Hraunið reynst betur en vonir stóðu til Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. nóvember 2023 15:01 Frá vinnu við varnargarðana í Svartsengi. Grindavík í bakgrunni. Vísir/Vilhelm Vinna við að reisa varnargarða til varnar virkjuninni að Svartsengi og Bláa lóninu hefur gengið betur en von var á. Sviðsstjóri hjá Verkís segir ástæðuna þá að betur hafi gengið að nýta jarðveg á svæðinu en búist var við í upphafi. „Það er heldur á undan áætlun,“ segir Ari Guðmundsson, sviðsstjóri hjá Verkís um verkið í samtali við Vísi. Hann stýrir aðgerðum við smíði varnargarðanna á Suðurnesjum. Ari segir að það þýði þó ekki að hægt að segja til um það nákvæmlega hvenær verkinu verður lokið á þessum tímapunkti. Eins og fram hefur komið hafa verktakar sótt hluta jarðvegs til verksins úr námu í Stapafelli, vestan Grindavíkurvegar. „Hins vegar er það þannig að það náðist meiri efnistaka á staðnum. Það var auðveldara fyrir okkur að vinna með hraunefnið á staðnum og vinna það í garðinn. Það þýðir að það var minna efni sem þurfti að flytja að.“ Það útskýrir hvers vegna þetta gengur hraðar en von var á? „Já. Og svo bara gengur vel. Það er bara góður taktur í þeim verktökum sem eru hérna á staðnum. Og við höfum náttúrulega unnið á næturvöktum líka, þannig að það hefur gengið mjög vel. Fyrir utan að við stoppuðum í síðustu viku út af óveðri í rúman sólarhring, sem var út af vöktunarmálum hjá Veðurstofunni, til að tryggja öryggi manna.“ Orðnir misháir Eins og fram hefur komið eiga garðarnir að vera á bilinu sex til átta metra háir en það fer þó eftir landslagi. Sextíu til sjötíu manns vinna á svæðinu allan sólarhringinn. Ari segir að hæð varnargarðanna nú sé mismunandi eftir því hvar þeir eru. „Sumir garðarnir eru komnir upp í átta metra hæð. Á öðrum stöðum er þetta kannski svona þrír metrar. Við erum búnir að opna alla kaflana nema rétt í kringum Bláa lónið. Sem við erum með í undirbúningi núna,“ segir Ari. „Það er búið að opna alla hina kaflana og Sundhnjúkagarðurinn, sem er fyrir ofan Svartsengi, er kominn mjög langt, í einhverja sex metra hæð, eitthvað svoleiðis. Þannig að það hefur gengið mjög vel þar. Og svo sem á hinum líka.“ Fyrst að garðarnir eru meira úr hrauni af svæðinu, munu þeir þá falla betur inn í umhverfið? „Já já. Það er nú horft til þess að það sé líka kostur í því að nota efni af svæðinu, en vissulega erum við líka að keyra að á ákveðnum köflum, þannig að það verður blanda. En við reynum að hafa skilin ekki skörp og erum búin að gera töluvert í því að leggja línur þar sem hægt er að bæta ásýnd og svo verður það líka mögulega gert síðar.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bláa lónið Jarðhiti Orkumál Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira
„Það er heldur á undan áætlun,“ segir Ari Guðmundsson, sviðsstjóri hjá Verkís um verkið í samtali við Vísi. Hann stýrir aðgerðum við smíði varnargarðanna á Suðurnesjum. Ari segir að það þýði þó ekki að hægt að segja til um það nákvæmlega hvenær verkinu verður lokið á þessum tímapunkti. Eins og fram hefur komið hafa verktakar sótt hluta jarðvegs til verksins úr námu í Stapafelli, vestan Grindavíkurvegar. „Hins vegar er það þannig að það náðist meiri efnistaka á staðnum. Það var auðveldara fyrir okkur að vinna með hraunefnið á staðnum og vinna það í garðinn. Það þýðir að það var minna efni sem þurfti að flytja að.“ Það útskýrir hvers vegna þetta gengur hraðar en von var á? „Já. Og svo bara gengur vel. Það er bara góður taktur í þeim verktökum sem eru hérna á staðnum. Og við höfum náttúrulega unnið á næturvöktum líka, þannig að það hefur gengið mjög vel. Fyrir utan að við stoppuðum í síðustu viku út af óveðri í rúman sólarhring, sem var út af vöktunarmálum hjá Veðurstofunni, til að tryggja öryggi manna.“ Orðnir misháir Eins og fram hefur komið eiga garðarnir að vera á bilinu sex til átta metra háir en það fer þó eftir landslagi. Sextíu til sjötíu manns vinna á svæðinu allan sólarhringinn. Ari segir að hæð varnargarðanna nú sé mismunandi eftir því hvar þeir eru. „Sumir garðarnir eru komnir upp í átta metra hæð. Á öðrum stöðum er þetta kannski svona þrír metrar. Við erum búnir að opna alla kaflana nema rétt í kringum Bláa lónið. Sem við erum með í undirbúningi núna,“ segir Ari. „Það er búið að opna alla hina kaflana og Sundhnjúkagarðurinn, sem er fyrir ofan Svartsengi, er kominn mjög langt, í einhverja sex metra hæð, eitthvað svoleiðis. Þannig að það hefur gengið mjög vel þar. Og svo sem á hinum líka.“ Fyrst að garðarnir eru meira úr hrauni af svæðinu, munu þeir þá falla betur inn í umhverfið? „Já já. Það er nú horft til þess að það sé líka kostur í því að nota efni af svæðinu, en vissulega erum við líka að keyra að á ákveðnum köflum, þannig að það verður blanda. En við reynum að hafa skilin ekki skörp og erum búin að gera töluvert í því að leggja línur þar sem hægt er að bæta ásýnd og svo verður það líka mögulega gert síðar.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bláa lónið Jarðhiti Orkumál Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira