Heppni að ekki fór verr Ólafur Björn Sverrisson skrifar 27. nóvember 2023 21:53 Örn Úlfar segir það heppni að ekki hafi farið verr. vísir Örn Úlfar Sævarsson texta- og hugmyndasmiður slapp vel þegar leigubíll keyrði á hann við Hringbraut síðdegis í dag. Hjól hans þarfnast viðgerðar en hann segir lærdóminn að vera ávallt á varðbergi í umferðinni – bæði ökumenn og hjólreiðamenn – sérstaklega nú þegar skammdegið er að skella á. Atvikið átti sér stað við biðskyldubeygju af Njarðargötu og yfir á Hringbraut. „Ég er þarna á miðri götunni þegar ég sé að bíllinn er ekkert að hægja ferðina, gefur frekar í,“ segir Örn Úlfar í samtali við Vísi. Hvorki höfuðljós hans né fram og afturljós hjólsins gerðu bílstjóranum viðvart. Hann tekur fram að myrkur og lélegt skyggni bættu ekki úr skák í þessari aðstöðu. „Ég stíg niður og næ nokkurn veginn að komast upp hinu megin, en hann klessir aftan á dekkið og hjólið kastast til. Ef ég hefði ekki verið að fylgjast með hefði hann klesst beint á mig, var ekkert að fylgjast með.“ segir Örn Úlfar sem tók ekki eftir bílnúmeri leigubílsins sem keyrði rakeliðis í burtu í austurátt. Það hefði ekki mátt vera tæpara en Örn Úlfar sem var á leið úr vinnu slapp vel, aðeins með nokkrar skrámur og mar. Hjólið þarfnast hins vegar viðgerðar. „Það er verkefni morgundagsins,“ segir Örn. Verkefni morgundagsins er að kaupa nýtt dekk. „Það er um að gera að hvetja ökumenn til að horfa til beggja hliða, þessi leigubílstjóri hefur verið að horfa til vesturs og aðeins verið að pæla í bílunum sem komu þaðan. En það er greinilega aldrei nóg af ljósum á hjólunum.“ „Ég fer þarna um tvisvar á dag og ég hef séð slysin næstum því verða, þegar menn eru ekki að horfa. Nú þarf ég bara að kaupa mér nýja gjörð, þetta er skakkagjörðarhátíð,“ segir Örn Úlfar að lokum. Hann er búinn að senda lögreglu ábendingu um atvikið. Samgönguslys Leigubílar Lögreglumál Reykjavík Hjólreiðar Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Atvikið átti sér stað við biðskyldubeygju af Njarðargötu og yfir á Hringbraut. „Ég er þarna á miðri götunni þegar ég sé að bíllinn er ekkert að hægja ferðina, gefur frekar í,“ segir Örn Úlfar í samtali við Vísi. Hvorki höfuðljós hans né fram og afturljós hjólsins gerðu bílstjóranum viðvart. Hann tekur fram að myrkur og lélegt skyggni bættu ekki úr skák í þessari aðstöðu. „Ég stíg niður og næ nokkurn veginn að komast upp hinu megin, en hann klessir aftan á dekkið og hjólið kastast til. Ef ég hefði ekki verið að fylgjast með hefði hann klesst beint á mig, var ekkert að fylgjast með.“ segir Örn Úlfar sem tók ekki eftir bílnúmeri leigubílsins sem keyrði rakeliðis í burtu í austurátt. Það hefði ekki mátt vera tæpara en Örn Úlfar sem var á leið úr vinnu slapp vel, aðeins með nokkrar skrámur og mar. Hjólið þarfnast hins vegar viðgerðar. „Það er verkefni morgundagsins,“ segir Örn. Verkefni morgundagsins er að kaupa nýtt dekk. „Það er um að gera að hvetja ökumenn til að horfa til beggja hliða, þessi leigubílstjóri hefur verið að horfa til vesturs og aðeins verið að pæla í bílunum sem komu þaðan. En það er greinilega aldrei nóg af ljósum á hjólunum.“ „Ég fer þarna um tvisvar á dag og ég hef séð slysin næstum því verða, þegar menn eru ekki að horfa. Nú þarf ég bara að kaupa mér nýja gjörð, þetta er skakkagjörðarhátíð,“ segir Örn Úlfar að lokum. Hann er búinn að senda lögreglu ábendingu um atvikið.
Samgönguslys Leigubílar Lögreglumál Reykjavík Hjólreiðar Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira