Rýmri tími til heimsókna og atvinnulífið mögulega af stað Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 28. nóvember 2023 06:58 Bæjarstjórinn segist vonast til að atvinnulífið komist í gang í næstu viku. Vísir/Vilhelm Rétt fyrir klukkan sex í morgun mældist stakur skjálfti upp á 3,5 stig í Vatnafjöllum í grennd við Heklu. Í athugasemdum jarðvísindamanns á vef Veðurstofunnar segir að staðsetning og eðli upptakamynsturs skjálftans bendi til þess að hann sé tengdur flekahreyfingum. Annars hafa um 90 smáskjálftar mælst við kvikuganginn í grennd við Grindavík í nótt en ekki hefur borið á hreyfingum eins og komu rétt fyrir miðnætti í gær þegar skjálftahviða reið yfir svæðið. Íbúar í Grindavík og starfsmenn fyrirtækja fá frá og með deginum í dag rýmri tíma til að vera í bænum. Nú má mæta klukkan sjö og vera til fimm en áður opnaði ekki fyrr en klukkan níu. Fannar Jónasson bæjarstjóri segist vonast til að atvinnustarfsemi geti hafist að nýju í bænum í næstu viku. Í samtali við Morgunblaðið segir hann að rekstraraðilar séu að meta ástandið og að ef allt gengur að óskum geti vinnsla í bænum hafist í smáum stíl í næstu viku. Hann segisr svo gera ráð fyrir því að með tímanum bætist þjónustustarfsemi og önnur starfsemi við. Uppfært: Lögreglustjórinn á Suðurnesjum sendi frá sér eftirfarandi tilkynningu nú í morgun. „Hættumatskort sem Veðurstofan gaf út 22. nóvember 2023 er enn í gildi. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að rýmka þann tíma sem Grindvíkingar hafa til þess að huga að eigum sínum i Grindavíkurbæ. Á það jafnframt við um þá sem reka þar atvinnustarfsemi. Lokanir verða áfram á Grindavíkurvegi, Suðurstrandarvegi og á Nesvegi. Leiðin inn og út úr Grindavík er sem fyrr um Suðurstrandarveg og Nesveg. Grindavíkurvegur verður áfram lokaður. Opið verður fyrir íbúa og þá sem reka atvinnustarfsemi í bænum frá kl. 7 á morgnana til kl. 17 síðdegis. Unnið er að því að meta stöðu á lagnakerfi bæjarins. Fyrirtæki geta hafið rekstur þar sem lagnakerfi eru í lagi á framangreindu tímabili. Það getur til að mynda átt við um mörg fyrirtæki á hafnarsvæði Grindavíkur. Eigendur fyrirtækja þurfa að huga að þessu sérstaklega áður en starfsemi getur hafist á ný. Þeir hafi eigin viðbragðsáætlanir klárar fyrir sitt fólk. Fjölmiðlar hafa aðgang að Grindavík á sama tíma. Íbúum og starfsmönnum fyrirtækja verður ekki fylgt inn á svæðið en björgunarsveitir verða í viðbragðsstöðu víða um bæinn. Bærinn verður svo rýmdur eftir kl. 17 daglega. Óviðkomandi er bannaður aðgangur. Bílar verða taldir inn og út af svæðinu. Ákveðið var að færa almannavarnastig á hættustig fimmtudaginn 23. nóvember sl. Talið er að líkur á skyndilegri gosopnun innan bæjarmarka Grindavíkur séu litlar. Land rís enn í Svartsengi og kvika þar gæti flætt á ný um kvikuganginn undir Grindavík. Áfram eru því taldar líkur á eldgosi á svæðinu yfir kvikuganginum. Komi til rýmingar vegna hættuástands munu viðbragðsaðilar gefa það til kynna með hljóðmerkjum og ljósmerkjum. Ekið er úr bænum eftir Suðurstrandarvegi eða Nesvegi. Til athugunar fyrir þá sem fara inn í bæinn: Íbúar í Grindavík þurfa ekki að skrá sig til að komast inn í bæinn. Bílar eru taldir inn og út af svæðinu. Grindavík er lokuð fyrir öllum öðrum en íbúum bæjarins, starfsmönnum fyrirtækja og þeim sem þurfa að aðstoða íbúa. Grindavíkurvegur er lokaður. Mælst er til þess að fólk komi á eigin bílum. Ekki er æskilegt að börn séu tekin með en sprungur geta reynst viðsjárverðar. Frárennslislagnir liggja undir skemmtum og rennandi vatn er af skornum skammti þannig að víða er ekki hægt að nota salerni í húsum. Mælt er með að fólk komi með vatn og önnur matföng fyrir daginn því ekki er hægt að nálgast slíkt í bænum. Hafa ber í huga að hús gætu verið ótrygg. Hægt er að hafa samband við viðbragðsaðila á staðnum. Eigendur húsa eru hvattir til þess að koma kyndingu í lag en von er á kólnandi veðri á næstunni. Iðnaðarmenn og íbúar verða að störfum í húsum þar sem hitaveita er ekki í lagi. Mikilvægt er að þeir sem fara til Grindavíkur fylgi tilmælum viðbragðsaðila.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Sjá meira
