Ákæra mann sem grunaður er um alvarlega árás gegn fyrrverandi Árni Sæberg skrifar 27. nóvember 2023 22:25 Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur manninum. Vísir/Vilhelm Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur sem grunaður er um stórfellda líkamsárás gegn fyrrverandi kærustu sinni í ágúst síðastliðnum. Þetta staðfestir Kobrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í samtali við Vísi. Mbl greindi fyrst frá ákærunni. Í greinargerð lögreglu vegna kröfu um gæsluvarðhald yfir manninum segir að hann sé grunaður um tilraun til þess að verða fyrrverandi kærustu sinni að bana með því að hafa ráðist á hana og meðal annars lamið og sparkað í höfuð hennar, reynt að kyrkja hana og hent henni í læk í skóglendi. Kolbrún kvaðst ekkert geta gefið upp um það hvort meint brot mannsins sé heimfært undir ákvæði hegningarlaga um tilraun til manndráps eða líkamsárás í ákærunni Talinn líklegur til að beita konuna frekara ofbeldi Kolbrún segir að gæsluvarðhald yfir manninum hafi átt að renna út í dag, vegna þess að hann hafi sætt gæsluvarðhaldi í tólf vikur, en það hefur ítrekað verið framlengt frá því að hann var fyrst úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir árásina. Héraðssaksóknari hafi því gefið út ákæru og farið fram að gæsluvarðhald verði enn framlengt. Í síðasta úrskurði Landsréttar um framlengingu frá því í byrjun mánaðar sagði að lögregla hefði framkvæmt áhættumat á manninum vegna brota í nánu sambandi. Í matsgerðinni komi fram að „mjög mikil hætta“ væru á áframhaldandi ofbeldishegðun af hans hálfu. Þá hefur lögregla annað mál mannsins til rannsóknar en þar er hann grunaður um brot í nánu sambandi sínu við konuna, með því að hafa sparkað í höfuð hennar, hrint henni niður tröppur og tekið hana hálstaki með þeim afleiðingum að hún hlaut marbletti víðsvegar um líkamann og punktblæðingar á háls. Vitni kom konunni til bjargar Í málinu liggur fyrir framburður manns sem segist hafa orðið vitni að árásinni. Hann hafi verið á gangi í skóglendi á höfuðborgarsvæðinu þegar hann varð var við átök. Hann hafi séð mann lemja konu og stappa ofan á höfði hennar. Maðurinn hefði síðan beygt sig niður að konunni, „byrjað að kyrkja hana“ og sagt „á ég ekki bara að svæfa þig, klára þetta núna“. Vitnið hafi þá kallað til þeirra og maðurinn litið á vitnið, staðið upp og hlaupið af vettvangi. Í skýrslu hjá lögreglu 26. ágúst lýsti vitnið því að það hefði heyrt öskur og séð konu liggjandi í grasinu og karlmann að yfirbuga hana. Maðurinn hefði sparkað og kýlt í konuna, mestmegnis í andlit hennar. Hann hefði verið að „að reyna að kála henni í andlitið“. Hann hefði síðan farið „að kyrkja hana“ og vitnið þá öskrað. Vitnið lýsti því nánar að maðurinn hefði farið aftan að konunni og ofan á hana þar sem hún hefði legið alveg varnarlaus og sagt „ég skal bara klára þetta núna, þetta verður bara búið“. Hann hefði „basically hótað henni lífláti“, verið mjög reiður, ógnandi og árásargjarn. Hún hefði verið að reyna að losna og öskrað á hjálp. Lögreglumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Sjá meira
Þetta staðfestir Kobrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í samtali við Vísi. Mbl greindi fyrst frá ákærunni. Í greinargerð lögreglu vegna kröfu um gæsluvarðhald yfir manninum segir að hann sé grunaður um tilraun til þess að verða fyrrverandi kærustu sinni að bana með því að hafa ráðist á hana og meðal annars lamið og sparkað í höfuð hennar, reynt að kyrkja hana og hent henni í læk í skóglendi. Kolbrún kvaðst ekkert geta gefið upp um það hvort meint brot mannsins sé heimfært undir ákvæði hegningarlaga um tilraun til manndráps eða líkamsárás í ákærunni Talinn líklegur til að beita konuna frekara ofbeldi Kolbrún segir að gæsluvarðhald yfir manninum hafi átt að renna út í dag, vegna þess að hann hafi sætt gæsluvarðhaldi í tólf vikur, en það hefur ítrekað verið framlengt frá því að hann var fyrst úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir árásina. Héraðssaksóknari hafi því gefið út ákæru og farið fram að gæsluvarðhald verði enn framlengt. Í síðasta úrskurði Landsréttar um framlengingu frá því í byrjun mánaðar sagði að lögregla hefði framkvæmt áhættumat á manninum vegna brota í nánu sambandi. Í matsgerðinni komi fram að „mjög mikil hætta“ væru á áframhaldandi ofbeldishegðun af hans hálfu. Þá hefur lögregla annað mál mannsins til rannsóknar en þar er hann grunaður um brot í nánu sambandi sínu við konuna, með því að hafa sparkað í höfuð hennar, hrint henni niður tröppur og tekið hana hálstaki með þeim afleiðingum að hún hlaut marbletti víðsvegar um líkamann og punktblæðingar á háls. Vitni kom konunni til bjargar Í málinu liggur fyrir framburður manns sem segist hafa orðið vitni að árásinni. Hann hafi verið á gangi í skóglendi á höfuðborgarsvæðinu þegar hann varð var við átök. Hann hafi séð mann lemja konu og stappa ofan á höfði hennar. Maðurinn hefði síðan beygt sig niður að konunni, „byrjað að kyrkja hana“ og sagt „á ég ekki bara að svæfa þig, klára þetta núna“. Vitnið hafi þá kallað til þeirra og maðurinn litið á vitnið, staðið upp og hlaupið af vettvangi. Í skýrslu hjá lögreglu 26. ágúst lýsti vitnið því að það hefði heyrt öskur og séð konu liggjandi í grasinu og karlmann að yfirbuga hana. Maðurinn hefði sparkað og kýlt í konuna, mestmegnis í andlit hennar. Hann hefði verið að „að reyna að kála henni í andlitið“. Hann hefði síðan farið „að kyrkja hana“ og vitnið þá öskrað. Vitnið lýsti því nánar að maðurinn hefði farið aftan að konunni og ofan á hana þar sem hún hefði legið alveg varnarlaus og sagt „ég skal bara klára þetta núna, þetta verður bara búið“. Hann hefði „basically hótað henni lífláti“, verið mjög reiður, ógnandi og árásargjarn. Hún hefði verið að reyna að losna og öskrað á hjálp.
Lögreglumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Sjá meira