Innlent

Fram­lengja lokun lónsins

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Bláa lónið hefur verið lokað síðan 9. nóvember síðastliðinn.
Bláa lónið hefur verið lokað síðan 9. nóvember síðastliðinn. Vísir/Vilhelm

Stjórnendur Bláa lónsins hafa tilkynnt um framlengingu lokunar þess til 7. desember. Lónið hefur nú verið lokað síðan 9. nóvember vegna jarðhræringanna við Grindavík.

Fram kemur í tilkynningu frá Bláa lóninu að lokun lónsins hafi verið framlengd til klukkan 7 morguninn 7. desember, sem er á fimmtudag í næstu viku. Staðan verði endurmetin þá. 

„Töluvert hefur verið um eldsumbrot á Reykjanesi síðustu tvö ár. Viðbragðsaðilar, yfirvöld og bæjarfélög eru vel undirbúin fyrir slíka atburði og vinna í skipulegu samstarfi og samráði við fremstu sérfræðinga landsins á þessu sviði,“ segir í tilkynningunni. 

Neyðarstigi almannavarna var lýst yfir 10. nóvember síðastliðnn og Grindavíkurbær rýmdur vegna jarðhræringanna. 22. nóvember var svo fært niður af neyðarstigi á hættustig, sem tryggt hefur íbúum í Grindavík rýmri heimildir til að heimsækja bæinn. 


Tengdar fréttir

Ó­vissan á Reykja­nes­skaga knýr Seðla­bankann til að halda vöxtum óbreyttum

Allt útlit er fyrir að peningastefnunefnd Seðlabankans haldi vöxtum óbreyttum í vikunni vegna þess óvissuástands sem ríkir út af jarðhræringunum á Reykjanesskaga en markaðsaðilar og hagfræðingar hafa ekki verið eins samstíga í væntingum sínum um ákvörðun nefndarinnar um langa hríð. Nánast allir þátttakendur í vaxtakönnun Innherja eiga von á biðleik hjá peningastefnunefndinni í annað sinn í röð enda séu merki um að hátt vaxtastig sé farið að kæla einkaneysluna og þá muni náttúruhamfarirnar draga mátt úr hagkerfinu á næstu mánuðum og þensla á vinnumarkaði minnka.

Fyrirtæki sem þiggi stuðning greiði ekki út arð

Forsætisráðherra segir að frumvarp um laun til handa Grindvíkingum sé sambærilegt lögum um laun í sóttkví sem notuð voru í heimsfaraldri. Verið sé að kortleggja laust húsnæði. Fyrirtæki sem þiggi stuðning geti ekki greitt út arð nema að þau endurgreiði ríkinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×