Í athugasemdum jarðvísindamanns á vef Veðurstofunnar segir að staðsetning og eðli upptakamynsturs skjálftans bendi til þess að hann sé tengdur flekahreyfingum. Annars hafa um 90 smáskjálftar mælst við kvikuganginn í grennd við Grindavík í nótt en ekki hefur borið á hreyfingum eins og komu rétt fyrir miðnætti í gær þegar skjálftahviða reið yfir svæðið. Íbúar í Grindavík og starfsmenn fyrirtækja fá frá og með deginum í dag rýmri tíma til að vera í bænum. Nú má mæta klukkan sjö og vera til fimm en áður opnaði ekki fyrr en klukkan níu. Fannar Jónasson bæjarstjóri segist vonast til að atvinnustarfsemi geti hafist að nýju í bænum í næstu viku. Í samtali við Morgunblaðið segir hann að rekstraraðilar séu að meta ástandið og að ef allt gengur að óskum geti vinnsla í bænum hafist í smáum stíl í næstu viku. Hann segisr svo gera ráð fyrir því að með tímanum bætist þjónustustarfsemi og önnur starfsemi við. Uppfært: Lögreglustjórinn á Suðurnesjum sendi frá sér eftirfarandi tilkynningu nú í morgun. „Hættumatskort sem Veðurstofan gaf út 22. nóvember 2023 er enn í gildi. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að rýmka þann tíma sem Grindvíkingar hafa til þess að huga að eigum sínum i Grindavíkurbæ. Á það jafnframt við um þá sem reka þar atvinnustarfsemi. Lokanir verða áfram á Grindavíkurvegi, Suðurstrandarvegi og á Nesvegi. Leiðin inn og út úr Grindavík er sem fyrr um Suðurstrandarveg og Nesveg. Grindavíkurvegur verður áfram lokaður. Opið verður fyrir íbúa og þá sem reka atvinnustarfsemi í bænum frá kl. 7 á morgnana til kl. 17 síðdegis. Unnið er að því að meta stöðu á lagnakerfi bæjarins. Fyrirtæki geta hafið rekstur þar sem lagnakerfi eru í lagi á framangreindu tímabili. Það getur til að mynda átt við um mörg fyrirtæki á hafnarsvæði Grindavíkur. Eigendur fyrirtækja þurfa að huga að þessu sérstaklega áður en starfsemi getur hafist á ný. Þeir hafi eigin viðbragðsáætlanir klárar fyrir sitt fólk. Fjölmiðlar hafa aðgang að Grindavík á sama tíma. Íbúum og starfsmönnum fyrirtækja verður ekki fylgt inn á svæðið en björgunarsveitir verða í viðbragðsstöðu víða um bæinn. Bærinn verður svo rýmdur eftir kl. 17 daglega. Óviðkomandi er bannaður aðgangur. Bílar verða taldir inn og út af svæðinu. Ákveðið var að færa almannavarnastig á hættustig fimmtudaginn 23. nóvember sl. Talið er að líkur á skyndilegri gosopnun innan bæjarmarka Grindavíkur séu litlar. Land rís enn í Svartsengi og kvika þar gæti flætt á ný um kvikuganginn undir Grindavík. Áfram eru því taldar líkur á eldgosi á svæðinu yfir kvikuganginum. Komi til rýmingar vegna hættuástands munu viðbragðsaðilar gefa það til kynna með hljóðmerkjum og ljósmerkjum. Ekið er úr bænum eftir Suðurstrandarvegi eða Nesvegi. Til athugunar fyrir þá sem fara inn í bæinn: Íbúar í Grindavík þurfa ekki að skrá sig til að komast inn í bæinn. Bílar eru taldir inn og út af svæðinu. Grindavík er lokuð fyrir öllum öðrum en íbúum bæjarins, starfsmönnum fyrirtækja og þeim sem þurfa að aðstoða íbúa. Grindavíkurvegur er lokaður. Mælst er til þess að fólk komi á eigin bílum. Ekki er æskilegt að börn séu tekin með en sprungur geta reynst viðsjárverðar. Frárennslislagnir liggja undir skemmtum og rennandi vatn er af skornum skammti þannig að víða er ekki hægt að nota salerni í húsum. Mælt er með að fólk komi með vatn og önnur matföng fyrir daginn því ekki er hægt að nálgast slíkt í bænum. Hafa ber í huga að hús gætu verið ótrygg. Hægt er að hafa samband við viðbragðsaðila á staðnum. Eigendur húsa eru hvattir til þess að koma kyndingu í lag en von er á kólnandi veðri á næstunni. Iðnaðarmenn og íbúar verða að störfum í húsum þar sem hitaveita er ekki í lagi. Mikilvægt er að þeir sem fara til Grindavíkur fylgi tilmælum viðbragðsaðila.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Sjá meira