Murdaugh fær 27 ára dóm fyrir fjársvik gegn viðskiptavinum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 28. nóvember 2023 22:46 Murdaugh við réttarhöld í Suður-Karólínu í dag. AP Bandaríski lögmaðurinn og morðinginn Alex Murdaugh hefur verið dæmdur í 27 ára fangelsi fyrir margvísleg auðgunarbrot á hendur fyrrverandi viðskiptavina sinna. Alls er hann þó sakaður um meira en hundrað auðgunarbrot gegn viðskiptavinum. Murdaugh var fyrr á árinu dæmdur í tvöfalt lífstíðarfangelsi fyrir að hafa skotið eiginkonu sína og son til bana fyrir rúmlega tveimur árum. Enginn var handtekinn vegna málsins í rúmt ár eftir að morðin áttu sér stað en Murdaugh var að lokum ákærður fyrir þau í júlí á síðasta ári. Sjá einnig: Murdaugh dæmdur í lífstíðarfangelsi Dómur var kveðinn upp í héraðsdómi Suður-Karólínu í dag. Murdaugh var fundinn sekur um meira en tuttugu mismunandi glæpi, þar með talið peningaþvætti, trúnaðarbrot, skjalafals og skattsvik. Hann játaði sök á 22 auðgunarbrotum fyrr í mánuðinum. Þá er hann sakaður um að hafa svindlað pening úr dánarbúi fyrrverandi ráðskonu sinnar, sem lést á dularfullan hátt á heimili Murdaugh árið 2018. Sem hluti af samningi samþykkti ríkissaksóknari að hann sitji 27 ára dóminn samhliða lífstíðardómunum tveimur, en Murdaugh er 55 ára gamall. Saksóknarar stikuðu þó á stóru í umræddum réttarhöldum en Murdaugh er sakaður um alls 101 auðgunarbrot þar sem hann á að hafa svikið allt að 8,8 milljónir Bandaríkjadala af viðskiptavinum sínum, eða rúmlega 1,2 milljarða króna. Fórnarlömbin fólk í viðkvæmri stöðu Murdaugh var vikið úr starfi á lögmannastofu sinni í kjölfar lögreglurannsóknar á stofunni. Stór hluti skjólstæðinga hans var fátækt fólk og fólk sem leitaði réttar síns vegna meiðsla eða andláts fjölskyldumeðlims. Meðal þeirra sem Murdaugh játaði að hafa svikið var kona sem hafði misst táningsson sinn eftir að hann lenti í bílslysi og lamaðist frá hálsi. Hún sagði Murdaugh hafa svikið sig í tvígang, fyrst þegar sonur hennar lenti í slysinu og síðan þegar hann lést. Hann játaði einnig að hafa svikið pening af manni sem lenti í bílslysi sem varð konu hans að bana og af öðrum manni sem lenti í aftanákeyrslu og slasaðist á hálsi. Creighton Waters yfirsaksóknari sagði í réttarhöldunum í dag að Murdaugh kæmi líklegast til að sitja í fangelsi það sem hann á eftir ólifað, að utantöldum lífstíðardómunum tveimur. Lögmannastofa Murdaugh vinnur nú að því að endurgreiða fórnarlömbum hans þær upphæðir sem hann sveik af þeim. Fjárglæpir Murdaugh urðu miðpunktur í máli suður-karólínska ríkisins gegn honum vegna morðanna tveggja. Saksóknarar segja Murdaugh hafa myrt eiginkonu sína og son sinn í von um samúð annarra vegna bágrar fjárhagsstöðu hans. Þá segja þeir hann hafa stolið peningum af fólki í þeim tilgangi að borga eigin skuldir. Murdaugh sagðist hafa stolið peningunum til þess að fjármagna ópíóðaneyslu sína. Verjendur hans segja hann nú vera edrú. Erlend sakamál Bandaríkin Tengdar fréttir Líkamsleifar pilts grafnar upp vegna Murdaugh-málsins Til stendur að grafa upp líkamsleifar Stephen Smith, sem var 19 ára þegar hann fannst látinn á sveitavegi nærri Moselle, heimili lögmannsins Alex Murdaugh. Fyrir tveimur vikum var Murdaugh fundinn sekur um að hafa myrt son sinn og eiginkonu. 20. mars 2023 07:47 Sátt náðst um miskabætur til handa fjölskyldu Beach Sátt hefur náðst um miskabætur til handa fjölskyldu Mallory Beach og annarra ungmenna sem voru um borð í bát í eigu Alex Murdaugh sem ekið var á brúarstólpa árið 2019. Murdaugh var nýlega fundinn sekur um að myrða eiginkonu sína og yngri son, Paul, sem var við stýrið á bátnum. 18. júlí 2023 10:02 Murdaugh fundinn sekur um að hafa myrt eiginkonu sína og son Bandaríski lögmaðurinn Alex Murdaugh var í nótt fundinn sekur um að hafa myrt eiginkonu sína og son í þeim tilgangi að draga athyglina frá margmilljóna dala efnahagsbrotum sínum. 