Sækja um leyfi að uppbyggingu jarðhitavirkjunar í Ölfusdal Bjarki Sigurðsson skrifar 28. nóvember 2023 14:56 Frá vinstri: Hera Grímsdóttir, framkvæmdastýra Rannsókna og nýsköpunar OR, Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri OR, Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Mynd/Einar Örn Jónsson Orkuveita Reykjavíkur, sveitarfélagið Ölfus og Títan tilkynntu í dag um áform um að sækja sameiginlega um rannsóknarleyfi með samstarf um nýtingu jarðhita í Ölfusdal í huga. Á blaðamannafundi sem haldinn var í dag var skrifað undir viljayfirlýsingu um verkefnið en fáist rannsóknarleyfið með forgang að nýtingu er fyrirhugað að skrifa undir viljayfirlýsingu um nýtingu jarðhitaauðlindarinnar til framleiðslu á rafmagni og heitu vatni með ábyrgum hætti og lágmörkun umhverfisáhrifa að leiðarljósi. Einnig er lögð áhersla á að afurðir frá virkjuninni verði nýttar til verðmætasköpunar fyrir nærsamfélagið, Ölfus og Hveragerði. „Það skiptir öllu máli að allir aðilar vinni saman til þess að flýta orkuskiptum og tryggja orkuöryggi á svæðinu og landinu öllu. Ég fagna því að sveitarfélagið Ölfus og Orkuveitan nái saman um að halda áfram með þessi mikilvægu verkefni í góðu samkomulagi við hlutaðeigandi aðila,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra á fundinum. Vilja skapa verðmæti Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, segir sveitarfélagið hafa um nokkurt skeið unnið að því að auka velferð á grundvelli umhverfisvænnar verðmætasköpunar. „Ef við viljum verðmætasköpun á borð við það sem við erum nú að vinna að þá þarf að sækja orkuna og það ætlum við að gera á forsendum þeirra umhverfissjónarmiða sem við viljum standa fyrir í samstarfi við okkar góðu samstarfsaðila í Orkuveitu Reykjavíkur,“ sagði Elliði Hera Grímsdóttir, framkvæmdastýra Rannsókna og nýsköpunar hjá Orkuveitu Reykjavíkur, segir að öll áhersla verði lögð á fullnýtingu jarðhitaauðlindarinnar þar sem afurðir frá virkjuninni verða meðal annars nýttar til verðmætasköpunar fyrir nærsamfélagið, Ölfus og Hveragerði. Ölfus Orkumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Jarðhiti Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Á blaðamannafundi sem haldinn var í dag var skrifað undir viljayfirlýsingu um verkefnið en fáist rannsóknarleyfið með forgang að nýtingu er fyrirhugað að skrifa undir viljayfirlýsingu um nýtingu jarðhitaauðlindarinnar til framleiðslu á rafmagni og heitu vatni með ábyrgum hætti og lágmörkun umhverfisáhrifa að leiðarljósi. Einnig er lögð áhersla á að afurðir frá virkjuninni verði nýttar til verðmætasköpunar fyrir nærsamfélagið, Ölfus og Hveragerði. „Það skiptir öllu máli að allir aðilar vinni saman til þess að flýta orkuskiptum og tryggja orkuöryggi á svæðinu og landinu öllu. Ég fagna því að sveitarfélagið Ölfus og Orkuveitan nái saman um að halda áfram með þessi mikilvægu verkefni í góðu samkomulagi við hlutaðeigandi aðila,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra á fundinum. Vilja skapa verðmæti Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, segir sveitarfélagið hafa um nokkurt skeið unnið að því að auka velferð á grundvelli umhverfisvænnar verðmætasköpunar. „Ef við viljum verðmætasköpun á borð við það sem við erum nú að vinna að þá þarf að sækja orkuna og það ætlum við að gera á forsendum þeirra umhverfissjónarmiða sem við viljum standa fyrir í samstarfi við okkar góðu samstarfsaðila í Orkuveitu Reykjavíkur,“ sagði Elliði Hera Grímsdóttir, framkvæmdastýra Rannsókna og nýsköpunar hjá Orkuveitu Reykjavíkur, segir að öll áhersla verði lögð á fullnýtingu jarðhitaauðlindarinnar þar sem afurðir frá virkjuninni verða meðal annars nýttar til verðmætasköpunar fyrir nærsamfélagið, Ölfus og Hveragerði.
Ölfus Orkumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Jarðhiti Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira