Búið að ræða við hinn særða og rannsókn langt komin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. nóvember 2023 17:17 Búið er að ræða við flest vitni að árásinni. Vísir/vilhelm Lögreglan á Suðurlandi er búin að ræða við mann, sem var stunginn ítrekað með hníf á fangelsinu Litla-Hrauni. Yfirlögregluþjónn segir rannsóknina langt á veg komna og búið að ræða við flest vitni. Á fjórtánda tímanum síðastliðinn fimmtudag var lögregla kölluð út að fangelsinu Litla-Hrauni vegna hnífstunguárásar. Maðurinn sem varð fyrir árásinni lá þungt haldinn á sjúkrahúsi í kjölfarið en lögregla hefur nú rætt við manninn. „Ég veit ekki hvernig líðan hans er síðan fyrir helgi en hann jafnar sig á þessu. Það hefur verið rætt við hann,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Þá sé búið að ræða við flest, ef ekki öll vitni. Er árásarmaðurinn settur í einhvers konar einangrun innan fangelsisveggjanna? „Við fórum ekki fram á það. Við gætum farið fram á gæsluvarðhald þó hann sé í fangelsi og ef það eru einhverjir rannsóknarhagsmunir þá gætum við farið fram á einangrun eða eitthvað slíkt. En við töldum enga rannsóknarhagsmuni sérstaklega í þessu máli sem þýddu að það þyrfti að fara fram á það,“ segir Sveinn. „Ég þekki ekki hvernig reglur fangelsins eru þegar svona kemur upp en væntanlega eru einhverjar agareglur.“ Hann segir nokkuð skýra mynd komna á málsatvik. Til rannsóknar er hvort árásin tengist skotárás sem framin var í Úlfarsárdal í byrjun mánaðar annars vegar og hins vegar annarri hnífstunguárás, sem framin var í höfuðborginni á föstudagsmorgun. „Við erum bara í samtali við höfuðborgarsvæðið með þessa hluti og að skoða þetta allt í samhengi.“ Lögreglumál Fangelsismál Tengdar fréttir Hafa yfirheyrt vitni um helgina Rannsókn lögreglu á hnífstunguárás í höfuðborginni á föstudagsmorgun hefur mjakast ágætlega yfir helgina að sögn yfirlögregluþjóns. Nokkrir hafa verið yfirheyrðir vegna málsins síðustu daga. 27. nóvember 2023 13:11 Öllum sleppt úr haldi vegna hnífaárásar Fjórum mönnum sem handteknir voru vegna stunguárásar í gærmorgun hefur verið sleppt úr haldi en lögregla leitar enn nokkura aðila í tengslum við málið. Til skoðunar er hvort árásin tengist annarri hnífstunguárás á Litla-Hrauni degi áður sem og skotárásar í byrjun mánaðar. 25. nóvember 2023 10:03 „Þetta er bara rétt að byrja“ Formaður Afstöðu telur að skuggaleg ofbeldishrina innan fangelsa sé „rétt að byrja“. Úrbóta sé þörf í fangelsismálum áður en nýtt fangelsi rís á Litla-Hrauni. 24. nóvember 2023 20:05 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Á fjórtánda tímanum síðastliðinn fimmtudag var lögregla kölluð út að fangelsinu Litla-Hrauni vegna hnífstunguárásar. Maðurinn sem varð fyrir árásinni lá þungt haldinn á sjúkrahúsi í kjölfarið en lögregla hefur nú rætt við manninn. „Ég veit ekki hvernig líðan hans er síðan fyrir helgi en hann jafnar sig á þessu. Það hefur verið rætt við hann,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Þá sé búið að ræða við flest, ef ekki öll vitni. Er árásarmaðurinn settur í einhvers konar einangrun innan fangelsisveggjanna? „Við fórum ekki fram á það. Við gætum farið fram á gæsluvarðhald þó hann sé í fangelsi og ef það eru einhverjir rannsóknarhagsmunir þá gætum við farið fram á einangrun eða eitthvað slíkt. En við töldum enga rannsóknarhagsmuni sérstaklega í þessu máli sem þýddu að það þyrfti að fara fram á það,“ segir Sveinn. „Ég þekki ekki hvernig reglur fangelsins eru þegar svona kemur upp en væntanlega eru einhverjar agareglur.“ Hann segir nokkuð skýra mynd komna á málsatvik. Til rannsóknar er hvort árásin tengist skotárás sem framin var í Úlfarsárdal í byrjun mánaðar annars vegar og hins vegar annarri hnífstunguárás, sem framin var í höfuðborginni á föstudagsmorgun. „Við erum bara í samtali við höfuðborgarsvæðið með þessa hluti og að skoða þetta allt í samhengi.“
Lögreglumál Fangelsismál Tengdar fréttir Hafa yfirheyrt vitni um helgina Rannsókn lögreglu á hnífstunguárás í höfuðborginni á föstudagsmorgun hefur mjakast ágætlega yfir helgina að sögn yfirlögregluþjóns. Nokkrir hafa verið yfirheyrðir vegna málsins síðustu daga. 27. nóvember 2023 13:11 Öllum sleppt úr haldi vegna hnífaárásar Fjórum mönnum sem handteknir voru vegna stunguárásar í gærmorgun hefur verið sleppt úr haldi en lögregla leitar enn nokkura aðila í tengslum við málið. Til skoðunar er hvort árásin tengist annarri hnífstunguárás á Litla-Hrauni degi áður sem og skotárásar í byrjun mánaðar. 25. nóvember 2023 10:03 „Þetta er bara rétt að byrja“ Formaður Afstöðu telur að skuggaleg ofbeldishrina innan fangelsa sé „rétt að byrja“. Úrbóta sé þörf í fangelsismálum áður en nýtt fangelsi rís á Litla-Hrauni. 24. nóvember 2023 20:05 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Hafa yfirheyrt vitni um helgina Rannsókn lögreglu á hnífstunguárás í höfuðborginni á föstudagsmorgun hefur mjakast ágætlega yfir helgina að sögn yfirlögregluþjóns. Nokkrir hafa verið yfirheyrðir vegna málsins síðustu daga. 27. nóvember 2023 13:11
Öllum sleppt úr haldi vegna hnífaárásar Fjórum mönnum sem handteknir voru vegna stunguárásar í gærmorgun hefur verið sleppt úr haldi en lögregla leitar enn nokkura aðila í tengslum við málið. Til skoðunar er hvort árásin tengist annarri hnífstunguárás á Litla-Hrauni degi áður sem og skotárásar í byrjun mánaðar. 25. nóvember 2023 10:03
„Þetta er bara rétt að byrja“ Formaður Afstöðu telur að skuggaleg ofbeldishrina innan fangelsa sé „rétt að byrja“. Úrbóta sé þörf í fangelsismálum áður en nýtt fangelsi rís á Litla-Hrauni. 24. nóvember 2023 20:05