Golden State klúðraði 24 stiga forskoti og er úr leik: Átta liða úrslitin klár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2023 12:01 Stephen Curry klikkaði á lokaskoti leiksins og Golden State verður ekki með í átta liða úrslitunum. AP/Randall Benton Átta liða úrslitin eru nú klár í NBA deildarbikarnum en þetta var endanlega ljóst eftir leiki næturinnar. Þetta er fyrsta árið með þessa nýju bikarkeppni inn á miðju NBA tímabilinu. Liðunum var skipt niður í sex riðla, þrír með liðum úr Vesturdeildinni og þrír með liðum úr Austurdeildinni. Sigurvegari hvers riðils komst áfram sem og eitt lið úr hvorri deild sem var með bestan árangur í öðru sæti. Austan megin þá unnu Indiana Pacers, Milwaukee Bucks og Boston Celtics sína riðla en auk þess komst New York Knicks áfram með bestan árangur í öðru sæti. Pacers og Bucks unnu alla fjóra leiki sína í riðlinum. Boston vann þrjá leiki í sínum riðli eins og bæði Orlando Magic og Brooklyn Nets en Celtics menn voru með bestan árangur í innbyrðis viðureignum liðanna þriggja. The NBA In-Season Tournament Knockout Rounds begin Monday, 12/4 and Tuesday, 12/5 on TNT pic.twitter.com/iaPxSZ0pRr— NBA (@NBA) November 29, 2023 Í átta liða úrslitunum mætast Milwaukee Bucks og New York Knicks annars vegar en Indiana Pacers og Boston Celtics hins vegar. Milwaukee og Indiana verða á heimavelli í þessum leikjum. Vestan megin þá unnu Los Angeles Lakers, New Orleans Pelicans og Sacramento Kings sína riðla en auk þess komst Phoenix Suns áfram með bestan árangur í öðru sæti. Lakers og Kings unnu alla fjóra leiki sína í riðlinum. De'Aaron Fox dropped 29 PTS, 9 REB, and 7 AST as the Kings won West Group C and advanced to the In-Season Tournament Knockout Rounds pic.twitter.com/treWyQ4kVw— NBA (@NBA) November 29, 2023 Golden State Warriors átti möguleika á að tryggja sér fjórða og síðasta sætið og hefði þurft að vinna tólf stiga sigur á Sacramento Kings í nótt. Golden State komst 24 stigum yfir í leiknum en missti niður forskotið og tapaði á endanum leiknum með einu stigi. Warriors liðið er því úr leik. Í átta liða úrslitunum mætast Los Angeles Lakers og Phoenis Suns annars vegar en Sacramento Kings og New Orleans Pelicans hins vegar. Lakers og Sacramento verða á heimavelli í þessum leikjum. Þau lið sem vinna leikina í átta liða úrslitunum tryggja sér sæti á úrslitahelginni í Las Vegas. Átta liða úrslitin verða spiluð 4. og 5. desember en úrslitin verða síðan í Las Vegas frá 7. til 9. desember. THE BRACKET IS SET.The NBA In-Season Tournament Knockout Rounds tip off with the Quarterfinals on Monday, 12/4 and Tuesday, 12/5 on TNT pic.twitter.com/9GgIKrpOU2— NBA (@NBA) November 29, 2023 NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Sjá meira
Liðunum var skipt niður í sex riðla, þrír með liðum úr Vesturdeildinni og þrír með liðum úr Austurdeildinni. Sigurvegari hvers riðils komst áfram sem og eitt lið úr hvorri deild sem var með bestan árangur í öðru sæti. Austan megin þá unnu Indiana Pacers, Milwaukee Bucks og Boston Celtics sína riðla en auk þess komst New York Knicks áfram með bestan árangur í öðru sæti. Pacers og Bucks unnu alla fjóra leiki sína í riðlinum. Boston vann þrjá leiki í sínum riðli eins og bæði Orlando Magic og Brooklyn Nets en Celtics menn voru með bestan árangur í innbyrðis viðureignum liðanna þriggja. The NBA In-Season Tournament Knockout Rounds begin Monday, 12/4 and Tuesday, 12/5 on TNT pic.twitter.com/iaPxSZ0pRr— NBA (@NBA) November 29, 2023 Í átta liða úrslitunum mætast Milwaukee Bucks og New York Knicks annars vegar en Indiana Pacers og Boston Celtics hins vegar. Milwaukee og Indiana verða á heimavelli í þessum leikjum. Vestan megin þá unnu Los Angeles Lakers, New Orleans Pelicans og Sacramento Kings sína riðla en auk þess komst Phoenix Suns áfram með bestan árangur í öðru sæti. Lakers og Kings unnu alla fjóra leiki sína í riðlinum. De'Aaron Fox dropped 29 PTS, 9 REB, and 7 AST as the Kings won West Group C and advanced to the In-Season Tournament Knockout Rounds pic.twitter.com/treWyQ4kVw— NBA (@NBA) November 29, 2023 Golden State Warriors átti möguleika á að tryggja sér fjórða og síðasta sætið og hefði þurft að vinna tólf stiga sigur á Sacramento Kings í nótt. Golden State komst 24 stigum yfir í leiknum en missti niður forskotið og tapaði á endanum leiknum með einu stigi. Warriors liðið er því úr leik. Í átta liða úrslitunum mætast Los Angeles Lakers og Phoenis Suns annars vegar en Sacramento Kings og New Orleans Pelicans hins vegar. Lakers og Sacramento verða á heimavelli í þessum leikjum. Þau lið sem vinna leikina í átta liða úrslitunum tryggja sér sæti á úrslitahelginni í Las Vegas. Átta liða úrslitin verða spiluð 4. og 5. desember en úrslitin verða síðan í Las Vegas frá 7. til 9. desember. THE BRACKET IS SET.The NBA In-Season Tournament Knockout Rounds tip off with the Quarterfinals on Monday, 12/4 and Tuesday, 12/5 on TNT pic.twitter.com/9GgIKrpOU2— NBA (@NBA) November 29, 2023
NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti