Eiginkona Budanovs á sjúkrahúsi vegna eitrunar Samúel Karl Ólason skrifar 28. nóvember 2023 12:11 Kyrylo Budanov, yfirmaður leyniþjónustu úkraínska hersins (GUR) hefur lengi þótt þyrnir í síðu Rússa. EPA/ROMAN PILIPEY Marianna Budanova, eiginkona Kyrylo Budanov, yfirmanns leyniþjónustu úkraínska hersins (GUR), er sögð vera á sjúkrahúsi eftir að eitrað var fyrir henni. Eiginmaður hennar hefur lifað af fjölmörg banatilræði á undanförnum árum. Kyrylo Budanov var á árum áður sérsveitarmaður sem er sagður hafa staðið fyrir þó nokkrum vel heppnuðum aðgerðum gegn Rússum og aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu. Hann var gerður að herforingja þegar hann var 35 ára gamall og hefur reynst þyrnir í síðu Rússa frá því innrás þeirra hófst í febrúar í fyrra. Kyiv Post segir Budanov, sem er 37 ára gamall, hafa lifað af minnst tíu banatilræði á undanförnum árum. Í einu slíku slasaðist hann alvarlega þegar bíll hans var sprengdur í loft upp. Budanov er eftirlýstur í Rússlandi fyrir hryðjuverk. Rússar hafa sakað hann um að bera ábyrgð á morðum á rússnesku fólki í Rússlandi. Sjálfur hefur Budanov heitið því opinberlega að hann muni halda áfram að bana Rússum, hvar sem er í heiminum, þar til Úkraína hefur borið sigur úr býtum. Talið banatilræði Úkraínski miðillinn Babel, sagði frá því í morgun að Budanova, sem er þrítug, hefði verið flutt á sjúkrahús með þungmálmaeitrun. Heimildarmenn miðilsins segja að líklega hafi verið banatilræði að ræða, þar sem reynt var að eitra fyrir tiltekinni manneskju. Ukrainska Pravda hefur eftir sínum heimildarmönnum að líklegast hafi verið eitrað fyrir Budanova í gegnum mat sem hún borðaði. Hún hefur búið með eiginmanni sínum á skrifstofum GUR í Kænugarði, samkvæmt því sem Budanov sagði nýlega í viðtali. Rússum hefur ekki verið kennt um hið meinta banatilræði og ekki liggur fyrir hvort það hafi beinst gegn Budanov. Kiyv Post segir eitrunina hafa verið staðfesta af heimildarmanni miðilsins innan GUR. Heimildarmaðurinn sagði Budanova hafa leitað fljótt til læknis, sem hafi hjálpað mjög. Budanova þykir ekki í lífshættu, samkvæmt fjölmiðlum í Úkraínu, en mun hafa verið lasin um nokkuð skeið. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Vaknaði við sprengingar meðan kollegarnir eyddu nóttinni í sprengjubyrgi Sendiherra Íslands gagnvart Úkraínu segir óhugnanlegt að hafa vaknað upp við sprengjudrunur í Kænugarði í gærmorgun, þegar Rússar gerðu umfangsmikla drónaárás á borgina. Úkraínumenn minntust þess í gær að 90 ár eru liðin frá hungurmorðum Rússa á milljónum Úkraínumanna. 26. nóvember 2023 13:42 Stúlkubarn frá Úkraínu endaði hjá pólitískum stuðningsmanni Pútín Blaðamenn á vegum BBC hafa komist að því að stúlkubarn sem fæddist í Kherson í Úkraínu var flutt til Rússlands að undirlagi konu sem nú er gift einum helsta pólitíska stuðningsmanni Vladimir Pútín Rússlandsforseta. 23. nóvember 2023 07:33 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Við höfum ekki næg skotfæri en þeir hafa nóg af fólki“ Harðir bardagar eiga sér enn stað á víglínunum í Úkraínu, þó byrjað sé að hægja á þeim vegna blautveðurs í aðdraganda vetrar. Í austri gera Rússar enn umfangsmiklar árásir á þreytta úkraínska hermenn við bæinn Avdívka og líkja Úkraínumenn Rússum við uppvakninga sem sækja fram í bylgjum. 22. nóvember 2023 11:04 Mest lesið Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Fleiri fréttir Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Sjá meira
Kyrylo Budanov var á árum áður sérsveitarmaður sem er sagður hafa staðið fyrir þó nokkrum vel heppnuðum aðgerðum gegn Rússum og aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu. Hann var gerður að herforingja þegar hann var 35 ára gamall og hefur reynst þyrnir í síðu Rússa frá því innrás þeirra hófst í febrúar í fyrra. Kyiv Post segir Budanov, sem er 37 ára gamall, hafa lifað af minnst tíu banatilræði á undanförnum árum. Í einu slíku slasaðist hann alvarlega þegar bíll hans var sprengdur í loft upp. Budanov er eftirlýstur í Rússlandi fyrir hryðjuverk. Rússar hafa sakað hann um að bera ábyrgð á morðum á rússnesku fólki í Rússlandi. Sjálfur hefur Budanov heitið því opinberlega að hann muni halda áfram að bana Rússum, hvar sem er í heiminum, þar til Úkraína hefur borið sigur úr býtum. Talið banatilræði Úkraínski miðillinn Babel, sagði frá því í morgun að Budanova, sem er þrítug, hefði verið flutt á sjúkrahús með þungmálmaeitrun. Heimildarmenn miðilsins segja að líklega hafi verið banatilræði að ræða, þar sem reynt var að eitra fyrir tiltekinni manneskju. Ukrainska Pravda hefur eftir sínum heimildarmönnum að líklegast hafi verið eitrað fyrir Budanova í gegnum mat sem hún borðaði. Hún hefur búið með eiginmanni sínum á skrifstofum GUR í Kænugarði, samkvæmt því sem Budanov sagði nýlega í viðtali. Rússum hefur ekki verið kennt um hið meinta banatilræði og ekki liggur fyrir hvort það hafi beinst gegn Budanov. Kiyv Post segir eitrunina hafa verið staðfesta af heimildarmanni miðilsins innan GUR. Heimildarmaðurinn sagði Budanova hafa leitað fljótt til læknis, sem hafi hjálpað mjög. Budanova þykir ekki í lífshættu, samkvæmt fjölmiðlum í Úkraínu, en mun hafa verið lasin um nokkuð skeið.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Vaknaði við sprengingar meðan kollegarnir eyddu nóttinni í sprengjubyrgi Sendiherra Íslands gagnvart Úkraínu segir óhugnanlegt að hafa vaknað upp við sprengjudrunur í Kænugarði í gærmorgun, þegar Rússar gerðu umfangsmikla drónaárás á borgina. Úkraínumenn minntust þess í gær að 90 ár eru liðin frá hungurmorðum Rússa á milljónum Úkraínumanna. 26. nóvember 2023 13:42 Stúlkubarn frá Úkraínu endaði hjá pólitískum stuðningsmanni Pútín Blaðamenn á vegum BBC hafa komist að því að stúlkubarn sem fæddist í Kherson í Úkraínu var flutt til Rússlands að undirlagi konu sem nú er gift einum helsta pólitíska stuðningsmanni Vladimir Pútín Rússlandsforseta. 23. nóvember 2023 07:33 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Við höfum ekki næg skotfæri en þeir hafa nóg af fólki“ Harðir bardagar eiga sér enn stað á víglínunum í Úkraínu, þó byrjað sé að hægja á þeim vegna blautveðurs í aðdraganda vetrar. Í austri gera Rússar enn umfangsmiklar árásir á þreytta úkraínska hermenn við bæinn Avdívka og líkja Úkraínumenn Rússum við uppvakninga sem sækja fram í bylgjum. 22. nóvember 2023 11:04 Mest lesið Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Fleiri fréttir Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Sjá meira
Vaknaði við sprengingar meðan kollegarnir eyddu nóttinni í sprengjubyrgi Sendiherra Íslands gagnvart Úkraínu segir óhugnanlegt að hafa vaknað upp við sprengjudrunur í Kænugarði í gærmorgun, þegar Rússar gerðu umfangsmikla drónaárás á borgina. Úkraínumenn minntust þess í gær að 90 ár eru liðin frá hungurmorðum Rússa á milljónum Úkraínumanna. 26. nóvember 2023 13:42
Stúlkubarn frá Úkraínu endaði hjá pólitískum stuðningsmanni Pútín Blaðamenn á vegum BBC hafa komist að því að stúlkubarn sem fæddist í Kherson í Úkraínu var flutt til Rússlands að undirlagi konu sem nú er gift einum helsta pólitíska stuðningsmanni Vladimir Pútín Rússlandsforseta. 23. nóvember 2023 07:33
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Við höfum ekki næg skotfæri en þeir hafa nóg af fólki“ Harðir bardagar eiga sér enn stað á víglínunum í Úkraínu, þó byrjað sé að hægja á þeim vegna blautveðurs í aðdraganda vetrar. Í austri gera Rússar enn umfangsmiklar árásir á þreytta úkraínska hermenn við bæinn Avdívka og líkja Úkraínumenn Rússum við uppvakninga sem sækja fram í bylgjum. 22. nóvember 2023 11:04