Ábyrgðin hjá eigendum húsnæðis: „Þetta getur ekki gengið svona áfram“ Árni Sæberg skrifar 27. nóvember 2023 21:01 Sigurður Ingi var ómyrkur í máli þegar hann ræddi málefni fólks sem býr í svokölluðu óleyfishúsnæði. Vísir Innviðaráðherra skoraði á eigendur atvinnuhúsnæðis, sem búið er í, að koma því í lag á Alþingi í dag. „Þetta getur ekki gengið svona áfram,“ sagði hann og vísaði til fjölda alvarlegra eldsvoða sem orðið hafa undanfarið. Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði Sigurð Inga Jóhannesson innviðaráðherra út í málefni fólks sem býr í svokölluðu óleyfishúsnæði, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á þinginu í dag. „Þessi bruni átti sér stað í ósamþykktu húsnæði sem veldur að sjálfsögðu áhyggjum. Það bárust fréttir af því að fólk væri að stökkva út um glugga og þetta leit ekki vel út,“ sagði Birgir og vísaði til bruna í húsi við Stangarhyl 3 snemma í gærmorgun. Í dag var greint frá því að karlmaður á fertugsaldri, sem fluttur var á sjúkrahús í kjölfar brunans, lægi enn þungt haldinn á gjörgæslu. Þá lést maður eftir eldsvoða í sambærilegu húsnæði á Funahöfða um miðjan október. Sonur mannsins sagði hann hafa búið við hrikalegar aðstæður í húsnæðinu. Hefur mælt fyrir frumvarpi sem heimilar búsetuna „Nú hefur hæstvirtur ráðherra mælt hér fyrir frumvarpi í þinginu um tímabundnar undanþágur frá skipulagslögum til að heimila búsetu í þess lags húsnæði, tímabundið. Vegna skorts á húsnæði og sérstaklega horft til mikils fjölda flóttamanna sem hafa komið til landsins vegna þessa,“ sagði Birgir. Sigurður Ingi sagði í svari við fyrirspurninni að tveir starfshópar hefðu meðal annars unnið að því að kortleggja búsetuna. Niðurstaða þeirra hafi verið að um 2.500 manns búi í ósamþykktu húsnæði. „Það verður að segjast alveg eins og er að maður hrekkur reglulega við þegar maður heyrir í fréttum af brunum hér á höfuðborgarsvæðinu. Því miður, allt of oft, reynist það vera í atvinnuhúsnæði sem fólk býr.“ Von á frumvarpi Á næstu dögum komi frumvarp inn í þingið sem byggi á tillögum starfshópa til úrbóta eftir hörmulegan bruna á Bræðraborgarstíg. „Nú fær löggjafinn tækifæri til að grípa hratt inn í. Framkvæmdavaldið er búið að undirbúa þessa vinnu. En auðvitað er ábyrgðin hjá eigendum þessara húsa. Og ég vil nota tækifærið hérna til að skora á það fólk sem á slíkt húsnæði að koma því í lag. Þetta getur ekki gengið svona áfram.“ Bruni í Stangarhyl Alþingi Bruni á Bræðraborgarstíg Bruni á Funahöfða Slökkvilið Húsnæðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Slysavarnir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði Sigurð Inga Jóhannesson innviðaráðherra út í málefni fólks sem býr í svokölluðu óleyfishúsnæði, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á þinginu í dag. „Þessi bruni átti sér stað í ósamþykktu húsnæði sem veldur að sjálfsögðu áhyggjum. Það bárust fréttir af því að fólk væri að stökkva út um glugga og þetta leit ekki vel út,“ sagði Birgir og vísaði til bruna í húsi við Stangarhyl 3 snemma í gærmorgun. Í dag var greint frá því að karlmaður á fertugsaldri, sem fluttur var á sjúkrahús í kjölfar brunans, lægi enn þungt haldinn á gjörgæslu. Þá lést maður eftir eldsvoða í sambærilegu húsnæði á Funahöfða um miðjan október. Sonur mannsins sagði hann hafa búið við hrikalegar aðstæður í húsnæðinu. Hefur mælt fyrir frumvarpi sem heimilar búsetuna „Nú hefur hæstvirtur ráðherra mælt hér fyrir frumvarpi í þinginu um tímabundnar undanþágur frá skipulagslögum til að heimila búsetu í þess lags húsnæði, tímabundið. Vegna skorts á húsnæði og sérstaklega horft til mikils fjölda flóttamanna sem hafa komið til landsins vegna þessa,“ sagði Birgir. Sigurður Ingi sagði í svari við fyrirspurninni að tveir starfshópar hefðu meðal annars unnið að því að kortleggja búsetuna. Niðurstaða þeirra hafi verið að um 2.500 manns búi í ósamþykktu húsnæði. „Það verður að segjast alveg eins og er að maður hrekkur reglulega við þegar maður heyrir í fréttum af brunum hér á höfuðborgarsvæðinu. Því miður, allt of oft, reynist það vera í atvinnuhúsnæði sem fólk býr.“ Von á frumvarpi Á næstu dögum komi frumvarp inn í þingið sem byggi á tillögum starfshópa til úrbóta eftir hörmulegan bruna á Bræðraborgarstíg. „Nú fær löggjafinn tækifæri til að grípa hratt inn í. Framkvæmdavaldið er búið að undirbúa þessa vinnu. En auðvitað er ábyrgðin hjá eigendum þessara húsa. Og ég vil nota tækifærið hérna til að skora á það fólk sem á slíkt húsnæði að koma því í lag. Þetta getur ekki gengið svona áfram.“
Bruni í Stangarhyl Alþingi Bruni á Bræðraborgarstíg Bruni á Funahöfða Slökkvilið Húsnæðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Slysavarnir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira