til Covid-tengdra verkefna, sem hafi verið stór hluti starfseminnar undanfarin ár. Verkefni vegna dreifingar bóluefna í heimsfaraldrinum hafi krafist mikils mannafla og nú verið samdráttur í því. Þess vegna þurfi að leggja niður 80 störf, þvert á deildir og starfsstöðvar. Eins og greint var frá á Vísi í morgun hafa starfsmenn hjá Controlant verið boðaðir á fund hver á fætur öðrum í morgun og þeim sagt upp störfum. Einn starfsamanna, sem hefur verið sagt upp, segir í samtali við fréttastofu að uppsögnin hafi komið mjög flatt upp á hann, enda hafi hann fyrir helgi fundað með yfirmanni sínum um framtíð í starfi og næstu skref. Heimildir fréttastofu herma að mikil ringulreið hafi skapast í höfuðstöðvum Controlant við Holtasmára 1 um hádegisbil og starfsmenn verið í miklu uppnámi. Ævintýralegur vöxtur Controlant er íslenskt hátæknifyrirtæki sem fór á flug í kórónuveirufaraldrinum. Fyrirtækið gegndi lykilhlutverki í dreifingu og geymslu bóluefnaskammta gegn Covid-19 fyrir bandaríska lyfjarisan Pfizer og vöxtur þess hefur verið ævintýralegur síðustu ár. Samkvæmt frétt Innherja frá því í upphafi árs voru tekjur Controlant á síðustu tveimur ársfjórðungum síðasta árs vel yfir 30 milljónir dala, eða 4,4 milljarða króna, á hvorum fjórðungi fyrir sig. Veltan á síðasta ári jókst um nærri 100 prósent milli ára og var samtals um 130 milljónir dala, eða um 19 milljarðar króna. Fyrirtækið var stofnað árið 2007 og starfa þar nú 450 af 40 þjóðernum. Vinnumarkaður Tengdar fréttir Fjöldauppsagnir hjá Controlant Að minnsta kosti tíu starfsmönnum hefur verið sagt upp hjá Controlant. Þetta herma heimildir fréttastofu. 27. nóvember 2023 12:05 Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu að Controlant hafi tryggt sér 80 milljóna dala fjármögnun, sem samsvarar um 11 milljörðum íslenskra króna, til að styðja við áframhaldandi vöruþróun og markaðssókn. „Um er að ræða $40 milljóna fjármögnun sem leidd var af Gildi-lífeyrissjóði með þátttöku annarra lífeyrissjóða ásamt einkafjárfestum og núverandi hluthöfum. Fjármögnunin kemur til viðbótar við $40 milljóna lánsfjármögnun frá breska sjóðinum Apax Credit, sem lokið var í september síðastliðnum,“ segir í tilkynningu frá Controlant. Samdráttur í Covid-verkefnum ástæða uppsagna Þá segir að uppsagnirnar megi rekja til Covid-tengdra verkefna, sem hafi verið stór hluti starfseminnar undanfarin ár. Verkefni vegna dreifingar bóluefna í heimsfaraldrinum hafi krafist mikils mannafla og nú verið samdráttur í því. Þess vegna þurfi að leggja niður 80 störf, þvert á deildir og starfsstöðvar. Eins og greint var frá á Vísi í morgun hafa starfsmenn hjá Controlant verið boðaðir á fund hver á fætur öðrum í morgun og þeim sagt upp störfum. Einn starfsamanna, sem hefur verið sagt upp, segir í samtali við fréttastofu að uppsögnin hafi komið mjög flatt upp á hann, enda hafi hann fyrir helgi fundað með yfirmanni sínum um framtíð í starfi og næstu skref. Heimildir fréttastofu herma að mikil ringulreið hafi skapast í höfuðstöðvum Controlant við Holtasmára 1 um hádegisbil og starfsmenn verið í miklu uppnámi. Ævintýralegur vöxtur Controlant er íslenskt hátæknifyrirtæki sem fór á flug í kórónuveirufaraldrinum. Fyrirtækið gegndi lykilhlutverki í dreifingu og geymslu bóluefnaskammta gegn Covid-19 fyrir bandaríska lyfjarisan Pfizer og vöxtur þess hefur verið ævintýralegur síðustu ár. Samkvæmt frétt Innherja frá því í upphafi árs voru tekjur Controlant á síðustu tveimur ársfjórðungum síðasta árs vel yfir 30 milljónir dala, eða 4,4 milljarða króna, á hvorum fjórðungi fyrir sig. Veltan á síðasta ári jókst um nærri 100 prósent milli ára og var samtals um 130 milljónir dala, eða um 19 milljarðar króna. Fyrirtækið var stofnað árið 2007 og starfa þar nú 450 af 40 þjóðernum.
Vinnumarkaður Tengdar fréttir Fjöldauppsagnir hjá Controlant Að minnsta kosti tíu starfsmönnum hefur verið sagt upp hjá Controlant. Þetta herma heimildir fréttastofu. 27. nóvember 2023 12:05 Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira
Fjöldauppsagnir hjá Controlant Að minnsta kosti tíu starfsmönnum hefur verið sagt upp hjá Controlant. Þetta herma heimildir fréttastofu. 27. nóvember 2023 12:05