Ástandið í Eyjum: „Þetta er grafalvarlegt mál“ Bjarki Sigurðsson og Heimir Már Pétursson skrifa 28. nóvember 2023 14:33 Sigurður Ingi Jóhannsson og Katrín Jakobsdóttir eru sammála um að bregðast þurfi vel við skemmdum sem urðu á vatnslögninni. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra og innviðaráðherra eru sammála um alvarleika þess að neysluvatnslögn varð fyrir skemmdum fyrir tæpum tveimur vikum síðan. Bregðast þurfi rétt við. Sigurður Ingi Jóhannesson innviðaráðherra segir vandamálið með lögnina ekki leysast til langs tíma nema með nýrri lögn. „Þetta er grafalvarlegt mál og þegar maður heyrði af þessum skemmdum vonaði maður að þær væru þesslegar að hægt væri að gera við og tryggja þannig alveg öryggið til ítrasta, nú kemur hið gagnstæða í ljós,“ segir Sigurður Ingi. Tveggja milljarða króna verkefni Að leggja nýja lögn verður kostnaðarsamt verkefni og er það metið á rúma tvo milljarða króna. Verkefnið er á borði Vestmannaeyjabæjar og HS Veitna en ríkið hefur skrifað undir viljayfirlýsingu um stuðning þar sem ný lögn varðar almannavarnir Eyjamanna. „Ef það þarf að flýta fyrir því gæti kostnaðurinn orðið meiri en þetta þarf að fara í. Þetta er háð því að það verður einungis lagt út að sumarlagi þannig við verðum að vona að það verði hægt að lagfæra lögnina svo hún haldi í vetur,“ segir Sigurður. Leggst á notendurna og ríkið Kostnaðurinn mun að mestu leyti leggjast á notendur lagnarinnar, það eru íbúar í Vestmannaeyjum og fyrirtæki þar. „Við mátum það sem svo að þegar kostnaðurinn var kominn vel yfir tvo milljarða að það væri ekki óeðlilegt að ríkið kæmi þar að vegna þessa almannavarnarþáttar, en líka vegna þess að kostnaður á heimilin yrði þá óþarflega hár. Þess vegna gengum við fá þeirri viljayfirlýsingu en svo þarf að panta þessa lögn sem fyrst og koma henni í gagnið sem fyrst, því fyrr verður ekki almennilegt öryggi,“ segir Sigurður. Alvarlegt ástand Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að unnið sé að því að skoða allar mismunandi sviðsmyndir. „Hvort unnt sé að gera við hana. Festa hana. Hvort unnt sé að taka þennan hluta upp á land og gera við. Sem kann að vera verulega flókið. Það er verið að fara yfir þetta og það verður fundað í dag. Þannig við fáum þá skýrari mynd á þessum möguleikum. En það er alveg ljóst að þetta er alvarlegt ástand því þetta hefur bæði áhrif á neysluvatn, atvinnulíf, húshitun í Eyjum og svo framvegis. Þannig þetta er verulega óheppilegt ástand,“ segir Katrín. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vestmannaeyjar Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannesson innviðaráðherra segir vandamálið með lögnina ekki leysast til langs tíma nema með nýrri lögn. „Þetta er grafalvarlegt mál og þegar maður heyrði af þessum skemmdum vonaði maður að þær væru þesslegar að hægt væri að gera við og tryggja þannig alveg öryggið til ítrasta, nú kemur hið gagnstæða í ljós,“ segir Sigurður Ingi. Tveggja milljarða króna verkefni Að leggja nýja lögn verður kostnaðarsamt verkefni og er það metið á rúma tvo milljarða króna. Verkefnið er á borði Vestmannaeyjabæjar og HS Veitna en ríkið hefur skrifað undir viljayfirlýsingu um stuðning þar sem ný lögn varðar almannavarnir Eyjamanna. „Ef það þarf að flýta fyrir því gæti kostnaðurinn orðið meiri en þetta þarf að fara í. Þetta er háð því að það verður einungis lagt út að sumarlagi þannig við verðum að vona að það verði hægt að lagfæra lögnina svo hún haldi í vetur,“ segir Sigurður. Leggst á notendurna og ríkið Kostnaðurinn mun að mestu leyti leggjast á notendur lagnarinnar, það eru íbúar í Vestmannaeyjum og fyrirtæki þar. „Við mátum það sem svo að þegar kostnaðurinn var kominn vel yfir tvo milljarða að það væri ekki óeðlilegt að ríkið kæmi þar að vegna þessa almannavarnarþáttar, en líka vegna þess að kostnaður á heimilin yrði þá óþarflega hár. Þess vegna gengum við fá þeirri viljayfirlýsingu en svo þarf að panta þessa lögn sem fyrst og koma henni í gagnið sem fyrst, því fyrr verður ekki almennilegt öryggi,“ segir Sigurður. Alvarlegt ástand Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að unnið sé að því að skoða allar mismunandi sviðsmyndir. „Hvort unnt sé að gera við hana. Festa hana. Hvort unnt sé að taka þennan hluta upp á land og gera við. Sem kann að vera verulega flókið. Það er verið að fara yfir þetta og það verður fundað í dag. Þannig við fáum þá skýrari mynd á þessum möguleikum. En það er alveg ljóst að þetta er alvarlegt ástand því þetta hefur bæði áhrif á neysluvatn, atvinnulíf, húshitun í Eyjum og svo framvegis. Þannig þetta er verulega óheppilegt ástand,“ segir Katrín.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vestmannaeyjar Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Sjá meira