3. mars 2023 06:37 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Murdaugh var fyrr á árinu dæmdur í tvöfalt lífstíðarfangelsi fyrir að hafa skotið eiginkonu sína og son til bana fyrir rúmlega tveimur árum. Enginn var handtekinn vegna málsins í rúmt ár eftir að morðin áttu sér stað en Murdaugh var að lokum ákærður fyrir þau í júlí á síðasta ári. Sjá einnig: Murdaugh dæmdur í lífstíðarfangelsi Dómur var kveðinn upp í héraðsdómi Suður-Karólínu í dag. Murdaugh var fundinn sekur um meira en tuttugu mismunandi glæpi, þar með talið peningaþvætti, trúnaðarbrot, skjalafals og skattsvik. Hann játaði sök á 22 auðgunarbrotum fyrr í mánuðinum. Þá er hann sakaður um að hafa svindlað pening úr dánarbúi fyrrverandi ráðskonu sinnar, sem lést á dularfullan hátt á heimili Murdaugh árið 2018. Sem hluti af samningi samþykkti ríkissaksóknari að hann sitji 27 ára dóminn samhliða lífstíðardómunum tveimur, en Murdaugh er 55 ára gamall. Saksóknarar stikuðu þó á stóru í umræddum réttarhöldum en Murdaugh er sakaður um alls 101 auðgunarbrot þar sem hann á að hafa svikið allt að 8,8 milljónir Bandaríkjadala af viðskiptavinum sínum, eða rúmlega 1,2 milljarða króna. Fórnarlömbin fólk í viðkvæmri stöðu Murdaugh var vikið úr starfi á lögmannastofu sinni í kjölfar lögreglurannsóknar á stofunni. Stór hluti skjólstæðinga hans var fátækt fólk og fólk sem leitaði réttar síns vegna meiðsla eða andláts fjölskyldumeðlims. Meðal þeirra sem Murdaugh játaði að hafa svikið var kona sem hafði misst táningsson sinn eftir að hann lenti í bílslysi og lamaðist frá hálsi. Hún sagði Murdaugh hafa svikið sig í tvígang, fyrst þegar sonur hennar lenti í slysinu og síðan þegar hann lést. Hann játaði einnig að hafa svikið pening af manni sem lenti í bílslysi sem varð konu hans að bana og af öðrum manni sem lenti í aftanákeyrslu og slasaðist á hálsi. Creighton Waters yfirsaksóknari sagði í réttarhöldunum í dag að Murdaugh kæmi líklegast til að sitja í fangelsi það sem hann á eftir ólifað, að utantöldum lífstíðardómunum tveimur. Lögmannastofa Murdaugh vinnur nú að því að endurgreiða fórnarlömbum hans þær upphæðir sem hann sveik af þeim. Fjárglæpir Murdaugh urðu miðpunktur í máli suður-karólínska ríkisins gegn honum vegna morðanna tveggja. Saksóknarar segja Murdaugh hafa myrt eiginkonu sína og son sinn í von um samúð annarra vegna bágrar fjárhagsstöðu hans. Þá segja þeir hann hafa stolið peningum af fólki í þeim tilgangi að borga eigin skuldir. Murdaugh sagðist hafa stolið peningunum til þess að fjármagna ópíóðaneyslu sína. Verjendur hans segja hann nú vera edrú.
Erlend sakamál Bandaríkin Tengdar fréttir Líkamsleifar pilts grafnar upp vegna Murdaugh-málsins Til stendur að grafa upp líkamsleifar Stephen Smith, sem var 19 ára þegar hann fannst látinn á sveitavegi nærri Moselle, heimili lögmannsins Alex Murdaugh. Fyrir tveimur vikum var Murdaugh fundinn sekur um að hafa myrt son sinn og eiginkonu. 20. mars 2023 07:47 Sátt náðst um miskabætur til handa fjölskyldu Beach Sátt hefur náðst um miskabætur til handa fjölskyldu Mallory Beach og annarra ungmenna sem voru um borð í bát í eigu Alex Murdaugh sem ekið var á brúarstólpa árið 2019. Murdaugh var nýlega fundinn sekur um að myrða eiginkonu sína og yngri son, Paul, sem var við stýrið á bátnum. 18. júlí 2023 10:02 Murdaugh fundinn sekur um að hafa myrt eiginkonu sína og son Bandaríski lögmaðurinn Alex Murdaugh var í nótt fundinn sekur um að hafa myrt eiginkonu sína og son í þeim tilgangi að draga athyglina frá margmilljóna dala efnahagsbrotum sínum. 3. mars 2023 06:37 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Líkamsleifar pilts grafnar upp vegna Murdaugh-málsins Til stendur að grafa upp líkamsleifar Stephen Smith, sem var 19 ára þegar hann fannst látinn á sveitavegi nærri Moselle, heimili lögmannsins Alex Murdaugh. Fyrir tveimur vikum var Murdaugh fundinn sekur um að hafa myrt son sinn og eiginkonu. 20. mars 2023 07:47
Sátt náðst um miskabætur til handa fjölskyldu Beach Sátt hefur náðst um miskabætur til handa fjölskyldu Mallory Beach og annarra ungmenna sem voru um borð í bát í eigu Alex Murdaugh sem ekið var á brúarstólpa árið 2019. Murdaugh var nýlega fundinn sekur um að myrða eiginkonu sína og yngri son, Paul, sem var við stýrið á bátnum. 18. júlí 2023 10:02
Murdaugh fundinn sekur um að hafa myrt eiginkonu sína og son Bandaríski lögmaðurinn Alex Murdaugh var í nótt fundinn sekur um að hafa myrt eiginkonu sína og son í þeim tilgangi að draga athyglina frá margmilljóna dala efnahagsbrotum sínum. 3. mars 2023 06:37